Að stuðla að óheilsu Gunnar Alexander Ólafsson skrifar 4. maí 2017 07:00 Fyrir Alþingi liggur frumvarp um að leyfa sölu á vodka, bjór og öðru áfengi í matvöruverslunum auk þess sem heimilað verður að auglýsa áfengi í fjölmiðlum. Frumvarpsflytjendur hafna því að neysla áfengis muni aukast ef það nær fram að ganga, þvert á rökstuddar umsagnir stofnana eins og Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar, Embættis landlæknis og Umboðsmanns barna um að samþykkt þess hafi ófyrirsjáanlegar afleiðingar. Verra er að í frumvarpinu er ekki gert ráð fyrir því að aukin áfengisneysla hafi afleiðingar. Ef aðgengi að áfengi er aukið verða afleiðingar þess aukin neysla sem leiðir til meiri félags- og heilbrigðislegra vandamála. Fjarvistir frá vinnu munu aukast, sem og ölvunarakstur, innlagnir á sjúkrahús, aukinn þrýstingur verður á félagsmálayfirvöld og lögreglu. Ef skoðað er hvaða áhrif aukin áfengisneysla muni hafa á heilbrigði fólks er nóg að líta til Danmerkur, en þar er tíðni skorpulifrar 26 á hverja 100 þúsund hjá körlum en sambærileg tala á Íslandi er 3,3. Þess má geta að Danir lifa nokkrum árum skemur en Íslendingar. Af hverju nefni ég Danmörku í þessu sambandi? Jú, frumvarpsflytjendur vilja fá sama fyrirkomulag á sölu áfengis eins og tíðkast í Danmörku. Við megum taka upp margt jákvætt frá Dönum, en sleppum að taka upp þeirra áfengisómenningu. Ljóst er að umrætt frumvarp gengur gegn yfirlýstri stefnu stjórnvalda í áfengis- og vímuefnavörnum frá árinu 2014, þar sem m.a. kemur fram að takmarka beri aðgengi að áfengi með aðhaldssömu sölufyrirkomulagi. Heilbrigðisráðherra hefur sagt að hann styðji ekki breytingar sem leiði til meiri áfengisneyslu en hefur samt ekki gefið upp afstöðu sína til frumvarpsins, heldur ætlar hann að fylgjast með þinglegri meðferð þess. Afstaða ráðherrans er köld kveðja til aðila sem berjast á degi hverjum í forvarnastarfi gegn aukinni áfengisneyslu. Því er viðeigandi að minna ráðherra á að heilbrigðisráðuneytið ber ábyrgð á forvörnum og lýðheilsu í landinu sem hefur að markmiði að allar aðgerðir hins opinbera og annarra skulu miða að því að viðhalda og bæta heilbrigði, en ekki stuðla að aukinni óheilsu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Gunnar Alexander Ólafsson Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Fyrir Alþingi liggur frumvarp um að leyfa sölu á vodka, bjór og öðru áfengi í matvöruverslunum auk þess sem heimilað verður að auglýsa áfengi í fjölmiðlum. Frumvarpsflytjendur hafna því að neysla áfengis muni aukast ef það nær fram að ganga, þvert á rökstuddar umsagnir stofnana eins og Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar, Embættis landlæknis og Umboðsmanns barna um að samþykkt þess hafi ófyrirsjáanlegar afleiðingar. Verra er að í frumvarpinu er ekki gert ráð fyrir því að aukin áfengisneysla hafi afleiðingar. Ef aðgengi að áfengi er aukið verða afleiðingar þess aukin neysla sem leiðir til meiri félags- og heilbrigðislegra vandamála. Fjarvistir frá vinnu munu aukast, sem og ölvunarakstur, innlagnir á sjúkrahús, aukinn þrýstingur verður á félagsmálayfirvöld og lögreglu. Ef skoðað er hvaða áhrif aukin áfengisneysla muni hafa á heilbrigði fólks er nóg að líta til Danmerkur, en þar er tíðni skorpulifrar 26 á hverja 100 þúsund hjá körlum en sambærileg tala á Íslandi er 3,3. Þess má geta að Danir lifa nokkrum árum skemur en Íslendingar. Af hverju nefni ég Danmörku í þessu sambandi? Jú, frumvarpsflytjendur vilja fá sama fyrirkomulag á sölu áfengis eins og tíðkast í Danmörku. Við megum taka upp margt jákvætt frá Dönum, en sleppum að taka upp þeirra áfengisómenningu. Ljóst er að umrætt frumvarp gengur gegn yfirlýstri stefnu stjórnvalda í áfengis- og vímuefnavörnum frá árinu 2014, þar sem m.a. kemur fram að takmarka beri aðgengi að áfengi með aðhaldssömu sölufyrirkomulagi. Heilbrigðisráðherra hefur sagt að hann styðji ekki breytingar sem leiði til meiri áfengisneyslu en hefur samt ekki gefið upp afstöðu sína til frumvarpsins, heldur ætlar hann að fylgjast með þinglegri meðferð þess. Afstaða ráðherrans er köld kveðja til aðila sem berjast á degi hverjum í forvarnastarfi gegn aukinni áfengisneyslu. Því er viðeigandi að minna ráðherra á að heilbrigðisráðuneytið ber ábyrgð á forvörnum og lýðheilsu í landinu sem hefur að markmiði að allar aðgerðir hins opinbera og annarra skulu miða að því að viðhalda og bæta heilbrigði, en ekki stuðla að aukinni óheilsu.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar