Áfengisfrumvarp næst ekki í gegnum þingið Snærós Sindradóttir skrifar 16. maí 2017 06:00 Ekkert verður af því að leyft verði að selja vín í matvörubúðum á þessu þingi að minnsta kosti. vísir/stefán „Í heildina leggur ríkisstjórnin áherslu á að klára sem flest mál,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, formaður allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis. Mikið mæðir á nefndinni núna þegar stutt er eftir af þinginu.Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, formaður allsherjar- og menntamálanefndar.vísir/eyþórStjórnarkreppa eftir alþingiskosningarnar í lok síðasta árs varð til þess að hægagangur var á Alþingi fyrst um sinn. Fyrir jól var aðeins lögð áhersla á afgreiðslu fjárlaga og þegar ný ríkisstjórn var mynduð upp úr áramótum tók við að skipa í nefndir og koma þingstörfunum í samt horf. Nýliðar á Alþingi skipa formennsku í fjórum stórum nefndum. Samkvæmt vef Alþingis bíða 33 mál þess að komast í fyrstu umræðu, 67 mál eru enn til umræðu í nefndum, fimm mál bíða annarrar umræðu og aðeins eitt mál bíður þriðju umræðu. Það þarf því að halda verulega vel á spöðunum því fram undan eru sex þingfundadagar. Ríkisstjórnarflokkarnir leggja mesta áherslu á ríkisfjármálaáætlun, haftamálin og jafnlaunavottun. Önnur frumvörp félagsmálaráðherra um jafnrétti á vinnumarkaði og nokkur frumvörp umhverfisráðherra eru á meðal þess sem gæti þurft að bíða betri tíma. Hið margumtalaða áfengisfrumvarp, um að áfengi fari í almennar verslanir, næst ekki í gegn. „Það eru mjög mörg þingmannamál sem liggja fyrir nefndinni. Ég er ekkert viss um að það nái einhver þingmannamál fram að ganga en það gæti vel verið að við afgreiðum einhver af þeim ef tími gefst til í lokin en þá komast þau mjög ólíklega á dagskrá þingsins,“ segir Áslaug Arna.Katrín Jakobsdóttir, formaður VGvísir/ernirFréttablaðið hefur áður greint frá að umdeilt tálmunarfrumvarp, sem gerir tálmun umgengni barns við foreldri refsiverða þannig að hún varði fimm ára fangelsi, komist ekki í gegnum þingið. Sömu sögu er að segja af rafrettufrumvarpi heilbrigðisráðherra. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir að stjórnarflokkarnir séu ekki byrjaðir að ræða við stjórnarandstöðuna um hvaða mál verði sett í forgang. „Við erum í raun í þeirri stöðu að við erum ekki til í að ljúka einhverjum málum á hraðferð. Við eigum nógu mörg dæmi þar sem hreinlega hafa orðið mistök í lagasetningu því verið er að drífa málin í gegn með ónógri vinnu. Við höfum svolítið sagt að við ætlumst til þess að þau upplýsi um það hvaða mál þau leggi áherslu á. Það hefur ekkert skýrst neitt með það.“ Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Andstæðingar í stjórnmálum sameinast í efa um rafrettumál Þingmenn Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Pírata gjalda varhug við frumvarpi heilbrigðisráðherra um að banna rafrettur. Með frumvarpinu er lagt til að sömu reglur gildi um sölu á rafsígarettum og um tóbak. 26. apríl 2017 07:00 Geirmundur Valtýsson lét þingmenn heyra það vegna áfengisfrumvarpsins „Ef þeir hafa ekkert annað þarfara að leggja fram heldur en þetta frumvarp þá í guðs bænum hættið þið. Leggið þetta bara niður.“ 4. febrúar 2017 09:52 Telja að áfengisfrumvarpið nái nú í gegn Flutningsmenn nýs áfengisfrumvarps eru bjartsýnir á að málið nái í gegn. Stærsti munurinn á því og fyrri frumvörpum snýr að auglýsingum og aðgreiningu. 4. febrúar 2017 07:00 Bitist um brennivín í búðir frá aldamótum Frumvarp um frjálsa smásölu áfengis var fyrst lagt fram skömmu eftir aldamót. Deilt hefur verið um málið síðan þá og fjöldamörg frumvörp verið lögð fram sem öll hafa dagað uppi. 11. október 2015 14:00 Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Sjá meira
„Í heildina leggur ríkisstjórnin áherslu á að klára sem flest mál,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, formaður allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis. Mikið mæðir á nefndinni núna þegar stutt er eftir af þinginu.Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, formaður allsherjar- og menntamálanefndar.vísir/eyþórStjórnarkreppa eftir alþingiskosningarnar í lok síðasta árs varð til þess að hægagangur var á Alþingi fyrst um sinn. Fyrir jól var aðeins lögð áhersla á afgreiðslu fjárlaga og þegar ný ríkisstjórn var mynduð upp úr áramótum tók við að skipa í nefndir og koma þingstörfunum í samt horf. Nýliðar á Alþingi skipa formennsku í fjórum stórum nefndum. Samkvæmt vef Alþingis bíða 33 mál þess að komast í fyrstu umræðu, 67 mál eru enn til umræðu í nefndum, fimm mál bíða annarrar umræðu og aðeins eitt mál bíður þriðju umræðu. Það þarf því að halda verulega vel á spöðunum því fram undan eru sex þingfundadagar. Ríkisstjórnarflokkarnir leggja mesta áherslu á ríkisfjármálaáætlun, haftamálin og jafnlaunavottun. Önnur frumvörp félagsmálaráðherra um jafnrétti á vinnumarkaði og nokkur frumvörp umhverfisráðherra eru á meðal þess sem gæti þurft að bíða betri tíma. Hið margumtalaða áfengisfrumvarp, um að áfengi fari í almennar verslanir, næst ekki í gegn. „Það eru mjög mörg þingmannamál sem liggja fyrir nefndinni. Ég er ekkert viss um að það nái einhver þingmannamál fram að ganga en það gæti vel verið að við afgreiðum einhver af þeim ef tími gefst til í lokin en þá komast þau mjög ólíklega á dagskrá þingsins,“ segir Áslaug Arna.Katrín Jakobsdóttir, formaður VGvísir/ernirFréttablaðið hefur áður greint frá að umdeilt tálmunarfrumvarp, sem gerir tálmun umgengni barns við foreldri refsiverða þannig að hún varði fimm ára fangelsi, komist ekki í gegnum þingið. Sömu sögu er að segja af rafrettufrumvarpi heilbrigðisráðherra. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir að stjórnarflokkarnir séu ekki byrjaðir að ræða við stjórnarandstöðuna um hvaða mál verði sett í forgang. „Við erum í raun í þeirri stöðu að við erum ekki til í að ljúka einhverjum málum á hraðferð. Við eigum nógu mörg dæmi þar sem hreinlega hafa orðið mistök í lagasetningu því verið er að drífa málin í gegn með ónógri vinnu. Við höfum svolítið sagt að við ætlumst til þess að þau upplýsi um það hvaða mál þau leggi áherslu á. Það hefur ekkert skýrst neitt með það.“
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Andstæðingar í stjórnmálum sameinast í efa um rafrettumál Þingmenn Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Pírata gjalda varhug við frumvarpi heilbrigðisráðherra um að banna rafrettur. Með frumvarpinu er lagt til að sömu reglur gildi um sölu á rafsígarettum og um tóbak. 26. apríl 2017 07:00 Geirmundur Valtýsson lét þingmenn heyra það vegna áfengisfrumvarpsins „Ef þeir hafa ekkert annað þarfara að leggja fram heldur en þetta frumvarp þá í guðs bænum hættið þið. Leggið þetta bara niður.“ 4. febrúar 2017 09:52 Telja að áfengisfrumvarpið nái nú í gegn Flutningsmenn nýs áfengisfrumvarps eru bjartsýnir á að málið nái í gegn. Stærsti munurinn á því og fyrri frumvörpum snýr að auglýsingum og aðgreiningu. 4. febrúar 2017 07:00 Bitist um brennivín í búðir frá aldamótum Frumvarp um frjálsa smásölu áfengis var fyrst lagt fram skömmu eftir aldamót. Deilt hefur verið um málið síðan þá og fjöldamörg frumvörp verið lögð fram sem öll hafa dagað uppi. 11. október 2015 14:00 Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Sjá meira
Andstæðingar í stjórnmálum sameinast í efa um rafrettumál Þingmenn Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Pírata gjalda varhug við frumvarpi heilbrigðisráðherra um að banna rafrettur. Með frumvarpinu er lagt til að sömu reglur gildi um sölu á rafsígarettum og um tóbak. 26. apríl 2017 07:00
Geirmundur Valtýsson lét þingmenn heyra það vegna áfengisfrumvarpsins „Ef þeir hafa ekkert annað þarfara að leggja fram heldur en þetta frumvarp þá í guðs bænum hættið þið. Leggið þetta bara niður.“ 4. febrúar 2017 09:52
Telja að áfengisfrumvarpið nái nú í gegn Flutningsmenn nýs áfengisfrumvarps eru bjartsýnir á að málið nái í gegn. Stærsti munurinn á því og fyrri frumvörpum snýr að auglýsingum og aðgreiningu. 4. febrúar 2017 07:00
Bitist um brennivín í búðir frá aldamótum Frumvarp um frjálsa smásölu áfengis var fyrst lagt fram skömmu eftir aldamót. Deilt hefur verið um málið síðan þá og fjöldamörg frumvörp verið lögð fram sem öll hafa dagað uppi. 11. október 2015 14:00