Dúx Verzlunarskólans: „Ég var alls ekki alltaf að læra“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. maí 2017 16:15 Katarina Kekic útskrifaðist af viðskiptafræðibraut Verzlunarskóla Íslands í gær með 9,23 í meðaleinkunn. Vísir/Aðsent „Ég er auðvitað bara alsæl með þetta,“ segir Katarina Kekic, dúx Verzlunarskóla Íslands. Hún útskrifaðist í gær af viðskiptafræðibraut skólans með 9,23 í meðaleinkunn. Í samtali við Vísi segir Katarina árangurinn hafa komið sér nokkuð á óvart. „Ég var ekki látin vita fyrirfram og bjóst ekki við þessu þannig að þetta var svona extra gaman.“ Katarina kveðst ekki hafa verið í neinum tómstundum meðfram náminu en ítrekar að námið hafi alls ekki átt hug hennar allan, alltaf. „Ég var alls ekki alltaf að læra,“ segir Katarina. Hún segist þó hafa lagt hart að sér í vetur og lært vel fyrir prófin. Lykilinn að velgengninni segir hún fyrst og fremst vera gott skipulag. Fann ekki fyrir pressu af félagslífsvængnumInnan Verzlunarskólans er mikið lagt upp úr hvers konar félags- og nefndarstörfum. Þegar Katarina var innt eftir því hvort hún hefði fundið fyrir pressu um að vera sýnileg í félagslífinu sagðist hún svo alls ekki vera. „Alls ekki, það er náttúrulega bekkjarkerfi í Verzló og fyrir hvert ball kemur bekkurinn saman og gerir eitthvað, maður er alltaf inni í öllu þó að maður sé ekki í sérstakri nefnd.“ Setur stefnuna á viðskipta- eða verkfræðiKatarina hyggst taka sér árspásu frá námi og vinna að loknu sumarfríi en hún er enn ekki viss um hvað hún ætlar að leggja fyrir sig í framtíðinni. „Ég er ekki alveg viss um hvað mig langar að læra, ég hef áhuga á svo mörgu, en ég gæti hugsað mér að læra viðskiptafræði eða jafnvel verkfræði.“ Foreldrar Katarinu eru frá Serbíu en hún talar serbnesku heima fyrir, bæði við foreldra sína og litlu systur. Aðspurð hvort litla systir stefni á að feta í fótspor stóru systur segist Katarina ekki viss um það. „Hún er ekki alveg jafndugleg í bókunum og ég, en ég veit ekki. Kannski,“ segir dúxinn kíminn. Dúxar Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Sjá meira
„Ég er auðvitað bara alsæl með þetta,“ segir Katarina Kekic, dúx Verzlunarskóla Íslands. Hún útskrifaðist í gær af viðskiptafræðibraut skólans með 9,23 í meðaleinkunn. Í samtali við Vísi segir Katarina árangurinn hafa komið sér nokkuð á óvart. „Ég var ekki látin vita fyrirfram og bjóst ekki við þessu þannig að þetta var svona extra gaman.“ Katarina kveðst ekki hafa verið í neinum tómstundum meðfram náminu en ítrekar að námið hafi alls ekki átt hug hennar allan, alltaf. „Ég var alls ekki alltaf að læra,“ segir Katarina. Hún segist þó hafa lagt hart að sér í vetur og lært vel fyrir prófin. Lykilinn að velgengninni segir hún fyrst og fremst vera gott skipulag. Fann ekki fyrir pressu af félagslífsvængnumInnan Verzlunarskólans er mikið lagt upp úr hvers konar félags- og nefndarstörfum. Þegar Katarina var innt eftir því hvort hún hefði fundið fyrir pressu um að vera sýnileg í félagslífinu sagðist hún svo alls ekki vera. „Alls ekki, það er náttúrulega bekkjarkerfi í Verzló og fyrir hvert ball kemur bekkurinn saman og gerir eitthvað, maður er alltaf inni í öllu þó að maður sé ekki í sérstakri nefnd.“ Setur stefnuna á viðskipta- eða verkfræðiKatarina hyggst taka sér árspásu frá námi og vinna að loknu sumarfríi en hún er enn ekki viss um hvað hún ætlar að leggja fyrir sig í framtíðinni. „Ég er ekki alveg viss um hvað mig langar að læra, ég hef áhuga á svo mörgu, en ég gæti hugsað mér að læra viðskiptafræði eða jafnvel verkfræði.“ Foreldrar Katarinu eru frá Serbíu en hún talar serbnesku heima fyrir, bæði við foreldra sína og litlu systur. Aðspurð hvort litla systir stefni á að feta í fótspor stóru systur segist Katarina ekki viss um það. „Hún er ekki alveg jafndugleg í bókunum og ég, en ég veit ekki. Kannski,“ segir dúxinn kíminn.
Dúxar Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Sjá meira