Enginn skorað hjá Buffon í fimm mánuði Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. maí 2017 10:15 Gianluigi Buffon og félagar í Juventus hafa lítinn áhuga á að fá á sig mörk í Meistaradeild Evrópu. Buffon lék sinn hundraðasta leik í Meistaradeildinni í gær þegar Juventus vann 0-2 sigur á Monaco í fyrri leik liðanna í undanúrslitunum. Ítölsku meistararnir standa því afar vel að vígi fyrir seinni leikinn á þriðjudaginn. Juventus hefur nú haldið hreinu í sex leikjum í röð í Meistaradeildinni sem er mikið afrek, sérstaklega í ljósi þess af helmingur þessara leikja var gegn Monaco og Barcelona, tveimur af sókndjörfustu liðum Evrópu. Í 11 leikjum í Meistaradeildinni í vetur hefur Juventus aðeins fengið á sig tvö mörk og haldið markinu níu sinnum hreinu. Hinn 39 ára gamli Buffon hefur haldið átta sinnum hreinu en hann hvíldi í 2-0 sigri á Dinamo Zabreb í lokaumferð riðlakeppninnar. Brasilíumaðurinn Neto stóð þá í marki Juventus. Buffon fékk síðast á sig mark í Meistaradeildinni í 1-3 sigri á Sevilla 22. nóvember 2016. Nicolás Pareja skoraði þá með skoti fyrir utan teig. Síðan þá er liðin 621 mínúta. Besti leikur Buffons í Meistaradeildinni í vetur var eflaust í 1-1 jafntefli við Lyon 2. nóvember á síðasta ári. Þar átti hann þrjár frábærar vörslur en þá bestu má sjá hér að neðan. Meistaradeildin er eini félagsliðatitilinn sem Buffon á eftir að vinna á löngum og glæsilegum ferli. Hann hefur tvisvar farið í úrslit með Juventus (2003 og 2015) en tapaði í bæði skiptin. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Sjáðu mörkin hjá Higuaín | Myndbönd Argentínumaðurinn Gonzalo Higuaín skoraði bæði mörk Juventus þegar liðið vann 0-2 sigur á Monaco í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í gær. Juventus stendur því afar vel að vígi fyrir seinni leikinn á þriðjudaginn. 4. maí 2017 09:15 Higuain sýndi að hann getur verið maður stóru leikjanna Argentínski framherjinn Gonzalo Higuain sýndi og sannaði í kvöld að hann getur vel blómstrað í stóru leikjunum. Hann skoraði þá í tvígang fyrir Juventus í fyrri leik liðsins gegn Monaco í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. 3. maí 2017 20:30 Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Dagskráin í dag: Hafnaboltinn á sviðið Sport Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Fleiri fréttir Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Karólína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum Þjálfari Botafogo látinn fara Rúnar Alex brákaði bein á fyrstu æfingunni Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fór heim með þrjár treyjur og stuttbuxur Messi Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? EM í dag: Hitabylgja og hrakfarir við komuna til Thun Sex leikmenn Íslands í lyfjapróf Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Bandaríkin áfram en Kanada úr leik eftir vítaspyrnukeppni Tekur Martinez við hönskunum hjá United? Paul Ince ákærður fyrir ölvunarakstur Eina konan í tækninefnd FIFA á HM: Ég er langsigursælust af þeim öllum Kane afgreiddi Brassana „Ég hef aldrei séð aðrar eins tölur“ Joao Pedro til Chelsea Sjá meira
Gianluigi Buffon og félagar í Juventus hafa lítinn áhuga á að fá á sig mörk í Meistaradeild Evrópu. Buffon lék sinn hundraðasta leik í Meistaradeildinni í gær þegar Juventus vann 0-2 sigur á Monaco í fyrri leik liðanna í undanúrslitunum. Ítölsku meistararnir standa því afar vel að vígi fyrir seinni leikinn á þriðjudaginn. Juventus hefur nú haldið hreinu í sex leikjum í röð í Meistaradeildinni sem er mikið afrek, sérstaklega í ljósi þess af helmingur þessara leikja var gegn Monaco og Barcelona, tveimur af sókndjörfustu liðum Evrópu. Í 11 leikjum í Meistaradeildinni í vetur hefur Juventus aðeins fengið á sig tvö mörk og haldið markinu níu sinnum hreinu. Hinn 39 ára gamli Buffon hefur haldið átta sinnum hreinu en hann hvíldi í 2-0 sigri á Dinamo Zabreb í lokaumferð riðlakeppninnar. Brasilíumaðurinn Neto stóð þá í marki Juventus. Buffon fékk síðast á sig mark í Meistaradeildinni í 1-3 sigri á Sevilla 22. nóvember 2016. Nicolás Pareja skoraði þá með skoti fyrir utan teig. Síðan þá er liðin 621 mínúta. Besti leikur Buffons í Meistaradeildinni í vetur var eflaust í 1-1 jafntefli við Lyon 2. nóvember á síðasta ári. Þar átti hann þrjár frábærar vörslur en þá bestu má sjá hér að neðan. Meistaradeildin er eini félagsliðatitilinn sem Buffon á eftir að vinna á löngum og glæsilegum ferli. Hann hefur tvisvar farið í úrslit með Juventus (2003 og 2015) en tapaði í bæði skiptin.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Sjáðu mörkin hjá Higuaín | Myndbönd Argentínumaðurinn Gonzalo Higuaín skoraði bæði mörk Juventus þegar liðið vann 0-2 sigur á Monaco í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í gær. Juventus stendur því afar vel að vígi fyrir seinni leikinn á þriðjudaginn. 4. maí 2017 09:15 Higuain sýndi að hann getur verið maður stóru leikjanna Argentínski framherjinn Gonzalo Higuain sýndi og sannaði í kvöld að hann getur vel blómstrað í stóru leikjunum. Hann skoraði þá í tvígang fyrir Juventus í fyrri leik liðsins gegn Monaco í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. 3. maí 2017 20:30 Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Dagskráin í dag: Hafnaboltinn á sviðið Sport Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Fleiri fréttir Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Karólína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum Þjálfari Botafogo látinn fara Rúnar Alex brákaði bein á fyrstu æfingunni Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fór heim með þrjár treyjur og stuttbuxur Messi Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? EM í dag: Hitabylgja og hrakfarir við komuna til Thun Sex leikmenn Íslands í lyfjapróf Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Bandaríkin áfram en Kanada úr leik eftir vítaspyrnukeppni Tekur Martinez við hönskunum hjá United? Paul Ince ákærður fyrir ölvunarakstur Eina konan í tækninefnd FIFA á HM: Ég er langsigursælust af þeim öllum Kane afgreiddi Brassana „Ég hef aldrei séð aðrar eins tölur“ Joao Pedro til Chelsea Sjá meira
Sjáðu mörkin hjá Higuaín | Myndbönd Argentínumaðurinn Gonzalo Higuaín skoraði bæði mörk Juventus þegar liðið vann 0-2 sigur á Monaco í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í gær. Juventus stendur því afar vel að vígi fyrir seinni leikinn á þriðjudaginn. 4. maí 2017 09:15
Higuain sýndi að hann getur verið maður stóru leikjanna Argentínski framherjinn Gonzalo Higuain sýndi og sannaði í kvöld að hann getur vel blómstrað í stóru leikjunum. Hann skoraði þá í tvígang fyrir Juventus í fyrri leik liðsins gegn Monaco í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. 3. maí 2017 20:30