Stefnt að gangsetningu verksmiðju United Silicon á sunnudag Birgir Olgeirsson skrifar 19. maí 2017 15:26 Kísilver United Silicon í Helguvík var gangsett um miðjan nóvember í fyrra. Vísir/Vilhelm Stefnt er að gangsetningu ofns kísilmálverksmiðju United Silicon hf. í Helguvík sunnudaginn 21. maí næstkomandi kl. 16:00, með samþykki Umhverfisstofnunar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá United Silicon en þar segir að í kjölfar ítarlegrar úttektar og ábendinga norska ráðgjafafyrirtækisins Multikonsult hefur verið unnið að endurbótum og lagfæringum á búnaði verksmiðjunnar. Þess utan hefur verið ráðist í frekari framkvæmdir og úrbætur á búnaði, að tillögu stjórnenda fyrirtækisins. Þessum framkvæmdum er nú lokið. Næsta skref í úrbótaáætlun fyrirtækisins er úttekt Multikonsult á verksmiðjunni með ofninn í rekstri en gert er ráð fyrir að það geti tekið allt að þremur vikum að ná upp fullum afköstum og stöðugum rekstri ofnsins. Norsku ráðgjafarnir munu vinna áfram með fyrirtækinu í kjölfar gangsetningar. Norska loftrannsóknastofnunin NILU mun mæla loftgæði inni í verksmiðjunni og í nágrenni hennar þar á meðal inni á heimili í Reykjanesbæ þar sem lyktar hefur orðið vart. Til að fá áreiðanlegar mælingar á loftgæðum og til að ákveða aðgerðir sem takmarka að lykt berist frá verksmiðjunni í framtíðinni, er nauðsynlegt að keyra ofninn á mismunandi álagi. Við þær aðstæður má reikna með að einhver lykt muni berast frá verksmiðjunni. Markmið mælinga er einnig að fá óyggjandi vissu um hvaða efni geti borist frá verksmiðjunni við ólíkar aðstæður og í hvaða magni, svo unnt sé að grípa til viðeigandi aðgerða. Veðurspá Veðurstofu Íslands gerir ráð fyrir sunnanátt á gangsetningardegi. Það er von stjórnenda United Silicon hf. að með þeim aðgerðum sem unnið hefur verið að undanfarnar vikur og áfram er unnið að, takist að vinna bug á þeim vandamálum sem komið hafa upp í rekstri verksmiðju fyrirtækisins í Helguvík og valdið hafa íbúum á Suðurnesjum óþægindum og áhyggjum. United Silicon Tengdar fréttir United Silicon verður ekki gangsett án heimildar Umhverfisstofnunar Kísilverksmiðjan vill samráð við Umhverfisstofnun og segist tilbúin til að greiða allan tilfallandi kostnað. 25. apríl 2017 07:42 Óvíst hvenær kísilverið hefur starfsemi á ný Óvíst er hvenær ljósbogaofn í kísilveri United Silicon í Helguvík verður ræstur á ný en íbúar fá tilkynningu tveimur dögum áður en það gerist. 15. maí 2017 14:54 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fleiri fréttir Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Sjá meira
Stefnt er að gangsetningu ofns kísilmálverksmiðju United Silicon hf. í Helguvík sunnudaginn 21. maí næstkomandi kl. 16:00, með samþykki Umhverfisstofnunar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá United Silicon en þar segir að í kjölfar ítarlegrar úttektar og ábendinga norska ráðgjafafyrirtækisins Multikonsult hefur verið unnið að endurbótum og lagfæringum á búnaði verksmiðjunnar. Þess utan hefur verið ráðist í frekari framkvæmdir og úrbætur á búnaði, að tillögu stjórnenda fyrirtækisins. Þessum framkvæmdum er nú lokið. Næsta skref í úrbótaáætlun fyrirtækisins er úttekt Multikonsult á verksmiðjunni með ofninn í rekstri en gert er ráð fyrir að það geti tekið allt að þremur vikum að ná upp fullum afköstum og stöðugum rekstri ofnsins. Norsku ráðgjafarnir munu vinna áfram með fyrirtækinu í kjölfar gangsetningar. Norska loftrannsóknastofnunin NILU mun mæla loftgæði inni í verksmiðjunni og í nágrenni hennar þar á meðal inni á heimili í Reykjanesbæ þar sem lyktar hefur orðið vart. Til að fá áreiðanlegar mælingar á loftgæðum og til að ákveða aðgerðir sem takmarka að lykt berist frá verksmiðjunni í framtíðinni, er nauðsynlegt að keyra ofninn á mismunandi álagi. Við þær aðstæður má reikna með að einhver lykt muni berast frá verksmiðjunni. Markmið mælinga er einnig að fá óyggjandi vissu um hvaða efni geti borist frá verksmiðjunni við ólíkar aðstæður og í hvaða magni, svo unnt sé að grípa til viðeigandi aðgerða. Veðurspá Veðurstofu Íslands gerir ráð fyrir sunnanátt á gangsetningardegi. Það er von stjórnenda United Silicon hf. að með þeim aðgerðum sem unnið hefur verið að undanfarnar vikur og áfram er unnið að, takist að vinna bug á þeim vandamálum sem komið hafa upp í rekstri verksmiðju fyrirtækisins í Helguvík og valdið hafa íbúum á Suðurnesjum óþægindum og áhyggjum.
United Silicon Tengdar fréttir United Silicon verður ekki gangsett án heimildar Umhverfisstofnunar Kísilverksmiðjan vill samráð við Umhverfisstofnun og segist tilbúin til að greiða allan tilfallandi kostnað. 25. apríl 2017 07:42 Óvíst hvenær kísilverið hefur starfsemi á ný Óvíst er hvenær ljósbogaofn í kísilveri United Silicon í Helguvík verður ræstur á ný en íbúar fá tilkynningu tveimur dögum áður en það gerist. 15. maí 2017 14:54 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fleiri fréttir Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Sjá meira
United Silicon verður ekki gangsett án heimildar Umhverfisstofnunar Kísilverksmiðjan vill samráð við Umhverfisstofnun og segist tilbúin til að greiða allan tilfallandi kostnað. 25. apríl 2017 07:42
Óvíst hvenær kísilverið hefur starfsemi á ný Óvíst er hvenær ljósbogaofn í kísilveri United Silicon í Helguvík verður ræstur á ný en íbúar fá tilkynningu tveimur dögum áður en það gerist. 15. maí 2017 14:54