Fá bætur eftir að sérsveitin „eyðilagði brúðkaup“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. apríl 2017 17:49 Sérsveitin við æfingar. Vísir/GVA Íslenska ríkinu hefur verið gert að greiða brúðhjónum og gesti þeirra skaðabætur eftir að sérsveitarmenn gerðu áhlaup á sumarhús í Grímsnesi þar sem þau héldu veislu 2013. Lögreglan leitaði á þessum tíma að Stefáni Loga Sívarssyni sem var í felum. Taldi lögregla sig hafa upplýsingar um að Stefán Logi dveldist í umræddum sumarbústað. Stefán Logi á sér langa afbrotasögu en hann hlaut meðal annars sex ára fangelsisdóm í Stokkseyrarmálinu svokallaða. Vopnaðir sérsveitarmenn gerðu áhlaup á sumarhúsið þar sem veislan fór fram. Í lýsingu stefnenda segir að „Hátíðahöldin hafi fengið skjótan endi þegar vopnað lið svart- og grímuklæddra sérsveitarmanna hafi ruðst inn á lóð sumarhússins og skipað þeim að leggjast niður.“ Segja þau að mikilli hörku hafi verið beitt og kröfðust þau 1,5 milljóna í skaðabætur frá ríkinu, enda hafi ró þeirra verið raskað með harkalegum hætti en í stefnu þeirra segir að innrásin hafi „eyðilagt brúðkaup stefnenda.“ Lögmaður ríkisins mótmælti kröfu stefnenda. Sagði að sérsveitin hefði ekki beitt vopnum sínum og að aðgerðin hafi aðeins tekið örfáar mínútur. Sagði hann að talinn hafi verið hætta á að sá sem leitað var myndi reyna að flýja eða að hann myndi reyna að verjast handtöku með vopnum eða öðrum hætti. Íslenska ríkið var dæmt til að greiða stefnendum 150 þúsund krónur í bætur en í dóminum var fallist á að á að þessar aðgerðir og framkvæmd þeirra hafi valdið þeim miska, þó ekki hafi verið lögð fram fram haldbær gögn um að frelsisskerðingin hafi haft neinar varanlegar andlegar eða líkamlegar afleiðingar fyrir stefnendur.Dóm héraðsdóms má sjá hér. Dómsmál Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Sjá meira
Íslenska ríkinu hefur verið gert að greiða brúðhjónum og gesti þeirra skaðabætur eftir að sérsveitarmenn gerðu áhlaup á sumarhús í Grímsnesi þar sem þau héldu veislu 2013. Lögreglan leitaði á þessum tíma að Stefáni Loga Sívarssyni sem var í felum. Taldi lögregla sig hafa upplýsingar um að Stefán Logi dveldist í umræddum sumarbústað. Stefán Logi á sér langa afbrotasögu en hann hlaut meðal annars sex ára fangelsisdóm í Stokkseyrarmálinu svokallaða. Vopnaðir sérsveitarmenn gerðu áhlaup á sumarhúsið þar sem veislan fór fram. Í lýsingu stefnenda segir að „Hátíðahöldin hafi fengið skjótan endi þegar vopnað lið svart- og grímuklæddra sérsveitarmanna hafi ruðst inn á lóð sumarhússins og skipað þeim að leggjast niður.“ Segja þau að mikilli hörku hafi verið beitt og kröfðust þau 1,5 milljóna í skaðabætur frá ríkinu, enda hafi ró þeirra verið raskað með harkalegum hætti en í stefnu þeirra segir að innrásin hafi „eyðilagt brúðkaup stefnenda.“ Lögmaður ríkisins mótmælti kröfu stefnenda. Sagði að sérsveitin hefði ekki beitt vopnum sínum og að aðgerðin hafi aðeins tekið örfáar mínútur. Sagði hann að talinn hafi verið hætta á að sá sem leitað var myndi reyna að flýja eða að hann myndi reyna að verjast handtöku með vopnum eða öðrum hætti. Íslenska ríkið var dæmt til að greiða stefnendum 150 þúsund krónur í bætur en í dóminum var fallist á að á að þessar aðgerðir og framkvæmd þeirra hafi valdið þeim miska, þó ekki hafi verið lögð fram fram haldbær gögn um að frelsisskerðingin hafi haft neinar varanlegar andlegar eða líkamlegar afleiðingar fyrir stefnendur.Dóm héraðsdóms má sjá hér.
Dómsmál Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Sjá meira