Með grátstafinn í kverkunum í ræðustól á eldhúsdegi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. maí 2017 22:19 Nichole Leigh Mosty, þingmaður Bjartrar framtíðar, í pontu í kvöld. Nichole Leigh Mosty, þingmaður Bjartrar framtíðar, var með grátstafinn í kverkunum við upphaf þingræðu sinnar á eldhúsdegi á Alþingi í kvöld. Nichole var á einlægu nótunum og kvaðst þakklát fyrir að flytja ræðu í eldhúsdagsumræðum en henni taldist að hún væri annar innflytjandinn af fyrstu kynslóð til að gera slíkt þar sem Pawel Bartoszek, þingmaður Viðreisnar, hafði tekið til máls fyrr í umræðunum. „Eflaust finnst ekki öllum það merkilegt en mig langar að segja ykkur af hverju mér finnst það merkilegt,“ sagði Nichole og hélt síðan áfram þar sem hún klökknaði í ræðustól þingsins. „Það hefur ekki alltaf verið auðvelt fyrir mig að vera innflytjandi á Alþingi og líklega hefur það ekki farið framhjá neinum. Ég er ekki með allt á hreinu og stundum mismæli ég mig. Ég er fulltrúi fyrir flokk sem situr í ríkisstjórn á tímum þegar það er einfaldlega ekki vinsæll kostur að vera við völd. Ég hef hugsað með sjálfri mér hvort það væri ekki bara einfaldara að vera í stjórnarandstöðu því ég er eins og ég er; ég er öðruvísi,“ sagði Nichole en einhverjir muna eflaust eftir því þegar hún lokaði Facebook-reikningum sínum í mars síðastliðnum vegna svívirðinga sem gengu yfir hana á samfélagsmiðlinum. „Ég vil ekki að fólk banki uppá hjá mér og tali svona við mig. Fyrir framan börnin mín. Með ósanngjörnum og óréttlátum hætti. Og ég vil það ekki heldur á Facebook. Þá vil ég frekar loka fyrir þetta. Ég vil hlífa fjölskyldu minni og mínum nánustu við þessu,“ sagði Nichole þá í samtali við Vísi en hún hefur aftur opnað Facebook-reikninginn. Ræðu Nichole má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Alþingi Tengdar fréttir Vill Costco-þrýstinginn á Alþingi Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, ræddi samstöðu neytenda í kringum Costco og verðsamanburð á samkeppnisaðilum, í ræðu sinni á Eldhúsdagsumræðum í Alþingi í kvöld. Hún kallaði eftir því að þrýstingnum, sem neytendur setja á verslanir, yrði beitt á þingmenn. 29. maí 2017 20:25 Óttar sagði stöðu heilbrigðismála góða „í stóra samhenginu“ Óttar Proppé, heilbrigðisráðherra og þingmaður Bjartrar framtíðar, ræddi ríkisstjórnarsamstarfið og stöðu heilbrigðismála í ræðu sinni á Eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld. 29. maí 2017 21:52 Sigurður Ingi gagnrýndi „stefnuleysi“ ríkisstjórnarinnar Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, kallaði eftir svörum við spurningum sínum um stefnu ríkisstjórnarinnar í Eldhúsdagsumræðum í kvöld. Hann sagði ríkisstjórnina stefnulausa og ríkisstjórnarflokkana Viðreisn og Bjarta framtíð enn fremur máttlausa í samstarfi sínu við Sjálfstæðisflokkinn. 29. maí 2017 21:16 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
Nichole Leigh Mosty, þingmaður Bjartrar framtíðar, var með grátstafinn í kverkunum við upphaf þingræðu sinnar á eldhúsdegi á Alþingi í kvöld. Nichole var á einlægu nótunum og kvaðst þakklát fyrir að flytja ræðu í eldhúsdagsumræðum en henni taldist að hún væri annar innflytjandinn af fyrstu kynslóð til að gera slíkt þar sem Pawel Bartoszek, þingmaður Viðreisnar, hafði tekið til máls fyrr í umræðunum. „Eflaust finnst ekki öllum það merkilegt en mig langar að segja ykkur af hverju mér finnst það merkilegt,“ sagði Nichole og hélt síðan áfram þar sem hún klökknaði í ræðustól þingsins. „Það hefur ekki alltaf verið auðvelt fyrir mig að vera innflytjandi á Alþingi og líklega hefur það ekki farið framhjá neinum. Ég er ekki með allt á hreinu og stundum mismæli ég mig. Ég er fulltrúi fyrir flokk sem situr í ríkisstjórn á tímum þegar það er einfaldlega ekki vinsæll kostur að vera við völd. Ég hef hugsað með sjálfri mér hvort það væri ekki bara einfaldara að vera í stjórnarandstöðu því ég er eins og ég er; ég er öðruvísi,“ sagði Nichole en einhverjir muna eflaust eftir því þegar hún lokaði Facebook-reikningum sínum í mars síðastliðnum vegna svívirðinga sem gengu yfir hana á samfélagsmiðlinum. „Ég vil ekki að fólk banki uppá hjá mér og tali svona við mig. Fyrir framan börnin mín. Með ósanngjörnum og óréttlátum hætti. Og ég vil það ekki heldur á Facebook. Þá vil ég frekar loka fyrir þetta. Ég vil hlífa fjölskyldu minni og mínum nánustu við þessu,“ sagði Nichole þá í samtali við Vísi en hún hefur aftur opnað Facebook-reikninginn. Ræðu Nichole má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
Alþingi Tengdar fréttir Vill Costco-þrýstinginn á Alþingi Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, ræddi samstöðu neytenda í kringum Costco og verðsamanburð á samkeppnisaðilum, í ræðu sinni á Eldhúsdagsumræðum í Alþingi í kvöld. Hún kallaði eftir því að þrýstingnum, sem neytendur setja á verslanir, yrði beitt á þingmenn. 29. maí 2017 20:25 Óttar sagði stöðu heilbrigðismála góða „í stóra samhenginu“ Óttar Proppé, heilbrigðisráðherra og þingmaður Bjartrar framtíðar, ræddi ríkisstjórnarsamstarfið og stöðu heilbrigðismála í ræðu sinni á Eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld. 29. maí 2017 21:52 Sigurður Ingi gagnrýndi „stefnuleysi“ ríkisstjórnarinnar Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, kallaði eftir svörum við spurningum sínum um stefnu ríkisstjórnarinnar í Eldhúsdagsumræðum í kvöld. Hann sagði ríkisstjórnina stefnulausa og ríkisstjórnarflokkana Viðreisn og Bjarta framtíð enn fremur máttlausa í samstarfi sínu við Sjálfstæðisflokkinn. 29. maí 2017 21:16 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
Vill Costco-þrýstinginn á Alþingi Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, ræddi samstöðu neytenda í kringum Costco og verðsamanburð á samkeppnisaðilum, í ræðu sinni á Eldhúsdagsumræðum í Alþingi í kvöld. Hún kallaði eftir því að þrýstingnum, sem neytendur setja á verslanir, yrði beitt á þingmenn. 29. maí 2017 20:25
Óttar sagði stöðu heilbrigðismála góða „í stóra samhenginu“ Óttar Proppé, heilbrigðisráðherra og þingmaður Bjartrar framtíðar, ræddi ríkisstjórnarsamstarfið og stöðu heilbrigðismála í ræðu sinni á Eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld. 29. maí 2017 21:52
Sigurður Ingi gagnrýndi „stefnuleysi“ ríkisstjórnarinnar Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, kallaði eftir svörum við spurningum sínum um stefnu ríkisstjórnarinnar í Eldhúsdagsumræðum í kvöld. Hann sagði ríkisstjórnina stefnulausa og ríkisstjórnarflokkana Viðreisn og Bjarta framtíð enn fremur máttlausa í samstarfi sínu við Sjálfstæðisflokkinn. 29. maí 2017 21:16