Ellingsen valið umboð ársins í Evrópu Finnur Thorlacius skrifar 4. maí 2017 12:00 Á myndinni eru Arnar Bergmann sölustjóri og Bjarni Ármansson eigandi Ellingsen ehf ásamt stjórnendum BRP. Fyrir skömmu hélt leiktækjaframleiðandinn Bombardier Recreational Products (BRP) upp á 50 ára afmæli Lynx vélsleðanna í heimabæ Lynx, Rovaniemi í Finlandi. Við þetta tækifæri voru 2018 árgerðirnar af Lynx og Ski Doo vélsleðum kynnt til sögunnar. Margar nýjungar er þar að finna enda hefur BRP verið fremst í flokki framleiðenda í þessum flokki ökutækja þegar kemur að tækninýjungum. Mesta athygli vakti nýr ræsibúnaður sem gengur undir nafninu SHOT. Um er að ræða byltingarkennda leið til að ræsa tvígengisvél án þess að burðast með þungann ræsi og rafhlöðu. Tæknin virkar þannig að kveikjuspóla vélarinnar er nýtt sem ræsir í stað þess að bera þungann utanáliggjandi ræsi. Spólan hleður rafstraum inn á léttann ofurþétti, í stað rafhlöðu sem geymir nægjanlega hleðslu til að ræsa vélina þegar straumnum er hleypt tilbaka í kveikjuspóluna. Þyngdarmunurinn á þessu búnaði og hefðbundum ræsikerfum vélsleða er allt að 10 kg. Í iðnaði þar sem framleiðendur keppast um hvert gramm skapar þessi tækni forskot sem erfitt verður að jafna. Við sama tækifæri heiðraði BRP umboðsmenn sína fyrir góðan árangur í starfi og hlotnaðist Ellingsen ehf, umboðsaðila BRP á Íslandi, sá heiður að vera valið umboð ársins í Evrópu. Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Eldur í Sorpu á Granda Innlent
Fyrir skömmu hélt leiktækjaframleiðandinn Bombardier Recreational Products (BRP) upp á 50 ára afmæli Lynx vélsleðanna í heimabæ Lynx, Rovaniemi í Finlandi. Við þetta tækifæri voru 2018 árgerðirnar af Lynx og Ski Doo vélsleðum kynnt til sögunnar. Margar nýjungar er þar að finna enda hefur BRP verið fremst í flokki framleiðenda í þessum flokki ökutækja þegar kemur að tækninýjungum. Mesta athygli vakti nýr ræsibúnaður sem gengur undir nafninu SHOT. Um er að ræða byltingarkennda leið til að ræsa tvígengisvél án þess að burðast með þungann ræsi og rafhlöðu. Tæknin virkar þannig að kveikjuspóla vélarinnar er nýtt sem ræsir í stað þess að bera þungann utanáliggjandi ræsi. Spólan hleður rafstraum inn á léttann ofurþétti, í stað rafhlöðu sem geymir nægjanlega hleðslu til að ræsa vélina þegar straumnum er hleypt tilbaka í kveikjuspóluna. Þyngdarmunurinn á þessu búnaði og hefðbundum ræsikerfum vélsleða er allt að 10 kg. Í iðnaði þar sem framleiðendur keppast um hvert gramm skapar þessi tækni forskot sem erfitt verður að jafna. Við sama tækifæri heiðraði BRP umboðsmenn sína fyrir góðan árangur í starfi og hlotnaðist Ellingsen ehf, umboðsaðila BRP á Íslandi, sá heiður að vera valið umboð ársins í Evrópu.
Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Eldur í Sorpu á Granda Innlent