Forstjóri Póst-og fjarskiptastofnunar: Gagnagíslatökur komnar til að vera Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. maí 2017 09:00 Hundruð þúsunda tölva um allan heim hafa sýkst af WannaCry-veirunni. vísir/getty Póst-og fjarskiptastofnun hefur enn sem komið er ekki staðfest veirusmit í neinni tölvu hérlendis að sögn Hrafnkels V. Gíslasonar, forstjóra stofnunarinnar. Gagnagíslatökur séu hins vegar komnar til að vera og fólk þurfi að hafa varann á. Eins og ítarlega hefur verið fjallað um fer tölvuvírusinn WannaCry nú eins og eldur í sinu um heiminn og hafa hundruð þúsunda tölva í meira en 150 löndum hafa sýkst af veirunni sem dreifir sér með tölvupósti. Tölvuþrjótarnir sem dreifa veirunni taka gögn í tölvunni í gíslingu og krefjast greiðslu fyrir að láta þau af hendi.„Enginn vandi að falsa tölvupóst“ Hrafnkell segist í samtali við Vísi vona að allir landsmenn hafi varann á og fylgi leiðbeiningum sem Póst-og fjarskiptastofnun hefur gefið út vegna veirunnar. „Laugardagurinn og sunnudagurinn fóru í það að átta sig á stöðunni og koma út þessum leiðbeiningum sem við vonum að allir landsmenn og kerfisstjórar hafi tekið alvarlega. Ef að menn hafa brugðist hart og vel við, sem ég hef nú upplýsingar um að víða hafi verið gert, þá minnkar það verulega hættuna á því að vírusinn dreifi sér,“ segir Hrafnkell. Hann minnir þó á að frumleið vírusins sé þessi klassíska leið í gegnum tölvupóst þar sem fólk smellir á viðhengi eða link og tölvan sýkist við það. Fólk þarf því að fara varlega þegar það opnar tölvupóstinn sinn og renna vel yfir frá hverjum þeir eru og hvað stendur í þeim. „Það er alveg gríðarlega mikilvægt. Jafnvel þó að hún Sigga vinkona þín sendi þér tölvupóst og hann hljómar svona „Hey, have you checked this out?“ þá segir þú „Ja, hún Sigga talar nú yfirleitt bara íslensku við mig.“ Þá eiga menn að hugsa á grundvelli skynseminnar þar sem þetta er líklega ekki frá henni Siggu því það er enginn vandi að falsa tölvupóst.“Veiran ágætis „wake-up call“ Stöðufundur verður hjá Póst-og fjarskiptastofnun núna klukkan níu og Hrafnkell segir að hlutirnir muni svo skýrast eftir því sem líður á daginn. Hann segir þó enga ástæðu til að ætla annað en að tölvur hér á landi muni sýkjast. „Það eina sem við vonum er að við séum með tiltölulega nýleg kerfi. Landinn er nú býsna tæknilegur og eru með nýleg kerfi. Til dæmis ef þú ert með Windows 10 þá áttu að vera öruggur“, segir Hrafnkell og bætir því við að þessi veira sé ágætis „wake-up call“ eins og hann orðar það. „Þetta er bara eitt af tugum eða hundruðum atvika sem við erum að horfa á. Það er búið að vera dreifing á svona „ransomware“-vírusum (innsk. blaðamanns: gagngíslataka) svo mánuðum skiptir og við erum búin að vera að vara við þeim á okkar heimasíðu oftar en einu sinni. Þetta er bara langskæðasta tilvikið sem hefur komið upp en þetta hefur verið í gangi, þetta er í gangi og þetta verður stanslaust í gangi næstu misserin. Þannig að þessi vinnubrögð að uppfæra og hafa allan varann á eru komin til að vera,“ segir Hrafnkell. Tölvuárásir Tengdar fréttir Svona á að bregðast við tölvuárás Póst og fjarskiptastofnun hefur gefið út tilkynningu vegna tölvuárásanna. 14. maí 2017 17:00 Forseti Microsoft harðorður í garð yfirvalda sem hamstra njósnahugbúnað og tölvuvírusa Staðfestir það sem fjölmargir sérfræðingar höfðu bent á eftir að WannyCry-veiran fór að valda usla á föstudaginn, það er að vírusinn byggir á kóða sem tilheyrði stafrænu vopnabúri Bandarísku þjóðaröryggistofnunar, NSA. 15. maí 2017 08:01 Alls óvíst að greiðsla tryggi að fólk fái gögnin sín til baka Sérfræðingar óttast frekari tölvuárásir í dag, en árásirnar hófust á föstudag og hafa náð til 200 þúsund tölva í að minnsta kosti 150 löndum. 15. maí 2017 07:00 Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira
Póst-og fjarskiptastofnun hefur enn sem komið er ekki staðfest veirusmit í neinni tölvu hérlendis að sögn Hrafnkels V. Gíslasonar, forstjóra stofnunarinnar. Gagnagíslatökur séu hins vegar komnar til að vera og fólk þurfi að hafa varann á. Eins og ítarlega hefur verið fjallað um fer tölvuvírusinn WannaCry nú eins og eldur í sinu um heiminn og hafa hundruð þúsunda tölva í meira en 150 löndum hafa sýkst af veirunni sem dreifir sér með tölvupósti. Tölvuþrjótarnir sem dreifa veirunni taka gögn í tölvunni í gíslingu og krefjast greiðslu fyrir að láta þau af hendi.„Enginn vandi að falsa tölvupóst“ Hrafnkell segist í samtali við Vísi vona að allir landsmenn hafi varann á og fylgi leiðbeiningum sem Póst-og fjarskiptastofnun hefur gefið út vegna veirunnar. „Laugardagurinn og sunnudagurinn fóru í það að átta sig á stöðunni og koma út þessum leiðbeiningum sem við vonum að allir landsmenn og kerfisstjórar hafi tekið alvarlega. Ef að menn hafa brugðist hart og vel við, sem ég hef nú upplýsingar um að víða hafi verið gert, þá minnkar það verulega hættuna á því að vírusinn dreifi sér,“ segir Hrafnkell. Hann minnir þó á að frumleið vírusins sé þessi klassíska leið í gegnum tölvupóst þar sem fólk smellir á viðhengi eða link og tölvan sýkist við það. Fólk þarf því að fara varlega þegar það opnar tölvupóstinn sinn og renna vel yfir frá hverjum þeir eru og hvað stendur í þeim. „Það er alveg gríðarlega mikilvægt. Jafnvel þó að hún Sigga vinkona þín sendi þér tölvupóst og hann hljómar svona „Hey, have you checked this out?“ þá segir þú „Ja, hún Sigga talar nú yfirleitt bara íslensku við mig.“ Þá eiga menn að hugsa á grundvelli skynseminnar þar sem þetta er líklega ekki frá henni Siggu því það er enginn vandi að falsa tölvupóst.“Veiran ágætis „wake-up call“ Stöðufundur verður hjá Póst-og fjarskiptastofnun núna klukkan níu og Hrafnkell segir að hlutirnir muni svo skýrast eftir því sem líður á daginn. Hann segir þó enga ástæðu til að ætla annað en að tölvur hér á landi muni sýkjast. „Það eina sem við vonum er að við séum með tiltölulega nýleg kerfi. Landinn er nú býsna tæknilegur og eru með nýleg kerfi. Til dæmis ef þú ert með Windows 10 þá áttu að vera öruggur“, segir Hrafnkell og bætir því við að þessi veira sé ágætis „wake-up call“ eins og hann orðar það. „Þetta er bara eitt af tugum eða hundruðum atvika sem við erum að horfa á. Það er búið að vera dreifing á svona „ransomware“-vírusum (innsk. blaðamanns: gagngíslataka) svo mánuðum skiptir og við erum búin að vera að vara við þeim á okkar heimasíðu oftar en einu sinni. Þetta er bara langskæðasta tilvikið sem hefur komið upp en þetta hefur verið í gangi, þetta er í gangi og þetta verður stanslaust í gangi næstu misserin. Þannig að þessi vinnubrögð að uppfæra og hafa allan varann á eru komin til að vera,“ segir Hrafnkell.
Tölvuárásir Tengdar fréttir Svona á að bregðast við tölvuárás Póst og fjarskiptastofnun hefur gefið út tilkynningu vegna tölvuárásanna. 14. maí 2017 17:00 Forseti Microsoft harðorður í garð yfirvalda sem hamstra njósnahugbúnað og tölvuvírusa Staðfestir það sem fjölmargir sérfræðingar höfðu bent á eftir að WannyCry-veiran fór að valda usla á föstudaginn, það er að vírusinn byggir á kóða sem tilheyrði stafrænu vopnabúri Bandarísku þjóðaröryggistofnunar, NSA. 15. maí 2017 08:01 Alls óvíst að greiðsla tryggi að fólk fái gögnin sín til baka Sérfræðingar óttast frekari tölvuárásir í dag, en árásirnar hófust á föstudag og hafa náð til 200 þúsund tölva í að minnsta kosti 150 löndum. 15. maí 2017 07:00 Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira
Svona á að bregðast við tölvuárás Póst og fjarskiptastofnun hefur gefið út tilkynningu vegna tölvuárásanna. 14. maí 2017 17:00
Forseti Microsoft harðorður í garð yfirvalda sem hamstra njósnahugbúnað og tölvuvírusa Staðfestir það sem fjölmargir sérfræðingar höfðu bent á eftir að WannyCry-veiran fór að valda usla á föstudaginn, það er að vírusinn byggir á kóða sem tilheyrði stafrænu vopnabúri Bandarísku þjóðaröryggistofnunar, NSA. 15. maí 2017 08:01
Alls óvíst að greiðsla tryggi að fólk fái gögnin sín til baka Sérfræðingar óttast frekari tölvuárásir í dag, en árásirnar hófust á föstudag og hafa náð til 200 þúsund tölva í að minnsta kosti 150 löndum. 15. maí 2017 07:00