Að duga eða drepast fyrir Jeremy Corbyn Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 10. maí 2017 07:00 Jeremy Corbyn naut góða veðursins í kosningabaráttu í Salford. Afar ólíklegt þykir þó að honum takist að leiða flokk sinn til sigurs í kosningunum. Nordicphotos/AFP Jeremy Corbyn, formaður breska Verkamannaflokksins, lýsti því yfir á fundi í Manchester í gær að kosningabarátta flokksins væri formlega hafin. Ljóst er að barátta Verkamannaflokksins þarf að vera afar sterk ef ekki á illa að fara fyrir flokknum. Kosið verður þann 8. júní næstkomandi, þremur árum á undan áætlun. Flokkurinn mælist nú í 28 prósentum, samkvæmt meðaltali skoðanakannana sem Financial Times tekur saman. Höfuðandstæðingurinn, Íhaldsflokkurinn, mælist hins vegar í 47 prósentum og hefur bilið því sjaldan verið meira. Frjálslyndir demókratar mælast svo í tíu prósentum og Breski sjálfstæðisflokkurinn (UKIP) í sex prósentum. Í Skotlandi mælist Skoski þjóðarflokkurinn sterkastur.Theresa May svaraði meðal annars spurningum starfsmanna verksmiðju í Leeds.Nordicphotos/AFPLjóst er að þessar niðurstöður yrðu gríðarlegt áfall fyrir Corbyn og Verkamannaflokkinn. Í kosningum ársins 2015 fékk flokkurinn 30,4 prósent atkvæða en Íhaldsflokkurinn 36,9 prósent. Stór þáttur í þessum mikla mun á milli flokkanna eru vinsældir formanna þeirra, Corbyns og Theresu May. Í nýrri könnun Survation, sem birtist þann sjöunda maí, kemur fram að sextíu prósent kjósenda vilji að May verði áfram forsætisráðherra. Einungis 21 prósent sagðist vilja Corbyn. Þótt Corbyn hafi einungis verið leiðtogi flokks síns í tvö ár hefur myndast djúp gjá á milli hans og margra þingmanna flokksins. Var meðal annars skorað á hann í formannskosningum í fyrra. Hafði Corbyn þá betur gegn Owen Smith og fékk rúm sextíu prósent atkvæða.Theresa May er afar vinsæl og endurspeglar nýtt slagorð Íhaldsflokksins þær vinsældir.Nordicphotos/AFPCorbyn sagði við Buzzfeed í gær að hann myndi ekki víkja ef flokkurinn tapaði í kosningunum. Þegar blaðamaður BBC spurði hann út í ummælin svaraði Corbyn: „Við ætlum að vinna þannig að það þarf ekki að spyrja að því.“ Blaðamaðurinn sagði spurninguna samt hafa komið upp. Svaraði Corbyn þá: „Það þarf ekki að spyrja að þessu.“ Þá neitaði Corbyn jafnframt að staðfesta hvort Bretar færu úr Evrópusambandinu, líkt og samþykkt var í þjóðaratkvæðagreiðslu í fyrra, yrði hann forsætisráðherra. Leanne Wood, leiðtogi velska flokksins Plaid Cymru, skaut föstum skotum á Carwyn Jones, leiðtoga Verkamannaflokksins í Wales. Sagði hún að Verkamannaflokkurinn reyndi að fela Corbyn í kosningabaráttunni í Wales. „Raunveruleikinn er sá að þið hafið strokað leiðtoga ykkar út úr kosningabaráttunni,“ sagði Wood. Til samanburðar þykir May svo vinsæl að sjá mátti slagorðið „Theresa May’s Team“, eða lið Theresu May, í stóru letri á baráttufundi hennar í gær. Virtist slagorðið nýja svo mikilvægt að nafn flokksins fékk nærri ekkert pláss á sviðinu. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar í Bretlandi Mest lesið Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Fleiri fréttir Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Sjá meira
Jeremy Corbyn, formaður breska Verkamannaflokksins, lýsti því yfir á fundi í Manchester í gær að kosningabarátta flokksins væri formlega hafin. Ljóst er að barátta Verkamannaflokksins þarf að vera afar sterk ef ekki á illa að fara fyrir flokknum. Kosið verður þann 8. júní næstkomandi, þremur árum á undan áætlun. Flokkurinn mælist nú í 28 prósentum, samkvæmt meðaltali skoðanakannana sem Financial Times tekur saman. Höfuðandstæðingurinn, Íhaldsflokkurinn, mælist hins vegar í 47 prósentum og hefur bilið því sjaldan verið meira. Frjálslyndir demókratar mælast svo í tíu prósentum og Breski sjálfstæðisflokkurinn (UKIP) í sex prósentum. Í Skotlandi mælist Skoski þjóðarflokkurinn sterkastur.Theresa May svaraði meðal annars spurningum starfsmanna verksmiðju í Leeds.Nordicphotos/AFPLjóst er að þessar niðurstöður yrðu gríðarlegt áfall fyrir Corbyn og Verkamannaflokkinn. Í kosningum ársins 2015 fékk flokkurinn 30,4 prósent atkvæða en Íhaldsflokkurinn 36,9 prósent. Stór þáttur í þessum mikla mun á milli flokkanna eru vinsældir formanna þeirra, Corbyns og Theresu May. Í nýrri könnun Survation, sem birtist þann sjöunda maí, kemur fram að sextíu prósent kjósenda vilji að May verði áfram forsætisráðherra. Einungis 21 prósent sagðist vilja Corbyn. Þótt Corbyn hafi einungis verið leiðtogi flokks síns í tvö ár hefur myndast djúp gjá á milli hans og margra þingmanna flokksins. Var meðal annars skorað á hann í formannskosningum í fyrra. Hafði Corbyn þá betur gegn Owen Smith og fékk rúm sextíu prósent atkvæða.Theresa May er afar vinsæl og endurspeglar nýtt slagorð Íhaldsflokksins þær vinsældir.Nordicphotos/AFPCorbyn sagði við Buzzfeed í gær að hann myndi ekki víkja ef flokkurinn tapaði í kosningunum. Þegar blaðamaður BBC spurði hann út í ummælin svaraði Corbyn: „Við ætlum að vinna þannig að það þarf ekki að spyrja að því.“ Blaðamaðurinn sagði spurninguna samt hafa komið upp. Svaraði Corbyn þá: „Það þarf ekki að spyrja að þessu.“ Þá neitaði Corbyn jafnframt að staðfesta hvort Bretar færu úr Evrópusambandinu, líkt og samþykkt var í þjóðaratkvæðagreiðslu í fyrra, yrði hann forsætisráðherra. Leanne Wood, leiðtogi velska flokksins Plaid Cymru, skaut föstum skotum á Carwyn Jones, leiðtoga Verkamannaflokksins í Wales. Sagði hún að Verkamannaflokkurinn reyndi að fela Corbyn í kosningabaráttunni í Wales. „Raunveruleikinn er sá að þið hafið strokað leiðtoga ykkar út úr kosningabaráttunni,“ sagði Wood. Til samanburðar þykir May svo vinsæl að sjá mátti slagorðið „Theresa May’s Team“, eða lið Theresu May, í stóru letri á baráttufundi hennar í gær. Virtist slagorðið nýja svo mikilvægt að nafn flokksins fékk nærri ekkert pláss á sviðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar í Bretlandi Mest lesið Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Fleiri fréttir Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Sjá meira