Afar slæmur fyrirboði fyrir flokk Corbyns Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 6. maí 2017 07:00 Alls var kosið um 4.851 sæti í 88 sveitarstjórnum. Vísir/AFP Íhaldsflokkurinn vann stærsta kosningasigur ríkisstjórnarflokks á Bretlandi í sveitarstjórnarkosningum í fjóra áratugi á fimmtudaginn. Vann flokkurinn alls 500 ný sæti og náði meirihluta í ellefu sveitarfélögum. Sigur Íhaldsflokksins þýddi einna helst tap Verkamannaflokksins og Breska sjálfstæðisflokksins (UKIP). Tapaði síðarnefndi flokkurinn öllum sínum þrjátíu sætum. Þá mistókst Frjálslyndum demókrötum að nýta sér lélegt gengi Verkamannaflokksins og UKIP.Niðurstöðurnar eru vonbrigði fyrir Jeremy Corbyn. Nordicphotos/AFPSamkvæmt mati BBC fengu íhaldsmenn 38 prósent atkvæða, 13 prósentum meira en árið 2013. Verkamenn fengu 27 prósent atkvæða en fengu 29 prósent síðast. Frjálslyndir demókratar fengu átján og bættu þar með við sig fjórum en UKIP fékk fimm prósenta fylgi, hafði 23 prósent. Þykir þessi sigur Íhaldsflokksins slæmur fyrirboði fyrir Verkamannaflokkinn ef horft er til þingkosninga sem fara fram í júní. Samkvæmt meðaltali skoðanakannana sem The Telegraph tekur saman mælast íhaldsmenn með 46 prósenta fylgi en Verkamannaflokkurinn með 29 prósent. Það myndi þýða sögulega stóran sigur Íhaldsflokksins og stóran meirihluta næstu fimm árin. Jeremy Corbyn, formaður Verkamannaflokksins, var þó ekki áhyggjufullur í gærkvöldi. „Við töpuðum sætum en erum að mjókka muninn á okkur og Íhaldsflokknum,“ sagði Corbyn. „Hver einasti ósigur Verkamannaflokksins í kosningunum veldur mér vonbrigðum. Of margir frábærir fulltrúar, sem hafa unnið af kappi fyrir samfélög sín misstu sæti sitt,“ sagði hann enn fremur. Þá benti Corbyn á að nú væru fimm vikur til stefnu til þess að reyna að sigra í þingkosningunum. „Við vitum að þetta verður ekki auðvelt. Þetta er sögulega stór áskorun. En Verkamannaflokkurinn og breska þjóðin mega ekki láta þetta tækifæri úr greipum sér ganga.“ BBC heldur því fram að niðurstaðan sé ekki síður slæmur fyrirboði fyrir UKIP. Flokkurinn, sem átti sínar bestu sveitarstjórnarkosningar fyrir fjórum árum, þurrkaðist algjörlega út á fimmtudag. Steven Woolfe, sem bauð sig eitt sinn fram til formennsku í UKIP, sagði að áhrif flokksins væru ekki til staðar lengur. Þá sagði Douglas Carswell, fyrrverandi þingmaður, að tími flokksins væri á enda. Paul Nuttall, formaður UKIP, sagði hins vegar að flokkurinn væri fórnarlamb eigin velgengni. Vísaði hann þar til þess að UKIP hafi verið einn helsti baráttuflokkurinn fyrir útgöngu úr Evrópusambandinu. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar í Bretlandi Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Fleiri fréttir Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Sjá meira
Íhaldsflokkurinn vann stærsta kosningasigur ríkisstjórnarflokks á Bretlandi í sveitarstjórnarkosningum í fjóra áratugi á fimmtudaginn. Vann flokkurinn alls 500 ný sæti og náði meirihluta í ellefu sveitarfélögum. Sigur Íhaldsflokksins þýddi einna helst tap Verkamannaflokksins og Breska sjálfstæðisflokksins (UKIP). Tapaði síðarnefndi flokkurinn öllum sínum þrjátíu sætum. Þá mistókst Frjálslyndum demókrötum að nýta sér lélegt gengi Verkamannaflokksins og UKIP.Niðurstöðurnar eru vonbrigði fyrir Jeremy Corbyn. Nordicphotos/AFPSamkvæmt mati BBC fengu íhaldsmenn 38 prósent atkvæða, 13 prósentum meira en árið 2013. Verkamenn fengu 27 prósent atkvæða en fengu 29 prósent síðast. Frjálslyndir demókratar fengu átján og bættu þar með við sig fjórum en UKIP fékk fimm prósenta fylgi, hafði 23 prósent. Þykir þessi sigur Íhaldsflokksins slæmur fyrirboði fyrir Verkamannaflokkinn ef horft er til þingkosninga sem fara fram í júní. Samkvæmt meðaltali skoðanakannana sem The Telegraph tekur saman mælast íhaldsmenn með 46 prósenta fylgi en Verkamannaflokkurinn með 29 prósent. Það myndi þýða sögulega stóran sigur Íhaldsflokksins og stóran meirihluta næstu fimm árin. Jeremy Corbyn, formaður Verkamannaflokksins, var þó ekki áhyggjufullur í gærkvöldi. „Við töpuðum sætum en erum að mjókka muninn á okkur og Íhaldsflokknum,“ sagði Corbyn. „Hver einasti ósigur Verkamannaflokksins í kosningunum veldur mér vonbrigðum. Of margir frábærir fulltrúar, sem hafa unnið af kappi fyrir samfélög sín misstu sæti sitt,“ sagði hann enn fremur. Þá benti Corbyn á að nú væru fimm vikur til stefnu til þess að reyna að sigra í þingkosningunum. „Við vitum að þetta verður ekki auðvelt. Þetta er sögulega stór áskorun. En Verkamannaflokkurinn og breska þjóðin mega ekki láta þetta tækifæri úr greipum sér ganga.“ BBC heldur því fram að niðurstaðan sé ekki síður slæmur fyrirboði fyrir UKIP. Flokkurinn, sem átti sínar bestu sveitarstjórnarkosningar fyrir fjórum árum, þurrkaðist algjörlega út á fimmtudag. Steven Woolfe, sem bauð sig eitt sinn fram til formennsku í UKIP, sagði að áhrif flokksins væru ekki til staðar lengur. Þá sagði Douglas Carswell, fyrrverandi þingmaður, að tími flokksins væri á enda. Paul Nuttall, formaður UKIP, sagði hins vegar að flokkurinn væri fórnarlamb eigin velgengni. Vísaði hann þar til þess að UKIP hafi verið einn helsti baráttuflokkurinn fyrir útgöngu úr Evrópusambandinu.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar í Bretlandi Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Fleiri fréttir Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Sjá meira