Spurs rassskellti Harden og félaga og sendi þá í sumarfrí Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. maí 2017 07:30 LaMarcus Aldridge treður hér boltanum í körfuna í nótt. Vísir/AP San Antonio Spurs tryggði sér í nótt sæti í úrslitaeinvígi Vesturdeildarinnar eftir 39 stiga sigur á Houston Rockets í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta. Spurs rassskellti Houston Rockets með 114-75 sigri á útivelli og vann einvígið því 4-2. Liðið mætir Golden State Warriors í úrslitum Vesturdeildarinnar og er fyrsti leikur á sunnudaginn. Það sem gerir þennan stórsigur enn merkilegri er að San Antonio Spurs liðið var bæði án Tony Parker og Kawhi Leonard. Parker verður ekkert meira með og Leonard meiddist á ökkla í leiknum á undan sem Spurs vann reyndar líka. Manu Ginobili varði skot James Harden í lok loksins sem var á undan þessum í nótt og það var eins og Argentínumaðurinn hafi um leið slökkt á stjörnuleikmanni Houston-liðsins sem var aldrei með í leiknum í nótt. Harden var hreinlega heillum horfinn í þessum leik þar sem hann skoraði bara 10 stig, klikkaði á 9 af 11 skotum og yfirgaf síðan völlinn með sex villur þegar 3:15 mínútur voru eftir. „Þetta fellur allt á mínar herðar. Ég tek alla ábyrgðina á þessu og á báðum endum vallarins. Þetta er svekkjandi ekki síst hvernig við töpuðum þessum leik á heimavelli. Þetta bara gerðist en við verðum að halda áfram,“ sagði James Harden eftir leikinn. Þetta er í þrettánda sinn sem Spurs-liðið kemst svona langt í úrslitakeppninni en besti maður liðsins í nótt, LaMarcus Aldridge, er hinsvegar kominn þangað í fyrsta sinn á ferlinum. LaMarcus Aldridge, sem komast aldrei svona langt á níu tímabilum með liði Portland Trailblazers, skoraði 34 stig og tók 12 fráköst í leiknum í nótt en þetta er hans annað tímabil með liði San Antonio Spurs. „Hann kom sér heldur betur í gírinn. Heimtaði boltann, komst í góða stöðu og var æðislegur í fráköstunum. Svo sendir hann boltann líka virkilega vel þannig að hann kom boltahreyfingunni af stað,“ sagði Gregg Popovich, þjálfari San Antonio Spurs, um Aldridge eftir leikinn. Aldridge varð þarna fyrsti leikmaður San Antonio með að minnsta kosti 34 stig og 12 fráköst í leik í úrslitakeppni síðan að Tim Duncan náði því á móti Phoenix árið 2008. „Ég fékk að snerta boltann aðeins meira í kvöld og fékk tækifæri til að finna réttu leiðirnar. Ég var að reyna meira og tók meira af erfiðari skotum. Ég komst í taktinn snemma og eftir það var ég í góðum gír,“ sagði LaMarcus Aldridge eftir leikinn. Jonathon Simmons átti einnig flottan leik með Spurs en hann skoraði 18 stig og hitti úr 8 af 12 skotum sínum. Þetta er það mesta sem hann hefur skorað í leik í úrslitakeppni. NBA Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Í beinni: Breiðablik - Virtus | Hálfur milljarður undir í umspilinu Fótbolti Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Körfubolti „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Fótbolti Fleiri fréttir Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket Sjá meira
San Antonio Spurs tryggði sér í nótt sæti í úrslitaeinvígi Vesturdeildarinnar eftir 39 stiga sigur á Houston Rockets í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta. Spurs rassskellti Houston Rockets með 114-75 sigri á útivelli og vann einvígið því 4-2. Liðið mætir Golden State Warriors í úrslitum Vesturdeildarinnar og er fyrsti leikur á sunnudaginn. Það sem gerir þennan stórsigur enn merkilegri er að San Antonio Spurs liðið var bæði án Tony Parker og Kawhi Leonard. Parker verður ekkert meira með og Leonard meiddist á ökkla í leiknum á undan sem Spurs vann reyndar líka. Manu Ginobili varði skot James Harden í lok loksins sem var á undan þessum í nótt og það var eins og Argentínumaðurinn hafi um leið slökkt á stjörnuleikmanni Houston-liðsins sem var aldrei með í leiknum í nótt. Harden var hreinlega heillum horfinn í þessum leik þar sem hann skoraði bara 10 stig, klikkaði á 9 af 11 skotum og yfirgaf síðan völlinn með sex villur þegar 3:15 mínútur voru eftir. „Þetta fellur allt á mínar herðar. Ég tek alla ábyrgðina á þessu og á báðum endum vallarins. Þetta er svekkjandi ekki síst hvernig við töpuðum þessum leik á heimavelli. Þetta bara gerðist en við verðum að halda áfram,“ sagði James Harden eftir leikinn. Þetta er í þrettánda sinn sem Spurs-liðið kemst svona langt í úrslitakeppninni en besti maður liðsins í nótt, LaMarcus Aldridge, er hinsvegar kominn þangað í fyrsta sinn á ferlinum. LaMarcus Aldridge, sem komast aldrei svona langt á níu tímabilum með liði Portland Trailblazers, skoraði 34 stig og tók 12 fráköst í leiknum í nótt en þetta er hans annað tímabil með liði San Antonio Spurs. „Hann kom sér heldur betur í gírinn. Heimtaði boltann, komst í góða stöðu og var æðislegur í fráköstunum. Svo sendir hann boltann líka virkilega vel þannig að hann kom boltahreyfingunni af stað,“ sagði Gregg Popovich, þjálfari San Antonio Spurs, um Aldridge eftir leikinn. Aldridge varð þarna fyrsti leikmaður San Antonio með að minnsta kosti 34 stig og 12 fráköst í leik í úrslitakeppni síðan að Tim Duncan náði því á móti Phoenix árið 2008. „Ég fékk að snerta boltann aðeins meira í kvöld og fékk tækifæri til að finna réttu leiðirnar. Ég var að reyna meira og tók meira af erfiðari skotum. Ég komst í taktinn snemma og eftir það var ég í góðum gír,“ sagði LaMarcus Aldridge eftir leikinn. Jonathon Simmons átti einnig flottan leik með Spurs en hann skoraði 18 stig og hitti úr 8 af 12 skotum sínum. Þetta er það mesta sem hann hefur skorað í leik í úrslitakeppni.
NBA Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Í beinni: Breiðablik - Virtus | Hálfur milljarður undir í umspilinu Fótbolti Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Körfubolti „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Fótbolti Fleiri fréttir Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket Sjá meira