Dapurlegur vesaldómur ríkisstjórnarinnar Ögmundur Jónasson skrifar 16. maí 2017 07:00 Nýlega festi erlendur auðmaður kaup á einni landmestu jörð á Íslandi, Grímsstöðum á Fjöllum, mestöllum hluta jarðarinnar í einkaeign. Sami aðili fer nú eins og ryksuga um Norð-Austurland, kaupandi hverja jörðina á fætur annarri, að eigin sögn til að verja og vernda jarðirnar fyrir ágangi. Í Kastljósi Sjónvarpsins fyrir nokkru vildi hann ekki upplýsa hvað yrði um jarðirnar eftir sinn dag en af óljósu svari hans mátti ráða að hann teldi að þá væru þær orðnar sjálfbærar sem atvinnurekstur fyrir laxveiðar. Með öðrum orðum, varla byrði á eigendum, þvert á móti arðvænleg eign.Auðmenn fjarlægja okkur landinu Þetta er vissulega þróun sem ekki er ný af nálinni en alltaf færumst við fjær því að „hinn almenni maður“ geti komist í laxveiðar á Íslandi. Eftirspurn auðmanna með fulla vasa fjár eftir því að renna fyrir lax á „ósnortnu“ Íslandi hefur séð fyrir því. Ekki færir það almenning nær landi sínu þegar eignarhaldið er komið út fyrir landsteinana. Og stöðugt berast fréttir af landakaupum erlendra auðmanna víðar á landinu og er fylgifiskurinn iðulega sá að þeir reyni að loka að sér.Vildu selja ríkinu en fengu aldrei svar Fram hefur komið að Grímsstaðamenn vildu helst selja ríkinu og á annað hundrað einstaklingar úr öllum stjórnmálaflokkum, öllum aldurshópum, frá öllum landshlutum, úr nánast öllum starfsstéttum, höfðu óskað eftir því að svo yrði gert. Þeir sem skrifuðu undir áskorun í þessa veru, voru hins vegar aldrei virtir svars og þegar Grímsstaðamönnum barst kauptilboð frá breska auðkýfingnum Radcliffe, sem endanlega keypti, var ríkisstjórnin enn á ný spurð hvort ríkið vildi kaupa. Ekkert svar! Þetta er ekki bara dónaskapur heldu líka dapurlegur vesaldómur.Einhliða umfjöllun í Kastljósi Í umræddum Kastljósþætti var aðdragandi málsins rakinn. Hvergi var minnst á áskorun til ríkisstjórnarinnar eða þingmál sem flutt höfðu verið í þá veru að sporna gegn uppkaupum auðmanna á landi! Lítillega var sagt frá því að sett hefði verið reglugerð á sínum tíma sem torveldað hefði þessi kaup en sú reglugerð hafi verið afnumin því hún hafi ekki þótt standast lög. Þetta er mikil einföldun!Vel ígrundaður málatilbúnaður Í upphafi árs 2013 þegar ég var innanríkisráðherra kynnti ég lagafrumvarp svo og reglugerð með það í huga að sporna gegn landakaupum erlendra auðmanna á Íslandi. Ég gerði mér fulla grein fyrir því að málið kynni að verða umdeilt, bæði hér innanlands og erlendis. Enda fór svo að eftirlitsstofnun ESA óskaði eftir greinargerð. Leitaði ég þess vegna til færustu sérfræðinga sem völ var á að vera til ráðgjafar um útfærslu á þeim ásetningi mínum að setja landakaupum skorður. Í frétt á vef innanríkisráðuneytisins 25. janúar 2013, þar sem kynnt var frumvarp að lagabreytingu sem tæki til landakaupa útlendinga utan sem innan EES annars vegar og hins vegar reglugerðarbreyting gagnvart EES borgurum, segir: „Í tengslum við þessar athuganir hefur innanríkisráðuneytið aflað tveggja álitsgerða, annars vegar frá Eyvindi G. Gunnarssyni, dósent við lagadeild Háskóla Íslands, og Valgerði Sólnes lögfræðingi. Hins vegar frá Jens Hartig Danielsen, prófessor við lagadeild Háskólans í Árósum, og Stefáni Má Stefánssyni, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, en þar er fjallað sérstaklega um reglur EES-samningsins um frjálsa fjármagnsflutninga og fjárfestingu í fasteignum.“Ítarleg kynning Frumvarpið lagði ég síðan fram til kynningar á Alþingi – en reglugerðina undirritaði ég 17. apríl þegar hún hafði staðið til kynningar í nær þrjá mánuði. Ég taldi það vera lykilatriði að greinargerðir fræðimannanna kæmu fram við kynninguna svo hugsanlegum andmælendum gæfist kostur að taka upp málefnalega umræðu um hana. Eftirmaður minn í embætti, Hanna Birna Kristjánsdóttir, lét það verða eitt fyrsta verk sitt að afnema þessa reglugerð og hafði um hana þau orð að hún væri á gráu svæði. Það var allan tímann vitað sem áður segir, en engu að síður meiri líkur en minni að hún stæðist fullkomlega stranga lagaskoðun enda vel ígrunduð og að henni staðið á faglegan, opinn og lýðræðislegan hátt. Öðru máli gegndi þegar hún var afnumin án kynningar eða umræðu.Danir og Norðmenn vilja skorður við landakaupum Ýmsar þjóðir innan EES hafa viljað leita leiða til að sporna gegn uppkaupum auðmanna á jörðum, bæði innlendra og erlendra. Nefni ég þar Dani og Norðmenn sérstaklega. Sjálfur deili ég þessum sjónarmiðum og hef margoft fært opinberlega rök fyrir þeim. Ég gerði mér grein fyrir því að taka þyrfti á málinu á margþættan hátt en aðeins að hluta til heyrði það undir það ráðuneyti sem ég fór fyrir, innanríkisráðuneytið, og sneri þá einkum að kaupum útlendinga á landi.Sitja og góna á framvinduna Auk fyrrnefnds frumvarps og reglugerðar flutti ég því þingmál um ítarlega athugun á þessum málum og lagði til að reynt yrði að sporna gegn því að auðmenn gleyptu landið eins og nú er að gerast með ríkisstjórn og Alþingi á áhorfendapöllunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ögmundur Jónasson Mest lesið Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Nýlega festi erlendur auðmaður kaup á einni landmestu jörð á Íslandi, Grímsstöðum á Fjöllum, mestöllum hluta jarðarinnar í einkaeign. Sami aðili fer nú eins og ryksuga um Norð-Austurland, kaupandi hverja jörðina á fætur annarri, að eigin sögn til að verja og vernda jarðirnar fyrir ágangi. Í Kastljósi Sjónvarpsins fyrir nokkru vildi hann ekki upplýsa hvað yrði um jarðirnar eftir sinn dag en af óljósu svari hans mátti ráða að hann teldi að þá væru þær orðnar sjálfbærar sem atvinnurekstur fyrir laxveiðar. Með öðrum orðum, varla byrði á eigendum, þvert á móti arðvænleg eign.Auðmenn fjarlægja okkur landinu Þetta er vissulega þróun sem ekki er ný af nálinni en alltaf færumst við fjær því að „hinn almenni maður“ geti komist í laxveiðar á Íslandi. Eftirspurn auðmanna með fulla vasa fjár eftir því að renna fyrir lax á „ósnortnu“ Íslandi hefur séð fyrir því. Ekki færir það almenning nær landi sínu þegar eignarhaldið er komið út fyrir landsteinana. Og stöðugt berast fréttir af landakaupum erlendra auðmanna víðar á landinu og er fylgifiskurinn iðulega sá að þeir reyni að loka að sér.Vildu selja ríkinu en fengu aldrei svar Fram hefur komið að Grímsstaðamenn vildu helst selja ríkinu og á annað hundrað einstaklingar úr öllum stjórnmálaflokkum, öllum aldurshópum, frá öllum landshlutum, úr nánast öllum starfsstéttum, höfðu óskað eftir því að svo yrði gert. Þeir sem skrifuðu undir áskorun í þessa veru, voru hins vegar aldrei virtir svars og þegar Grímsstaðamönnum barst kauptilboð frá breska auðkýfingnum Radcliffe, sem endanlega keypti, var ríkisstjórnin enn á ný spurð hvort ríkið vildi kaupa. Ekkert svar! Þetta er ekki bara dónaskapur heldu líka dapurlegur vesaldómur.Einhliða umfjöllun í Kastljósi Í umræddum Kastljósþætti var aðdragandi málsins rakinn. Hvergi var minnst á áskorun til ríkisstjórnarinnar eða þingmál sem flutt höfðu verið í þá veru að sporna gegn uppkaupum auðmanna á landi! Lítillega var sagt frá því að sett hefði verið reglugerð á sínum tíma sem torveldað hefði þessi kaup en sú reglugerð hafi verið afnumin því hún hafi ekki þótt standast lög. Þetta er mikil einföldun!Vel ígrundaður málatilbúnaður Í upphafi árs 2013 þegar ég var innanríkisráðherra kynnti ég lagafrumvarp svo og reglugerð með það í huga að sporna gegn landakaupum erlendra auðmanna á Íslandi. Ég gerði mér fulla grein fyrir því að málið kynni að verða umdeilt, bæði hér innanlands og erlendis. Enda fór svo að eftirlitsstofnun ESA óskaði eftir greinargerð. Leitaði ég þess vegna til færustu sérfræðinga sem völ var á að vera til ráðgjafar um útfærslu á þeim ásetningi mínum að setja landakaupum skorður. Í frétt á vef innanríkisráðuneytisins 25. janúar 2013, þar sem kynnt var frumvarp að lagabreytingu sem tæki til landakaupa útlendinga utan sem innan EES annars vegar og hins vegar reglugerðarbreyting gagnvart EES borgurum, segir: „Í tengslum við þessar athuganir hefur innanríkisráðuneytið aflað tveggja álitsgerða, annars vegar frá Eyvindi G. Gunnarssyni, dósent við lagadeild Háskóla Íslands, og Valgerði Sólnes lögfræðingi. Hins vegar frá Jens Hartig Danielsen, prófessor við lagadeild Háskólans í Árósum, og Stefáni Má Stefánssyni, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, en þar er fjallað sérstaklega um reglur EES-samningsins um frjálsa fjármagnsflutninga og fjárfestingu í fasteignum.“Ítarleg kynning Frumvarpið lagði ég síðan fram til kynningar á Alþingi – en reglugerðina undirritaði ég 17. apríl þegar hún hafði staðið til kynningar í nær þrjá mánuði. Ég taldi það vera lykilatriði að greinargerðir fræðimannanna kæmu fram við kynninguna svo hugsanlegum andmælendum gæfist kostur að taka upp málefnalega umræðu um hana. Eftirmaður minn í embætti, Hanna Birna Kristjánsdóttir, lét það verða eitt fyrsta verk sitt að afnema þessa reglugerð og hafði um hana þau orð að hún væri á gráu svæði. Það var allan tímann vitað sem áður segir, en engu að síður meiri líkur en minni að hún stæðist fullkomlega stranga lagaskoðun enda vel ígrunduð og að henni staðið á faglegan, opinn og lýðræðislegan hátt. Öðru máli gegndi þegar hún var afnumin án kynningar eða umræðu.Danir og Norðmenn vilja skorður við landakaupum Ýmsar þjóðir innan EES hafa viljað leita leiða til að sporna gegn uppkaupum auðmanna á jörðum, bæði innlendra og erlendra. Nefni ég þar Dani og Norðmenn sérstaklega. Sjálfur deili ég þessum sjónarmiðum og hef margoft fært opinberlega rök fyrir þeim. Ég gerði mér grein fyrir því að taka þyrfti á málinu á margþættan hátt en aðeins að hluta til heyrði það undir það ráðuneyti sem ég fór fyrir, innanríkisráðuneytið, og sneri þá einkum að kaupum útlendinga á landi.Sitja og góna á framvinduna Auk fyrrnefnds frumvarps og reglugerðar flutti ég því þingmál um ítarlega athugun á þessum málum og lagði til að reynt yrði að sporna gegn því að auðmenn gleyptu landið eins og nú er að gerast með ríkisstjórn og Alþingi á áhorfendapöllunum.
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun