Að duga eða drepast fyrir Jeremy Corbyn Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 10. maí 2017 07:00 Jeremy Corbyn naut góða veðursins í kosningabaráttu í Salford. Afar ólíklegt þykir þó að honum takist að leiða flokk sinn til sigurs í kosningunum. Nordicphotos/AFP Jeremy Corbyn, formaður breska Verkamannaflokksins, lýsti því yfir á fundi í Manchester í gær að kosningabarátta flokksins væri formlega hafin. Ljóst er að barátta Verkamannaflokksins þarf að vera afar sterk ef ekki á illa að fara fyrir flokknum. Kosið verður þann 8. júní næstkomandi, þremur árum á undan áætlun. Flokkurinn mælist nú í 28 prósentum, samkvæmt meðaltali skoðanakannana sem Financial Times tekur saman. Höfuðandstæðingurinn, Íhaldsflokkurinn, mælist hins vegar í 47 prósentum og hefur bilið því sjaldan verið meira. Frjálslyndir demókratar mælast svo í tíu prósentum og Breski sjálfstæðisflokkurinn (UKIP) í sex prósentum. Í Skotlandi mælist Skoski þjóðarflokkurinn sterkastur.Theresa May svaraði meðal annars spurningum starfsmanna verksmiðju í Leeds.Nordicphotos/AFPLjóst er að þessar niðurstöður yrðu gríðarlegt áfall fyrir Corbyn og Verkamannaflokkinn. Í kosningum ársins 2015 fékk flokkurinn 30,4 prósent atkvæða en Íhaldsflokkurinn 36,9 prósent. Stór þáttur í þessum mikla mun á milli flokkanna eru vinsældir formanna þeirra, Corbyns og Theresu May. Í nýrri könnun Survation, sem birtist þann sjöunda maí, kemur fram að sextíu prósent kjósenda vilji að May verði áfram forsætisráðherra. Einungis 21 prósent sagðist vilja Corbyn. Þótt Corbyn hafi einungis verið leiðtogi flokks síns í tvö ár hefur myndast djúp gjá á milli hans og margra þingmanna flokksins. Var meðal annars skorað á hann í formannskosningum í fyrra. Hafði Corbyn þá betur gegn Owen Smith og fékk rúm sextíu prósent atkvæða.Theresa May er afar vinsæl og endurspeglar nýtt slagorð Íhaldsflokksins þær vinsældir.Nordicphotos/AFPCorbyn sagði við Buzzfeed í gær að hann myndi ekki víkja ef flokkurinn tapaði í kosningunum. Þegar blaðamaður BBC spurði hann út í ummælin svaraði Corbyn: „Við ætlum að vinna þannig að það þarf ekki að spyrja að því.“ Blaðamaðurinn sagði spurninguna samt hafa komið upp. Svaraði Corbyn þá: „Það þarf ekki að spyrja að þessu.“ Þá neitaði Corbyn jafnframt að staðfesta hvort Bretar færu úr Evrópusambandinu, líkt og samþykkt var í þjóðaratkvæðagreiðslu í fyrra, yrði hann forsætisráðherra. Leanne Wood, leiðtogi velska flokksins Plaid Cymru, skaut föstum skotum á Carwyn Jones, leiðtoga Verkamannaflokksins í Wales. Sagði hún að Verkamannaflokkurinn reyndi að fela Corbyn í kosningabaráttunni í Wales. „Raunveruleikinn er sá að þið hafið strokað leiðtoga ykkar út úr kosningabaráttunni,“ sagði Wood. Til samanburðar þykir May svo vinsæl að sjá mátti slagorðið „Theresa May’s Team“, eða lið Theresu May, í stóru letri á baráttufundi hennar í gær. Virtist slagorðið nýja svo mikilvægt að nafn flokksins fékk nærri ekkert pláss á sviðinu. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar í Bretlandi Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Fleiri fréttir Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Sjá meira
Jeremy Corbyn, formaður breska Verkamannaflokksins, lýsti því yfir á fundi í Manchester í gær að kosningabarátta flokksins væri formlega hafin. Ljóst er að barátta Verkamannaflokksins þarf að vera afar sterk ef ekki á illa að fara fyrir flokknum. Kosið verður þann 8. júní næstkomandi, þremur árum á undan áætlun. Flokkurinn mælist nú í 28 prósentum, samkvæmt meðaltali skoðanakannana sem Financial Times tekur saman. Höfuðandstæðingurinn, Íhaldsflokkurinn, mælist hins vegar í 47 prósentum og hefur bilið því sjaldan verið meira. Frjálslyndir demókratar mælast svo í tíu prósentum og Breski sjálfstæðisflokkurinn (UKIP) í sex prósentum. Í Skotlandi mælist Skoski þjóðarflokkurinn sterkastur.Theresa May svaraði meðal annars spurningum starfsmanna verksmiðju í Leeds.Nordicphotos/AFPLjóst er að þessar niðurstöður yrðu gríðarlegt áfall fyrir Corbyn og Verkamannaflokkinn. Í kosningum ársins 2015 fékk flokkurinn 30,4 prósent atkvæða en Íhaldsflokkurinn 36,9 prósent. Stór þáttur í þessum mikla mun á milli flokkanna eru vinsældir formanna þeirra, Corbyns og Theresu May. Í nýrri könnun Survation, sem birtist þann sjöunda maí, kemur fram að sextíu prósent kjósenda vilji að May verði áfram forsætisráðherra. Einungis 21 prósent sagðist vilja Corbyn. Þótt Corbyn hafi einungis verið leiðtogi flokks síns í tvö ár hefur myndast djúp gjá á milli hans og margra þingmanna flokksins. Var meðal annars skorað á hann í formannskosningum í fyrra. Hafði Corbyn þá betur gegn Owen Smith og fékk rúm sextíu prósent atkvæða.Theresa May er afar vinsæl og endurspeglar nýtt slagorð Íhaldsflokksins þær vinsældir.Nordicphotos/AFPCorbyn sagði við Buzzfeed í gær að hann myndi ekki víkja ef flokkurinn tapaði í kosningunum. Þegar blaðamaður BBC spurði hann út í ummælin svaraði Corbyn: „Við ætlum að vinna þannig að það þarf ekki að spyrja að því.“ Blaðamaðurinn sagði spurninguna samt hafa komið upp. Svaraði Corbyn þá: „Það þarf ekki að spyrja að þessu.“ Þá neitaði Corbyn jafnframt að staðfesta hvort Bretar færu úr Evrópusambandinu, líkt og samþykkt var í þjóðaratkvæðagreiðslu í fyrra, yrði hann forsætisráðherra. Leanne Wood, leiðtogi velska flokksins Plaid Cymru, skaut föstum skotum á Carwyn Jones, leiðtoga Verkamannaflokksins í Wales. Sagði hún að Verkamannaflokkurinn reyndi að fela Corbyn í kosningabaráttunni í Wales. „Raunveruleikinn er sá að þið hafið strokað leiðtoga ykkar út úr kosningabaráttunni,“ sagði Wood. Til samanburðar þykir May svo vinsæl að sjá mátti slagorðið „Theresa May’s Team“, eða lið Theresu May, í stóru letri á baráttufundi hennar í gær. Virtist slagorðið nýja svo mikilvægt að nafn flokksins fékk nærri ekkert pláss á sviðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar í Bretlandi Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Fleiri fréttir Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Sjá meira