Heyrði sprenginguna inn um svefnherbergisgluggann Hrund Þórsdóttir skrifar 3. maí 2017 20:00 Að minnsta kosti átta létu lífið og tuttugu og fimm særðust í sjálfsmorðssprengjuárás í Kabúl, höfuðborg Afganistans, í morgun. Íslamska ríkið hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni. Árásin var gerð á bílalest Nató nálægt bandaríska sendiráðinu í borginni, en hún átti sér stað á háannatíma í morgun. Átta almennir borgarar féllu og tuttugu og fimm særðust, þar af þrír bandarískir hermenn. Sprengjan var afar öflug og brotnuðu rúður í nálægum húsum. Una Sighvatsdóttir, friðargæsluliði og upplýsingafulltrúi Nató á svæðinu, fann vel fyrir sprengingunni. „Ég varð mjög vör við hana. Hún sprakk rétt fyrir klukkan átta að morgni að staðartíma og heyrðist mjög vel inn um svefnherbergisgluggann hjá mér. Ég hélt þess vegna fyrst að hún væri mjög nálægt mér en svo reyndist hún nú vera nokkur hundruð metra í burtu.“ Una segir tíðni árása í Kabúl hafa farið stigvaxandi það sem af er ári en hún er staðsett á hinu svokallaða græna svæði í borginni, sem er sérstakt öryggissvæði. „Viðbrögð við árásinni í morgun hafa verið að loka höfuðstöðvum NATO. Öllum vegum á græna svæðinu hefur líka verið lokað um óákveðinn tíma. Það eru vopnaðir öryggisverðir á hverju horni, en svo verður slakað á því þegar búið er að tryggja aðstæður.“ Una segir að reglulega séu gerðar sprengjuárásir í borginni sem flestar beinist að sveitum Nató. Oftast bitni þær þó á almennum borgurum og því miður hafi reynst erfiðara verkefni að koma á friði en alþjóðaliðið á vettvangi hafi búist við. „Núna hefur ríkt pattstaða í dálítinn tíma og frekar horfur á að ástandið fari versnandi en hitt. NATO er með til alvarlegrar skoðunar að senda aukaherlið hingað og ákvörðun um það verður væntanlega tekin á næstu vikum. Markmiðið er að reyna að brjóta upp þessa pattstöðu.“ Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fleiri fréttir Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Sjá meira
Að minnsta kosti átta létu lífið og tuttugu og fimm særðust í sjálfsmorðssprengjuárás í Kabúl, höfuðborg Afganistans, í morgun. Íslamska ríkið hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni. Árásin var gerð á bílalest Nató nálægt bandaríska sendiráðinu í borginni, en hún átti sér stað á háannatíma í morgun. Átta almennir borgarar féllu og tuttugu og fimm særðust, þar af þrír bandarískir hermenn. Sprengjan var afar öflug og brotnuðu rúður í nálægum húsum. Una Sighvatsdóttir, friðargæsluliði og upplýsingafulltrúi Nató á svæðinu, fann vel fyrir sprengingunni. „Ég varð mjög vör við hana. Hún sprakk rétt fyrir klukkan átta að morgni að staðartíma og heyrðist mjög vel inn um svefnherbergisgluggann hjá mér. Ég hélt þess vegna fyrst að hún væri mjög nálægt mér en svo reyndist hún nú vera nokkur hundruð metra í burtu.“ Una segir tíðni árása í Kabúl hafa farið stigvaxandi það sem af er ári en hún er staðsett á hinu svokallaða græna svæði í borginni, sem er sérstakt öryggissvæði. „Viðbrögð við árásinni í morgun hafa verið að loka höfuðstöðvum NATO. Öllum vegum á græna svæðinu hefur líka verið lokað um óákveðinn tíma. Það eru vopnaðir öryggisverðir á hverju horni, en svo verður slakað á því þegar búið er að tryggja aðstæður.“ Una segir að reglulega séu gerðar sprengjuárásir í borginni sem flestar beinist að sveitum Nató. Oftast bitni þær þó á almennum borgurum og því miður hafi reynst erfiðara verkefni að koma á friði en alþjóðaliðið á vettvangi hafi búist við. „Núna hefur ríkt pattstaða í dálítinn tíma og frekar horfur á að ástandið fari versnandi en hitt. NATO er með til alvarlegrar skoðunar að senda aukaherlið hingað og ákvörðun um það verður væntanlega tekin á næstu vikum. Markmiðið er að reyna að brjóta upp þessa pattstöðu.“
Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fleiri fréttir Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Sjá meira