Ákvörðun HB Granda kallar á gjaldtöku Svavar Hávarðsson skrifar 12. maí 2017 07:00 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegsráðherra „Þetta eru vondar fréttir en ég bind vonir við að forsvarsmenn HB Granda og Akranesbæjar eru að tala saman. Ég vona að eitthvað jákvætt komi út úr því enda eru 86 einstaklingar, mest konur, að missa vinnuna sem hafa byggt upp mikinn mannauð,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegsráðherra, um þær fréttir að HB Grandi mun leggja niður botnfiskvinnslu sína á Akranesi og flytja starfsemina til Reykjavíkur. Þá niðurstöðu tilkynnti Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda, starfsfólki í gær en ástæðan er fyrirsjáanlegt tap fyrirtækisins af vinnslunni. Hjá HB Granda og dótturfélögum á Akranesi starfa 270 manns, en allt að 150 störf, að afleiddum störfum meðtöldum, munu tapast í byggðarlaginu. „Ég vona að Akranesbær spýti í lófana, þeir hafa gert góða hluti á síðustu árum og fái Faxaflóahafnir til að fjárfesta í höfninni, og ekkert sleppa þeim við það, og þá koma fyrirtækin og nýta þennan mikla mannauð.“ Þorgerður segir að eðlileg hagræðing innan sjávarútvegsins sé mjög mikilvæg og hafi skipt máli fyrir fjárfestingu í greininni, „en hagræðing verður að fara saman við kröfuna um byggðafestu og atvinnuöryggi. Það er ekki gert með því að flytja störfin til Reykjavíkur – það er ekki samhengi þarna á milli,“ segir Þorgerður og bætir við að málið sé angi af öðru stærra – og hennar stærsta viðfangsefni sem sjávarútvegsráðherra. „Það er sátt um gjaldtöku af auðlindinni. Þetta mál ýtir á að gjaldtakan verði tekin föstum tökum núna. Á meðan samfélagið telur að útgerðin hafi ekki borgað sanngjarna greiðslu fyrir sjávarauðlindina þá er þolinmæðin minni gagnvart svona stórtækum aðgerðum,“ segir Þorgerður. Birtist í Fréttablaðinu Brim Mest lesið Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Fleiri fréttir Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sjá meira
„Þetta eru vondar fréttir en ég bind vonir við að forsvarsmenn HB Granda og Akranesbæjar eru að tala saman. Ég vona að eitthvað jákvætt komi út úr því enda eru 86 einstaklingar, mest konur, að missa vinnuna sem hafa byggt upp mikinn mannauð,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegsráðherra, um þær fréttir að HB Grandi mun leggja niður botnfiskvinnslu sína á Akranesi og flytja starfsemina til Reykjavíkur. Þá niðurstöðu tilkynnti Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda, starfsfólki í gær en ástæðan er fyrirsjáanlegt tap fyrirtækisins af vinnslunni. Hjá HB Granda og dótturfélögum á Akranesi starfa 270 manns, en allt að 150 störf, að afleiddum störfum meðtöldum, munu tapast í byggðarlaginu. „Ég vona að Akranesbær spýti í lófana, þeir hafa gert góða hluti á síðustu árum og fái Faxaflóahafnir til að fjárfesta í höfninni, og ekkert sleppa þeim við það, og þá koma fyrirtækin og nýta þennan mikla mannauð.“ Þorgerður segir að eðlileg hagræðing innan sjávarútvegsins sé mjög mikilvæg og hafi skipt máli fyrir fjárfestingu í greininni, „en hagræðing verður að fara saman við kröfuna um byggðafestu og atvinnuöryggi. Það er ekki gert með því að flytja störfin til Reykjavíkur – það er ekki samhengi þarna á milli,“ segir Þorgerður og bætir við að málið sé angi af öðru stærra – og hennar stærsta viðfangsefni sem sjávarútvegsráðherra. „Það er sátt um gjaldtöku af auðlindinni. Þetta mál ýtir á að gjaldtakan verði tekin föstum tökum núna. Á meðan samfélagið telur að útgerðin hafi ekki borgað sanngjarna greiðslu fyrir sjávarauðlindina þá er þolinmæðin minni gagnvart svona stórtækum aðgerðum,“ segir Þorgerður.
Birtist í Fréttablaðinu Brim Mest lesið Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Fleiri fréttir Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sjá meira
Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent
Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent