Vilja selja allt hlutafé í Öryggismiðstöðinni Hörður Ægisson skrifar 4. maí 2017 07:00 Frá árinu 2012 hefur velta Öryggismiðstöðvarinnar aukist um meira en 90 prósent. vísir/eyþór Eigendur Öryggismiðstöðvar Íslands, sem eru meðal annars Hjörleifur Þór Jakobsson, fyrrverandi forstjóri Hampiðjunnar og Olíufélagsins Esso, og Guðmundur Ásgeirsson, oft kenndur við Nesskip, hafa ákveðið að bjóða til sölu allt hlutafé í félaginu. Hagnaður Öryggismiðstöðvarinnar nam ríflega 220 milljónum króna í fyrra og næstum tvöfaldaðist á milli ára. Í stuttri fjárfestakynningu sem var send á fjárfesta og ýmsa markaðsaðila í lok síðustu viku, og Fréttablaðið hefur undir höndum, kemur meðal annars fram að tekjur félagsins hafi aukist um liðlega fjórðung á árinu 2016 og numið tæplega 3,7 milljörðum króna. EBITDA-hagnaður – afkoma fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta – batnaði einnig um liðlega 130 milljónir á milli ára og nam 421 milljón í fyrra. „Fjárhagur félagsins, staða Öryggismiðstöðvar Íslands á markaði og horfur í ytra rekstrarumhverfi hafa sjaldnast ef nokkurn tíma verið betri,“ segir í kynningunni. Hreinar vaxtaberandi skuldir félagsins voru 184 milljónir í árslok 2016 og eiginfjárhlutfall um 32 prósent.Hjörleifur Jakobsson, stjórnarformaður Öryggismiðstöðvarinnar.Það er fyrirtækjaráðgjöf verðbréfafyrirtækisins Arctica Finance sem hefur umsjón með söluferlinu á Öryggismiðstöðinni en frestur til að skila inn óskuldbindandi tilboðum í félagið er til 17. maí næstkomandi. Heildarvelta á öryggisþjónustumarkaðnum var talin vera á bilinu 8 til 13 milljarðar á árinu 2015. Neðri mörkin miðast þá einungis við tvö stærstu fyrirtækin – Öryggismiðstöðina og Securitas – en ef einnig er tekið tillit til áætlaðra umsvifa annarra aðila sem reka eigin öryggisgæslu, svo sem Isavia og Landspítalans, þá er stærð markaðarins um 4 til 5 milljörðum meiri. Á það er bent í kynningu Arctica Finance að vöxtur tveggja stærstu félaganna hafi verið mikill síðustu ár en á tímabilinu 2007 til 2015 var árlegur meðalvöxtur tekna ríflega níu prósent. Frá árinu 2012 hefur velta Öryggismiðstöðvarinnar aukist um meira en 90 prósent. Þá segir í kynningunni að uppgangur í íslensku efnahagslífi muni styðja við áframhaldandi vöxt og eftirspurn á öryggismarkaði auk þess sem „vænt breyting á aldurssamsetningu þjóðar [mun] stækka markaðinn frekar á komandi árum, hvort sem er á sviði öryggis- eða velferðartengdrar þjónustu.“ Stærsti eigandi Öryggismiðstöðvarinnar er Unaós ehf. með 90 prósenta hlut. Helstu eigendur þess félags, hvor um sig með ríflega 30 prósenta hlut, eru Guðmundur Ásgeirsson og hjónin Hjörleifur Þór og Hjördís Ásberg. Hjörleifur, sem er jafnframt stjórnarformaður Öryggismiðstöðvarinnar, var um tíma einn nánasti samstarfsmaður Ólafs Ólafssonar, aðaleiganda Samskipa, og stýrði þá fjárfestingarfélaginu Kili sem var stór hluthafi í Kaupþingi og sat í stjórn bankans. Eignarhaldsfélag Hjörleifs og eiginkonu hans seldi tæplega fjórtán prósenta hlut í Hampiðjunni í maí 2014 og nam hagnaður félagsins af sölunni 760 milljónum. Þá var Hjörleifur á meðal þeirra einkafjárfesta sem voru umsvifamiklir í fjármögnun lúxushótelsins við Hörpu sem lauk í árslok 2016. Aðrir hluthafar í Öryggismiðstöðinni eru meðal annars Róbert Aron Róbertsson, sem hefur starfað náið með Ólafi Ólafssyni undanfarin ár og setið í stjórnum margra félaga á hans vegum, og Ragnar Þór Jónsson, forstjóri Öryggismiðstöðvarinnar, en hann á ríflega 4,3 prósent í fyrirtækinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Viðskipti innlent Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Viðskipti innlent Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Viðskipti erlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Fleiri fréttir Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Sjá meira
Eigendur Öryggismiðstöðvar Íslands, sem eru meðal annars Hjörleifur Þór Jakobsson, fyrrverandi forstjóri Hampiðjunnar og Olíufélagsins Esso, og Guðmundur Ásgeirsson, oft kenndur við Nesskip, hafa ákveðið að bjóða til sölu allt hlutafé í félaginu. Hagnaður Öryggismiðstöðvarinnar nam ríflega 220 milljónum króna í fyrra og næstum tvöfaldaðist á milli ára. Í stuttri fjárfestakynningu sem var send á fjárfesta og ýmsa markaðsaðila í lok síðustu viku, og Fréttablaðið hefur undir höndum, kemur meðal annars fram að tekjur félagsins hafi aukist um liðlega fjórðung á árinu 2016 og numið tæplega 3,7 milljörðum króna. EBITDA-hagnaður – afkoma fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta – batnaði einnig um liðlega 130 milljónir á milli ára og nam 421 milljón í fyrra. „Fjárhagur félagsins, staða Öryggismiðstöðvar Íslands á markaði og horfur í ytra rekstrarumhverfi hafa sjaldnast ef nokkurn tíma verið betri,“ segir í kynningunni. Hreinar vaxtaberandi skuldir félagsins voru 184 milljónir í árslok 2016 og eiginfjárhlutfall um 32 prósent.Hjörleifur Jakobsson, stjórnarformaður Öryggismiðstöðvarinnar.Það er fyrirtækjaráðgjöf verðbréfafyrirtækisins Arctica Finance sem hefur umsjón með söluferlinu á Öryggismiðstöðinni en frestur til að skila inn óskuldbindandi tilboðum í félagið er til 17. maí næstkomandi. Heildarvelta á öryggisþjónustumarkaðnum var talin vera á bilinu 8 til 13 milljarðar á árinu 2015. Neðri mörkin miðast þá einungis við tvö stærstu fyrirtækin – Öryggismiðstöðina og Securitas – en ef einnig er tekið tillit til áætlaðra umsvifa annarra aðila sem reka eigin öryggisgæslu, svo sem Isavia og Landspítalans, þá er stærð markaðarins um 4 til 5 milljörðum meiri. Á það er bent í kynningu Arctica Finance að vöxtur tveggja stærstu félaganna hafi verið mikill síðustu ár en á tímabilinu 2007 til 2015 var árlegur meðalvöxtur tekna ríflega níu prósent. Frá árinu 2012 hefur velta Öryggismiðstöðvarinnar aukist um meira en 90 prósent. Þá segir í kynningunni að uppgangur í íslensku efnahagslífi muni styðja við áframhaldandi vöxt og eftirspurn á öryggismarkaði auk þess sem „vænt breyting á aldurssamsetningu þjóðar [mun] stækka markaðinn frekar á komandi árum, hvort sem er á sviði öryggis- eða velferðartengdrar þjónustu.“ Stærsti eigandi Öryggismiðstöðvarinnar er Unaós ehf. með 90 prósenta hlut. Helstu eigendur þess félags, hvor um sig með ríflega 30 prósenta hlut, eru Guðmundur Ásgeirsson og hjónin Hjörleifur Þór og Hjördís Ásberg. Hjörleifur, sem er jafnframt stjórnarformaður Öryggismiðstöðvarinnar, var um tíma einn nánasti samstarfsmaður Ólafs Ólafssonar, aðaleiganda Samskipa, og stýrði þá fjárfestingarfélaginu Kili sem var stór hluthafi í Kaupþingi og sat í stjórn bankans. Eignarhaldsfélag Hjörleifs og eiginkonu hans seldi tæplega fjórtán prósenta hlut í Hampiðjunni í maí 2014 og nam hagnaður félagsins af sölunni 760 milljónum. Þá var Hjörleifur á meðal þeirra einkafjárfesta sem voru umsvifamiklir í fjármögnun lúxushótelsins við Hörpu sem lauk í árslok 2016. Aðrir hluthafar í Öryggismiðstöðinni eru meðal annars Róbert Aron Róbertsson, sem hefur starfað náið með Ólafi Ólafssyni undanfarin ár og setið í stjórnum margra félaga á hans vegum, og Ragnar Þór Jónsson, forstjóri Öryggismiðstöðvarinnar, en hann á ríflega 4,3 prósent í fyrirtækinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Viðskipti innlent Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Viðskipti innlent Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Viðskipti erlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Fleiri fréttir Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Sjá meira