Hreiðar Levý: Hræðsla hjá körfunni í KR Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. maí 2017 17:30 Hreiðar Levý var í íslenska landsliðinu sem vann til silfurverðlauna á Ólympíuleikunum 2008 og brons á EM tveimur árum síðar. vísir/stefán Hreiðar Levý Guðmundsson er vonsvikinn yfir því að karlalið KR í handbolta hafi verið lagt niður. KR vann Víking í undanúrslitum umspils 1. deildar og var þannig með sæti víst í Olís-deildinni á næsta tímabili. Hreiðar er uppalinn í KR og var búinn að skrifa undir tveggja ára samning við félagið. Það verður hins vegar ekkert af því að hann leiki með uppeldisfélaginu á nýjan leik. „Þetta var mikill skellur,“ sagði Hreiðar í samtali við Hjört Hjartarson í útvarpsþættinum Akraborginni í dag. „Það átti að spýta í lófana. Ég, eins og allir, var búinn að hafa samband við fullt af leikmönnum til að við yrðum vel samkeppnishæfir. Svo kemur þetta eins og köld vatnsgusa,“ bætti Hreiðar við. Margir KR-ingar eru afar ósáttir með ákvörðunina að leggja handboltaliðið niður og Hreiðar er á sama máli. Hann segist ekki kaupa útskýringar um að aðstöðuleysi geri KR ómögulegt að tefla fram liði í efstu deild í handboltanum. „Það er augljóst að það er ekki vilji til að vera með handbolta þarna. Ég held að allar þessar útskýringar séu ákveðin yfirbreiða. Það er talað um aðstöðuleysi en það ætti að vera hægt að finna út úr því,“ sagði Hreiðar. „Ég þekki ekki alla söguna en ég held að þetta sé slagur milli deilda. Ef ég ætti að slengja einhverju fram gæti þetta verið hræðsla hjá körfunni um að missa eitthvað.“ Hreiðar segist hafa verið spenntur fyrir því að koma heim og hjálpa til við að byggja handboltann í KR upp. „Þetta er ömurlegt fyrir félagið og íþróttina sjálfa. Þetta leit vel út og fyrir mína parta myndi þetta bara stækka félagið og gera það betra. Það er dapurt að samherjar innan sama félags geti ekki reynt að styðja hvorn annan,“ sagði Hreiðar sem þarf núna að finna sér nýtt lið. „Ég býst við að finna mér nýtt lið og það er á byrjunarstigi. Maður er bara að átta sig á hlutunum. Svo þarf ég að klára mín mál með KR-ingunum. Ég er búinn að fá þó nokkuð af símtölum og skilaboðum frá öðrum liðum,“ sagði markvörðurinn öflugi að lokum. Olís-deild karla Tengdar fréttir KR leggur handboltaliðið niður KR spilar ekki í Olís-deild karla í handbolta á næsta tímabili þrátt fyrir að hafa unnið sér sæti í deildinni nú í vor. 13. maí 2017 13:44 Fyrirliði KR: Allir sem einn, nema handboltinn Eins og frá var greint fyrr í dag hefur meistaraflokkur karla í handbolta hjá KR verið lagður niður. 13. maí 2017 15:11 KR á ekki hús fyrir handboltaliðið sitt og gefur líklega eftir sæti sitt í efstu deild KR er búið að tryggja sér sæti í efstu deild karla í handbolta í fyrsta sinn í langan tíma en nú lítur út fyrir að liðið muni þurfa að afsala sér sæti sínu vegna aðstöðuleysis í Vesturbænum. 12. maí 2017 08:00 Hreiðar Levy heim í KR Hreiðar Levy Guðmundsson, fyrrum markvörður íslenska handboltalandsliðsins til margra ára, hefur ákveðið að spila með KR á næstu leiktíð. 27. febrúar 2017 16:30 Hreiðar Levý á heimleið: Flytur til Reykjavíkur og ætlar í fasteignabransann Fyrrverandi landsliðsmarkvörðurinn er búinn að spila sinn síðasta leik fyrir Halden í Noregi. 17. febrúar 2017 17:00 Yfirgnæfandi líkur á fjölgun liða: Stjarnan og Víkingur næstu lið inn Víkingar eiga mjög líklega von á góðum fréttum í dag þegar deildaskipan fyrir næsta vetur í handboltanum verður gefin út. 15. maí 2017 06:00 Mest lesið Snoop Dogg ráðinn þjálfari fyrir Vetrarólympíuleikana Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Stjörnur HM teknar að hætti Audda Blö Sport Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Fótbolti „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ Handbolti Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf „Kíkja í þetta jólaþorp og gera sér smá desemberferð til Frakklands“ Sport „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Sjá meira
Hreiðar Levý Guðmundsson er vonsvikinn yfir því að karlalið KR í handbolta hafi verið lagt niður. KR vann Víking í undanúrslitum umspils 1. deildar og var þannig með sæti víst í Olís-deildinni á næsta tímabili. Hreiðar er uppalinn í KR og var búinn að skrifa undir tveggja ára samning við félagið. Það verður hins vegar ekkert af því að hann leiki með uppeldisfélaginu á nýjan leik. „Þetta var mikill skellur,“ sagði Hreiðar í samtali við Hjört Hjartarson í útvarpsþættinum Akraborginni í dag. „Það átti að spýta í lófana. Ég, eins og allir, var búinn að hafa samband við fullt af leikmönnum til að við yrðum vel samkeppnishæfir. Svo kemur þetta eins og köld vatnsgusa,“ bætti Hreiðar við. Margir KR-ingar eru afar ósáttir með ákvörðunina að leggja handboltaliðið niður og Hreiðar er á sama máli. Hann segist ekki kaupa útskýringar um að aðstöðuleysi geri KR ómögulegt að tefla fram liði í efstu deild í handboltanum. „Það er augljóst að það er ekki vilji til að vera með handbolta þarna. Ég held að allar þessar útskýringar séu ákveðin yfirbreiða. Það er talað um aðstöðuleysi en það ætti að vera hægt að finna út úr því,“ sagði Hreiðar. „Ég þekki ekki alla söguna en ég held að þetta sé slagur milli deilda. Ef ég ætti að slengja einhverju fram gæti þetta verið hræðsla hjá körfunni um að missa eitthvað.“ Hreiðar segist hafa verið spenntur fyrir því að koma heim og hjálpa til við að byggja handboltann í KR upp. „Þetta er ömurlegt fyrir félagið og íþróttina sjálfa. Þetta leit vel út og fyrir mína parta myndi þetta bara stækka félagið og gera það betra. Það er dapurt að samherjar innan sama félags geti ekki reynt að styðja hvorn annan,“ sagði Hreiðar sem þarf núna að finna sér nýtt lið. „Ég býst við að finna mér nýtt lið og það er á byrjunarstigi. Maður er bara að átta sig á hlutunum. Svo þarf ég að klára mín mál með KR-ingunum. Ég er búinn að fá þó nokkuð af símtölum og skilaboðum frá öðrum liðum,“ sagði markvörðurinn öflugi að lokum.
Olís-deild karla Tengdar fréttir KR leggur handboltaliðið niður KR spilar ekki í Olís-deild karla í handbolta á næsta tímabili þrátt fyrir að hafa unnið sér sæti í deildinni nú í vor. 13. maí 2017 13:44 Fyrirliði KR: Allir sem einn, nema handboltinn Eins og frá var greint fyrr í dag hefur meistaraflokkur karla í handbolta hjá KR verið lagður niður. 13. maí 2017 15:11 KR á ekki hús fyrir handboltaliðið sitt og gefur líklega eftir sæti sitt í efstu deild KR er búið að tryggja sér sæti í efstu deild karla í handbolta í fyrsta sinn í langan tíma en nú lítur út fyrir að liðið muni þurfa að afsala sér sæti sínu vegna aðstöðuleysis í Vesturbænum. 12. maí 2017 08:00 Hreiðar Levy heim í KR Hreiðar Levy Guðmundsson, fyrrum markvörður íslenska handboltalandsliðsins til margra ára, hefur ákveðið að spila með KR á næstu leiktíð. 27. febrúar 2017 16:30 Hreiðar Levý á heimleið: Flytur til Reykjavíkur og ætlar í fasteignabransann Fyrrverandi landsliðsmarkvörðurinn er búinn að spila sinn síðasta leik fyrir Halden í Noregi. 17. febrúar 2017 17:00 Yfirgnæfandi líkur á fjölgun liða: Stjarnan og Víkingur næstu lið inn Víkingar eiga mjög líklega von á góðum fréttum í dag þegar deildaskipan fyrir næsta vetur í handboltanum verður gefin út. 15. maí 2017 06:00 Mest lesið Snoop Dogg ráðinn þjálfari fyrir Vetrarólympíuleikana Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Stjörnur HM teknar að hætti Audda Blö Sport Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Fótbolti „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ Handbolti Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf „Kíkja í þetta jólaþorp og gera sér smá desemberferð til Frakklands“ Sport „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Sjá meira
KR leggur handboltaliðið niður KR spilar ekki í Olís-deild karla í handbolta á næsta tímabili þrátt fyrir að hafa unnið sér sæti í deildinni nú í vor. 13. maí 2017 13:44
Fyrirliði KR: Allir sem einn, nema handboltinn Eins og frá var greint fyrr í dag hefur meistaraflokkur karla í handbolta hjá KR verið lagður niður. 13. maí 2017 15:11
KR á ekki hús fyrir handboltaliðið sitt og gefur líklega eftir sæti sitt í efstu deild KR er búið að tryggja sér sæti í efstu deild karla í handbolta í fyrsta sinn í langan tíma en nú lítur út fyrir að liðið muni þurfa að afsala sér sæti sínu vegna aðstöðuleysis í Vesturbænum. 12. maí 2017 08:00
Hreiðar Levy heim í KR Hreiðar Levy Guðmundsson, fyrrum markvörður íslenska handboltalandsliðsins til margra ára, hefur ákveðið að spila með KR á næstu leiktíð. 27. febrúar 2017 16:30
Hreiðar Levý á heimleið: Flytur til Reykjavíkur og ætlar í fasteignabransann Fyrrverandi landsliðsmarkvörðurinn er búinn að spila sinn síðasta leik fyrir Halden í Noregi. 17. febrúar 2017 17:00
Yfirgnæfandi líkur á fjölgun liða: Stjarnan og Víkingur næstu lið inn Víkingar eiga mjög líklega von á góðum fréttum í dag þegar deildaskipan fyrir næsta vetur í handboltanum verður gefin út. 15. maí 2017 06:00