Barkley og Shaq kepptust við að gera lítið úr afrekum hvors annars Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. maí 2017 23:30 Reggie Miller með þeim Charles Barkley og Shaquille O'Neal. Vísir/Getty Það er ekkert skrýtið að TNT-sjónvarpsstöðin láti þá Shaquille O'Neal og Charles Barkley sitja eins langt frá hvorum öðrum og þeir geta í pallaborðsumræðum um úrslitakeppni NBA-deildarinnar. Þeir Barkley og Shaq voru mættir til að ræða fjórða leik Cleveland Cavaliers og Boston Celtics. Cleveland vann leikinn og er komið í 3-1. Þeir eru sjaldan sammála og voru alls ekki sammála um hvort að þetta væri leikur sem mátti alls ekki tapast. Það besta í spjallinu var þó þegar þeir kepptust við að gera lítið úr afrekum hvors annars inn á körfuboltavellinum. Shaquille O'Neal byrjaði en hann vildi meina að Barkley þekkti þessa stöðu ekki nægilega vel þar sem að hann hafði aðeins farið í úrslitaeinvígið einu sinni á ferlinum. Barkley fór í úrslitin með Phoenix Suns árið 1993 en varð þá að sætta sig við tap á móti Michael Jordan og félögum í Chicago Bulls. O'Neal vann NBA-titilinn fjórum sinnum, þrisvar með Los Angeles Lakers og einu sinni með Miami Heat. Það stoppaði samt ekkert Charles Barkley þegar hann skaut til baka. Barkley hélt því fram að að Shaq hafi aðeins orðið meistari vegna þess að hann var liðsfélagi Kobe Bryant og Dwyane Wade. Barkley fór reyndar einu skrefi lengra og bætti við nafni Alonzo Mourning. Það er hægt að sjá spjallið þeirra hér fyrir neðan.The Chuck vs. @SHAQ saga continues on #InsidetheNBA... pic.twitter.com/dPMXWc0XLL — NBA on TNT (@NBAonTNT) May 24, 2017 Þegar Lakers vann titilinn 2000 þá var Shaquille O'Neal með 30,7 stig og 15,4 fráköst að meðaltali í úrslitakeppninni, hann var með 30,4 stig og 15,4 fráköst í leik í sigrinum í úrslitakeppninni árið eftir og svo með 28,5 stig og 12,6 fráköst í leik í úrslitakeppninni 2002 þar sem Lakers vann þriðja árið í röð. Kobe Bryant var með 21,1 stig, 29,4 stig og 26,6 stig að meðaltali í þessum þremur úrslitakeppnum frá 2000 til 2002. Þegar Shaq varð meistari með Miami Heat fjórum árum síðar þá var hann með 18,4 stig og 9,8 fráköst að meðaltali í leik. Dwyane Wade var þá með 28,4 stig, 5,9 fráköst og 5,7 stoðsendingar að meðaltali í leik. NBA Mest lesið Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Handbolti „Þetta var bara skita“ Handbolti Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ Handbolti Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Körfubolti Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Handbolti Fleiri fréttir „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Sjá meira
Það er ekkert skrýtið að TNT-sjónvarpsstöðin láti þá Shaquille O'Neal og Charles Barkley sitja eins langt frá hvorum öðrum og þeir geta í pallaborðsumræðum um úrslitakeppni NBA-deildarinnar. Þeir Barkley og Shaq voru mættir til að ræða fjórða leik Cleveland Cavaliers og Boston Celtics. Cleveland vann leikinn og er komið í 3-1. Þeir eru sjaldan sammála og voru alls ekki sammála um hvort að þetta væri leikur sem mátti alls ekki tapast. Það besta í spjallinu var þó þegar þeir kepptust við að gera lítið úr afrekum hvors annars inn á körfuboltavellinum. Shaquille O'Neal byrjaði en hann vildi meina að Barkley þekkti þessa stöðu ekki nægilega vel þar sem að hann hafði aðeins farið í úrslitaeinvígið einu sinni á ferlinum. Barkley fór í úrslitin með Phoenix Suns árið 1993 en varð þá að sætta sig við tap á móti Michael Jordan og félögum í Chicago Bulls. O'Neal vann NBA-titilinn fjórum sinnum, þrisvar með Los Angeles Lakers og einu sinni með Miami Heat. Það stoppaði samt ekkert Charles Barkley þegar hann skaut til baka. Barkley hélt því fram að að Shaq hafi aðeins orðið meistari vegna þess að hann var liðsfélagi Kobe Bryant og Dwyane Wade. Barkley fór reyndar einu skrefi lengra og bætti við nafni Alonzo Mourning. Það er hægt að sjá spjallið þeirra hér fyrir neðan.The Chuck vs. @SHAQ saga continues on #InsidetheNBA... pic.twitter.com/dPMXWc0XLL — NBA on TNT (@NBAonTNT) May 24, 2017 Þegar Lakers vann titilinn 2000 þá var Shaquille O'Neal með 30,7 stig og 15,4 fráköst að meðaltali í úrslitakeppninni, hann var með 30,4 stig og 15,4 fráköst í leik í sigrinum í úrslitakeppninni árið eftir og svo með 28,5 stig og 12,6 fráköst í leik í úrslitakeppninni 2002 þar sem Lakers vann þriðja árið í röð. Kobe Bryant var með 21,1 stig, 29,4 stig og 26,6 stig að meðaltali í þessum þremur úrslitakeppnum frá 2000 til 2002. Þegar Shaq varð meistari með Miami Heat fjórum árum síðar þá var hann með 18,4 stig og 9,8 fráköst að meðaltali í leik. Dwyane Wade var þá með 28,4 stig, 5,9 fráköst og 5,7 stoðsendingar að meðaltali í leik.
NBA Mest lesið Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Handbolti „Þetta var bara skita“ Handbolti Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ Handbolti Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Körfubolti Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Handbolti Fleiri fréttir „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Sjá meira