Starfsemi United Silicon stöðvuð Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. apríl 2017 09:07 Verksmiðja United Silicon í Helguvík Vísir/Eyþór Umhverfisstofnun ákvað með bréfi í gær að stöðva starfsemi United Silicom í Helguvík. Rekstraraðila verður ekki heimilt að gangsetja ljósbogaofn verksmiðjunnar nema að fengnu leyfi Umhverfisstofnunar til frekari greiningar á lyktarmengun. Stöðvunin gildir þangað til skýringar liggja fyrir um orsakir lyktarmengunar og nægjanlegar úrbætur framkvæmdar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Umhverfisstofnun. Í bréfi Umhverfisstofnunar segir að jákvæð þróun hafi orðið varðandaði ráðstafanir United Silicon að undanförnu hvað varðar greiningu á vandamálum verksmiðjunnar og leiðum til úrbóta. Engu að síður telur Umhverfisstofnun nausðynlegt að fullnægjandi upplýsingar liggi fyrir um orsök lyktarmengunar sem kvartað hefur verið yfir og ráðstafanir til úrbóta áður en reglubundinn rekstur ljósbogaofns verði heimilaður á ný.Þurfa að tilkynna íbúum með fyrirvara verði ofninn gangsettur Umhverfisstofnun fyrirskipaði þann 18. apríl síðastliðinn að starfsemi kísilverksmiðjunnar skyldi stöðvuð en forsvarsmenn United Silicon fengu frest til gærdagsins til þess að andmæla ákvörðun Umhverfisstofnunar.Framtíð verksmiðjunnar er hulin óvissu.Vísir/VilhelmÍ andmælum United Silicon kom fram að fyrirtækið geri ekki efnislegar athugasemdir við áform Umhverfisstofnunar um lokun. Þá kom einnig fram að leitað hafi verið til norsks ráðgjafafyrirtækis til þess að leysa vandamál verksmiðjunnar. Umhverfisstofnun vinunr nú að útttekt á verksmiðjunni og mun einnig heimila United Silicon að gangsetja ljósbogaofninn vegna frekari greiningar lyktarmengunar og mati á mögulegum úrbótum. Í bréfinu segir að tilkynna skuli Umhverfisstofnun um tímasetningu fyrirhugaðrar upppkeyrslu ofnsins. Mikilvægt sé að við tímasetningu slíkrar gangsetningu sé miðað við hagstæða vindátt til að draga úr áhrifum á íbúa. Þá muni Umhverfisstofnun hafa eftirlit með uppkeyrslunni og er tímasetning hennar því háð samþykki stofnunarinnar. Þá þarf United Silicon einnig að tilkynna íbúum Reykjanesbæjar um fyrirhugaða uppkeyrslu með fyrirvara. Stöðvun á starfsemi United Silicon varir þar til skýringar liggja fyrir um orsakir lyktarmengunar og nægjanlegar úrbætur framkvæmdar að mati Umhverfisstofnunar, að því er segir í bréfinu sem nálgast má hér fyrir neðan. United Silicon Tengdar fréttir Ofnstöðvun skýrir mengun Eins og vitað var eru það óvæntar stöðvanir ljósbogaofnsins í verksmiðju United Silicon í Helguvík sem veldur hinni miklu loftmengun sem stafað hefur frá verksmiðjunni að undanförnu. 25. apríl 2017 07:00 Ræsa ekki ljósbogaofninn án samráðs við Umhverfisstofnun United Silicon hefur ákveðið að leita til norsku loftrannsóknarstofnunarinnar til að framkvæma mælingar á loftgæðum í nágrenni við kísilmálmverksmiðjuna í Helguvík þegar ljósbogaofn verksmiðjunnar verður ræstur að nýju. United Silicon hefur engin áform um að ræsa ofninn aftur án samráðs við Umhverfisstofnun. 25. apríl 2017 18:45 Segir engan starfsmann United Silicon missa vinnuna þrátt fyrir framleiðslustopp Talsmaður United Silicon segir að enginn starfsmaður muni missa vinnuna þrátt fyrir að kísilmálmframleiðsla sé stopp og ekki ljóst hvenær starfsemi geti hafist aftur. 21. apríl 2017 18:45 Umhverfisstofnun þraut þolinmæðina gagnvart United Silicon Þegar staðhæfingar United Silicon um að búið væri að leysa vissa tæknilega erfiðleika reyndust innistæðulausar greip Umhverfisstofnun til aðgerða. 21. apríl 2017 06:00 Laust rör olli eldinum í United Silicon Vinnueftirlitið rannsakar brunann sem kom upp í síðustu viku. 25. apríl 2017 18:42 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Sprengdi sig í loft upp við dómshús Erlent Fleiri fréttir Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Sjá meira
Umhverfisstofnun ákvað með bréfi í gær að stöðva starfsemi United Silicom í Helguvík. Rekstraraðila verður ekki heimilt að gangsetja ljósbogaofn verksmiðjunnar nema að fengnu leyfi Umhverfisstofnunar til frekari greiningar á lyktarmengun. Stöðvunin gildir þangað til skýringar liggja fyrir um orsakir lyktarmengunar og nægjanlegar úrbætur framkvæmdar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Umhverfisstofnun. Í bréfi Umhverfisstofnunar segir að jákvæð þróun hafi orðið varðandaði ráðstafanir United Silicon að undanförnu hvað varðar greiningu á vandamálum verksmiðjunnar og leiðum til úrbóta. Engu að síður telur Umhverfisstofnun nausðynlegt að fullnægjandi upplýsingar liggi fyrir um orsök lyktarmengunar sem kvartað hefur verið yfir og ráðstafanir til úrbóta áður en reglubundinn rekstur ljósbogaofns verði heimilaður á ný.Þurfa að tilkynna íbúum með fyrirvara verði ofninn gangsettur Umhverfisstofnun fyrirskipaði þann 18. apríl síðastliðinn að starfsemi kísilverksmiðjunnar skyldi stöðvuð en forsvarsmenn United Silicon fengu frest til gærdagsins til þess að andmæla ákvörðun Umhverfisstofnunar.Framtíð verksmiðjunnar er hulin óvissu.Vísir/VilhelmÍ andmælum United Silicon kom fram að fyrirtækið geri ekki efnislegar athugasemdir við áform Umhverfisstofnunar um lokun. Þá kom einnig fram að leitað hafi verið til norsks ráðgjafafyrirtækis til þess að leysa vandamál verksmiðjunnar. Umhverfisstofnun vinunr nú að útttekt á verksmiðjunni og mun einnig heimila United Silicon að gangsetja ljósbogaofninn vegna frekari greiningar lyktarmengunar og mati á mögulegum úrbótum. Í bréfinu segir að tilkynna skuli Umhverfisstofnun um tímasetningu fyrirhugaðrar upppkeyrslu ofnsins. Mikilvægt sé að við tímasetningu slíkrar gangsetningu sé miðað við hagstæða vindátt til að draga úr áhrifum á íbúa. Þá muni Umhverfisstofnun hafa eftirlit með uppkeyrslunni og er tímasetning hennar því háð samþykki stofnunarinnar. Þá þarf United Silicon einnig að tilkynna íbúum Reykjanesbæjar um fyrirhugaða uppkeyrslu með fyrirvara. Stöðvun á starfsemi United Silicon varir þar til skýringar liggja fyrir um orsakir lyktarmengunar og nægjanlegar úrbætur framkvæmdar að mati Umhverfisstofnunar, að því er segir í bréfinu sem nálgast má hér fyrir neðan.
United Silicon Tengdar fréttir Ofnstöðvun skýrir mengun Eins og vitað var eru það óvæntar stöðvanir ljósbogaofnsins í verksmiðju United Silicon í Helguvík sem veldur hinni miklu loftmengun sem stafað hefur frá verksmiðjunni að undanförnu. 25. apríl 2017 07:00 Ræsa ekki ljósbogaofninn án samráðs við Umhverfisstofnun United Silicon hefur ákveðið að leita til norsku loftrannsóknarstofnunarinnar til að framkvæma mælingar á loftgæðum í nágrenni við kísilmálmverksmiðjuna í Helguvík þegar ljósbogaofn verksmiðjunnar verður ræstur að nýju. United Silicon hefur engin áform um að ræsa ofninn aftur án samráðs við Umhverfisstofnun. 25. apríl 2017 18:45 Segir engan starfsmann United Silicon missa vinnuna þrátt fyrir framleiðslustopp Talsmaður United Silicon segir að enginn starfsmaður muni missa vinnuna þrátt fyrir að kísilmálmframleiðsla sé stopp og ekki ljóst hvenær starfsemi geti hafist aftur. 21. apríl 2017 18:45 Umhverfisstofnun þraut þolinmæðina gagnvart United Silicon Þegar staðhæfingar United Silicon um að búið væri að leysa vissa tæknilega erfiðleika reyndust innistæðulausar greip Umhverfisstofnun til aðgerða. 21. apríl 2017 06:00 Laust rör olli eldinum í United Silicon Vinnueftirlitið rannsakar brunann sem kom upp í síðustu viku. 25. apríl 2017 18:42 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Sprengdi sig í loft upp við dómshús Erlent Fleiri fréttir Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Sjá meira
Ofnstöðvun skýrir mengun Eins og vitað var eru það óvæntar stöðvanir ljósbogaofnsins í verksmiðju United Silicon í Helguvík sem veldur hinni miklu loftmengun sem stafað hefur frá verksmiðjunni að undanförnu. 25. apríl 2017 07:00
Ræsa ekki ljósbogaofninn án samráðs við Umhverfisstofnun United Silicon hefur ákveðið að leita til norsku loftrannsóknarstofnunarinnar til að framkvæma mælingar á loftgæðum í nágrenni við kísilmálmverksmiðjuna í Helguvík þegar ljósbogaofn verksmiðjunnar verður ræstur að nýju. United Silicon hefur engin áform um að ræsa ofninn aftur án samráðs við Umhverfisstofnun. 25. apríl 2017 18:45
Segir engan starfsmann United Silicon missa vinnuna þrátt fyrir framleiðslustopp Talsmaður United Silicon segir að enginn starfsmaður muni missa vinnuna þrátt fyrir að kísilmálmframleiðsla sé stopp og ekki ljóst hvenær starfsemi geti hafist aftur. 21. apríl 2017 18:45
Umhverfisstofnun þraut þolinmæðina gagnvart United Silicon Þegar staðhæfingar United Silicon um að búið væri að leysa vissa tæknilega erfiðleika reyndust innistæðulausar greip Umhverfisstofnun til aðgerða. 21. apríl 2017 06:00
Laust rör olli eldinum í United Silicon Vinnueftirlitið rannsakar brunann sem kom upp í síðustu viku. 25. apríl 2017 18:42