Fá bætur eftir að sérsveitin „eyðilagði brúðkaup“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. apríl 2017 17:49 Sérsveitin við æfingar. Vísir/GVA Íslenska ríkinu hefur verið gert að greiða brúðhjónum og gesti þeirra skaðabætur eftir að sérsveitarmenn gerðu áhlaup á sumarhús í Grímsnesi þar sem þau héldu veislu 2013. Lögreglan leitaði á þessum tíma að Stefáni Loga Sívarssyni sem var í felum. Taldi lögregla sig hafa upplýsingar um að Stefán Logi dveldist í umræddum sumarbústað. Stefán Logi á sér langa afbrotasögu en hann hlaut meðal annars sex ára fangelsisdóm í Stokkseyrarmálinu svokallaða. Vopnaðir sérsveitarmenn gerðu áhlaup á sumarhúsið þar sem veislan fór fram. Í lýsingu stefnenda segir að „Hátíðahöldin hafi fengið skjótan endi þegar vopnað lið svart- og grímuklæddra sérsveitarmanna hafi ruðst inn á lóð sumarhússins og skipað þeim að leggjast niður.“ Segja þau að mikilli hörku hafi verið beitt og kröfðust þau 1,5 milljóna í skaðabætur frá ríkinu, enda hafi ró þeirra verið raskað með harkalegum hætti en í stefnu þeirra segir að innrásin hafi „eyðilagt brúðkaup stefnenda.“ Lögmaður ríkisins mótmælti kröfu stefnenda. Sagði að sérsveitin hefði ekki beitt vopnum sínum og að aðgerðin hafi aðeins tekið örfáar mínútur. Sagði hann að talinn hafi verið hætta á að sá sem leitað var myndi reyna að flýja eða að hann myndi reyna að verjast handtöku með vopnum eða öðrum hætti. Íslenska ríkið var dæmt til að greiða stefnendum 150 þúsund krónur í bætur en í dóminum var fallist á að á að þessar aðgerðir og framkvæmd þeirra hafi valdið þeim miska, þó ekki hafi verið lögð fram fram haldbær gögn um að frelsisskerðingin hafi haft neinar varanlegar andlegar eða líkamlegar afleiðingar fyrir stefnendur.Dóm héraðsdóms má sjá hér. Dómsmál Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Fleiri fréttir Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Sjá meira
Íslenska ríkinu hefur verið gert að greiða brúðhjónum og gesti þeirra skaðabætur eftir að sérsveitarmenn gerðu áhlaup á sumarhús í Grímsnesi þar sem þau héldu veislu 2013. Lögreglan leitaði á þessum tíma að Stefáni Loga Sívarssyni sem var í felum. Taldi lögregla sig hafa upplýsingar um að Stefán Logi dveldist í umræddum sumarbústað. Stefán Logi á sér langa afbrotasögu en hann hlaut meðal annars sex ára fangelsisdóm í Stokkseyrarmálinu svokallaða. Vopnaðir sérsveitarmenn gerðu áhlaup á sumarhúsið þar sem veislan fór fram. Í lýsingu stefnenda segir að „Hátíðahöldin hafi fengið skjótan endi þegar vopnað lið svart- og grímuklæddra sérsveitarmanna hafi ruðst inn á lóð sumarhússins og skipað þeim að leggjast niður.“ Segja þau að mikilli hörku hafi verið beitt og kröfðust þau 1,5 milljóna í skaðabætur frá ríkinu, enda hafi ró þeirra verið raskað með harkalegum hætti en í stefnu þeirra segir að innrásin hafi „eyðilagt brúðkaup stefnenda.“ Lögmaður ríkisins mótmælti kröfu stefnenda. Sagði að sérsveitin hefði ekki beitt vopnum sínum og að aðgerðin hafi aðeins tekið örfáar mínútur. Sagði hann að talinn hafi verið hætta á að sá sem leitað var myndi reyna að flýja eða að hann myndi reyna að verjast handtöku með vopnum eða öðrum hætti. Íslenska ríkið var dæmt til að greiða stefnendum 150 þúsund krónur í bætur en í dóminum var fallist á að á að þessar aðgerðir og framkvæmd þeirra hafi valdið þeim miska, þó ekki hafi verið lögð fram fram haldbær gögn um að frelsisskerðingin hafi haft neinar varanlegar andlegar eða líkamlegar afleiðingar fyrir stefnendur.Dóm héraðsdóms má sjá hér.
Dómsmál Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Fleiri fréttir Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Sjá meira