Kvartett sem sjaldan hefur komið fram opinberlega Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 11. maí 2017 09:45 Kvartett Einars Scheving hefur á að skipa einvalaliði. „Kvartett Einars Scheving hefur leik í Hannesarholti við Grundarstíg í kvöld klukkan átta. „Við erum að æfa,“ sagði Einar síðdegis í gær þegar hann tók upp símann. Þessir „við“ eru auk hans píanóleikarinn Eyþór Gunnarsson, saxófónleikarinn Óskar Guðjónsson og bassaleikarinn Skúli Sverrisson. Sjálfur leikur Einar á trommur og slagverk. Svo er efnið líka að langmestu leyti eftir hann, sumt glænýtt, annað af plötunum Cycles, Land míns föður og Intervals sem hafa komið út með kvartettinum. Þær hafa allar fengið frábæra dóma, bæði hér á landi og erlendis og Einar fékk meira að segja Íslensku tónlistarverðlaunin fyrir tvær þeirra.„Nú ætlum við að gefa í,“ segir Einar. Fréttablaðið/StefánEinar kveðst fyrst hafa hóað kvartettinum saman árið 2006. Þó hefur sveitin ótrúlega sjaldan komið fram svo þessir tónleikar í Hannesarholti eru talsverður viðburður. „Það var í raun ekki fyrr en á útgáfutónleikum þegar Intervals, nýjasta platan okkar, kom út 2015 sem við spiluðum opinberlega, einhverjum níu árum eftir að samstarfið hófst. Við gerðum nokkrar heiðarlegar tilraunir en það var svo mikið að gera hjá öllum, bæði hér á landi á erlendis. Svo ætlum við að bæta í núna,“ segir hann og viðurkennir að kvartettinn stefni á landvinninga erlendis. Menning Mest lesið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
„Kvartett Einars Scheving hefur leik í Hannesarholti við Grundarstíg í kvöld klukkan átta. „Við erum að æfa,“ sagði Einar síðdegis í gær þegar hann tók upp símann. Þessir „við“ eru auk hans píanóleikarinn Eyþór Gunnarsson, saxófónleikarinn Óskar Guðjónsson og bassaleikarinn Skúli Sverrisson. Sjálfur leikur Einar á trommur og slagverk. Svo er efnið líka að langmestu leyti eftir hann, sumt glænýtt, annað af plötunum Cycles, Land míns föður og Intervals sem hafa komið út með kvartettinum. Þær hafa allar fengið frábæra dóma, bæði hér á landi og erlendis og Einar fékk meira að segja Íslensku tónlistarverðlaunin fyrir tvær þeirra.„Nú ætlum við að gefa í,“ segir Einar. Fréttablaðið/StefánEinar kveðst fyrst hafa hóað kvartettinum saman árið 2006. Þó hefur sveitin ótrúlega sjaldan komið fram svo þessir tónleikar í Hannesarholti eru talsverður viðburður. „Það var í raun ekki fyrr en á útgáfutónleikum þegar Intervals, nýjasta platan okkar, kom út 2015 sem við spiluðum opinberlega, einhverjum níu árum eftir að samstarfið hófst. Við gerðum nokkrar heiðarlegar tilraunir en það var svo mikið að gera hjá öllum, bæði hér á landi á erlendis. Svo ætlum við að bæta í núna,“ segir hann og viðurkennir að kvartettinn stefni á landvinninga erlendis.
Menning Mest lesið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira