Fast skotið á Corbyn fyrir árásarummæli Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 27. maí 2017 07:00 Jeremy Corbyn saxar nú á forskot Theresu May. Nordicphotos/AFP Kosningabaráttan í Bretlandi er aftur komin á skrið eftir hryðjuverkin í Manchester á mánudag. Eins og við er að búast er þjóðaröryggi eitt mikilvægasta málið í hugum jafnt frambjóðenda sem kjósenda. Kjósa á þann 8. júní. Jeremy Corbyn, formaður Verkamannaflokksins, sagði í gær að undir sinni forystu myndi ríkisstjórnin draga úr hættunni á hryðjuverkum frekar en að auka hana. Ýjaði hann að því að ríkisstjórn Íhaldsflokksins undir forystu Theresu May hefði gerst sek um einmitt það. „Fjölmargir sérfræðingar hafa bent á tengsl á milli stríða sem við höfum tekið þátt í erlendis og hryðjuverka hér heima,“ sagði Corbyn. Þá hét Corbyn því að auka fjárveitingar til lögreglu eftir niðurskurð síðustu missera. Hins vegar ítrekaði Corbyn að ábyrgðin á hryðjuverkum lægi alltaf hjá hryðjuverkamönnunum sjálfum. „Mat sérfræðinga dregur á engan hátt úr sök þeirra sem ráðast á börn okkar,“ sagði Corbyn. Íhaldsflokksmenn tóku gagnrýninni ekki þegjandi. Sagði utanríkisráðherrann Boris Johnson, á blaðamannafundi með bandarískum kollega sínum, Rex Tillerson, að það væri „skrímslaháttur“ af Corbyn að reyna að réttlæta gjörðir hryðjuverkamanna. „Mér finnst það algjörlega ótrúlegt og óafsakanlegt að nýta þessa viku af öllum til þess að reyna að réttlæta aðgerðir hryðjuverkamanna,“ sagði Johnson. Tim Farron, leiðtogi Frjálslyndra demókrata, tók í sama streng. Sagði hann Corbyn notfæra sér hina „ógeðfelldu árás“ til að koma pólitískum boðskap sínum á framfæri. „Þetta sýnir ekki leiðtogahæfni. Þetta snýst um að forgangsraða stjórnmálum framar fólki á hörmungartímum,“ sagði Farron. Þrátt fyrir talsverða gagnrýni á orð Corbyns má þó mæla meðbyr með Verkamannaflokknum nú þegar nær dregur kosningum. Í nýrri könnun YouGov mælist Verkamannaflokkurinn með 38 prósenta stuðning. Mælist hann einungis fimm prósentustigum minni en Íhaldsflokkurinn sem nýtur stuðnings 43 prósenta kjósenda. Könnunin, sem er nýjasta stóra könnunin, sýnir nokkuð mikla breytingu á stöðunni en meðaltal skoðanakannana sem The Financial Times tekur saman sýnir Íhaldsflokkinn með 45 prósenta stuðning en Verkamannaflokkinn í 34 prósentum. Munar því ellefu prósentustigum. Þó er ljóst að Verkamannaflokkurinn hefur saxað á forskot Íhaldsflokksins frá því Theresa May boðaði óvænt til kosninga þann 18. apríl, þremur árum á undan áætlun. Mældist forskotið þá um 20 prósentustig. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar í Bretlandi Mest lesið Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Fleiri fréttir Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Sjá meira
Kosningabaráttan í Bretlandi er aftur komin á skrið eftir hryðjuverkin í Manchester á mánudag. Eins og við er að búast er þjóðaröryggi eitt mikilvægasta málið í hugum jafnt frambjóðenda sem kjósenda. Kjósa á þann 8. júní. Jeremy Corbyn, formaður Verkamannaflokksins, sagði í gær að undir sinni forystu myndi ríkisstjórnin draga úr hættunni á hryðjuverkum frekar en að auka hana. Ýjaði hann að því að ríkisstjórn Íhaldsflokksins undir forystu Theresu May hefði gerst sek um einmitt það. „Fjölmargir sérfræðingar hafa bent á tengsl á milli stríða sem við höfum tekið þátt í erlendis og hryðjuverka hér heima,“ sagði Corbyn. Þá hét Corbyn því að auka fjárveitingar til lögreglu eftir niðurskurð síðustu missera. Hins vegar ítrekaði Corbyn að ábyrgðin á hryðjuverkum lægi alltaf hjá hryðjuverkamönnunum sjálfum. „Mat sérfræðinga dregur á engan hátt úr sök þeirra sem ráðast á börn okkar,“ sagði Corbyn. Íhaldsflokksmenn tóku gagnrýninni ekki þegjandi. Sagði utanríkisráðherrann Boris Johnson, á blaðamannafundi með bandarískum kollega sínum, Rex Tillerson, að það væri „skrímslaháttur“ af Corbyn að reyna að réttlæta gjörðir hryðjuverkamanna. „Mér finnst það algjörlega ótrúlegt og óafsakanlegt að nýta þessa viku af öllum til þess að reyna að réttlæta aðgerðir hryðjuverkamanna,“ sagði Johnson. Tim Farron, leiðtogi Frjálslyndra demókrata, tók í sama streng. Sagði hann Corbyn notfæra sér hina „ógeðfelldu árás“ til að koma pólitískum boðskap sínum á framfæri. „Þetta sýnir ekki leiðtogahæfni. Þetta snýst um að forgangsraða stjórnmálum framar fólki á hörmungartímum,“ sagði Farron. Þrátt fyrir talsverða gagnrýni á orð Corbyns má þó mæla meðbyr með Verkamannaflokknum nú þegar nær dregur kosningum. Í nýrri könnun YouGov mælist Verkamannaflokkurinn með 38 prósenta stuðning. Mælist hann einungis fimm prósentustigum minni en Íhaldsflokkurinn sem nýtur stuðnings 43 prósenta kjósenda. Könnunin, sem er nýjasta stóra könnunin, sýnir nokkuð mikla breytingu á stöðunni en meðaltal skoðanakannana sem The Financial Times tekur saman sýnir Íhaldsflokkinn með 45 prósenta stuðning en Verkamannaflokkinn í 34 prósentum. Munar því ellefu prósentustigum. Þó er ljóst að Verkamannaflokkurinn hefur saxað á forskot Íhaldsflokksins frá því Theresa May boðaði óvænt til kosninga þann 18. apríl, þremur árum á undan áætlun. Mældist forskotið þá um 20 prósentustig.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar í Bretlandi Mest lesið Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Fleiri fréttir Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Sjá meira