Hefur ekki áhyggjur af frumvarpinu þrátt fyrir efasemdir einstaka þingmanna Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 26. apríl 2017 10:59 Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra. Vísir/Ernir Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, segist ekki hafa áhyggjur af því að frumvarp um jafnlaunavottun nái ekki fram að ganga þrátt fyrir að einstaka stjórnarþingmenn hafi lýst yfir efasemdum um frumvarpið. Hann mælti fyrir frumvarpinu í gærkvöldi. „Stutta svarið er nei. Ég hef engar áhyggjur af því. Ég tel að um þetta mál sé víðtækur stuðningur í þinginu og þó svo það sé vissulega rétt að einstaka þingmenn stjórnarmeirihlutans hafi viðrað efasemdir þá er ég ekki í nokkrum vafa um að frumvarpið njóti víðtæks stuðnings,“ sagði Þorsteinn við fyrirspurn Oddnýjar Harðardóttur, þingmanns Samfylkingarinnar, á Alþingi í gær. Tveir þingmenn Sjálfstæðisflokks; Brynjar Níelsson og Óli Björn Kárason hafa lýst því yfir að þeir muni ekki styðja frumvarp Þorsteins. Þá hefur Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra einnig lýst yfir efasemdum en hún ritaði grein á dögunum þar sem hún dró kynbundinn launamun í efa.Augljóst veikleikamerki? Oddný Harðardóttir sagðist taka vel í frumvarpið. Hún spurði hins vegar hvort það sé ekki augljóst veikleikamerki á ríkisstjórnarsamstarfinu að svo stórt mál njóti ekki stuðnings allra stjórnarþingmanna. Þorsteinn sagðist ekki telja það veikleikamerki enda sé hann fullviss um að frumvarpið muni njóta víðtæks stuðnings. Oddný benti jafnframt á að lög séu í gildi um að konum og körlum séu greidd jöfn laun, en að þeim lögum sé ekki framfylgt. Lagði hún því til að aðilar vinnumarkaðarins tækju þessi mál í sínar hendur. „Segjum svo að frumvarpið bara falli, eða nái ekki fram að ganga, væri þá ekki önnur leið – gætu aðilar vinnumarkaðarins ekki bara tekið málið til sín og sagt að ef þingið getur ekki ráðið við þetta þá semjum við um að hafa hlutina með þessum hætti? Ef það ekki líka að mörgu leyti eðlilegi farvegurinn fyrir svona mál, að það sé samið um það á vinnumarkaði um að nýta þetta tæki til þess að sjá til þess að lögin séu uppfyllt,“ sagði húnÓlíklegt að lögin fæli fyrirtæki frá ráðningum Þá sagði Þorsteinn aðspurður að lögin nái til 1400 fyrirtækja og stofnana og um 70 prósent launþega á vinnumarkaði, þannig að þau dekki stærstan hluta vinnumarkaðarins. Frumvarpið kveður á um að öll fyrirtæki og stofnanir í landinu með 25 starfsmenn eða fleiri þurfi að undirgangast ferli til að greina kynbundinn launamun, og aðspurður sagðist Þorsteinn ekki hafa áhyggjur af því að lögin fæli fyrirtæki frá ráðningum. „Það dreg ég stórlega í efa,“ sagði hann. Samkvæmt skýrslu á vegum velferðarráðuneytisins frá 2015 er launamunur kynjanna 7,6 prósent hjá vinnumarkaðnum í heild. Alþingi Tengdar fréttir Efasemdir um jafnlaunavottun innan stjórnarandstöðunnar Frumvarp ríkisstjórnarinnar um jafnlaunavottun fær líklega brautargengi á Alþingi þrátt fyrir efasemdaraddir innan stjórnarandstöðunnar. Fulltrúar allra flokka eru sammála um að markmið frumvarpsins sé göfugt. 7. apríl 2017 06:00 Brynjar mun ekki greiða atkvæði með jafnlaunavottun Þorsteins Jafnlaunavottunin setur Sjálfstæðismenn í bobba. 5. apríl 2017 15:51 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Fleiri fréttir Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Sjá meira
Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, segist ekki hafa áhyggjur af því að frumvarp um jafnlaunavottun nái ekki fram að ganga þrátt fyrir að einstaka stjórnarþingmenn hafi lýst yfir efasemdum um frumvarpið. Hann mælti fyrir frumvarpinu í gærkvöldi. „Stutta svarið er nei. Ég hef engar áhyggjur af því. Ég tel að um þetta mál sé víðtækur stuðningur í þinginu og þó svo það sé vissulega rétt að einstaka þingmenn stjórnarmeirihlutans hafi viðrað efasemdir þá er ég ekki í nokkrum vafa um að frumvarpið njóti víðtæks stuðnings,“ sagði Þorsteinn við fyrirspurn Oddnýjar Harðardóttur, þingmanns Samfylkingarinnar, á Alþingi í gær. Tveir þingmenn Sjálfstæðisflokks; Brynjar Níelsson og Óli Björn Kárason hafa lýst því yfir að þeir muni ekki styðja frumvarp Þorsteins. Þá hefur Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra einnig lýst yfir efasemdum en hún ritaði grein á dögunum þar sem hún dró kynbundinn launamun í efa.Augljóst veikleikamerki? Oddný Harðardóttir sagðist taka vel í frumvarpið. Hún spurði hins vegar hvort það sé ekki augljóst veikleikamerki á ríkisstjórnarsamstarfinu að svo stórt mál njóti ekki stuðnings allra stjórnarþingmanna. Þorsteinn sagðist ekki telja það veikleikamerki enda sé hann fullviss um að frumvarpið muni njóta víðtæks stuðnings. Oddný benti jafnframt á að lög séu í gildi um að konum og körlum séu greidd jöfn laun, en að þeim lögum sé ekki framfylgt. Lagði hún því til að aðilar vinnumarkaðarins tækju þessi mál í sínar hendur. „Segjum svo að frumvarpið bara falli, eða nái ekki fram að ganga, væri þá ekki önnur leið – gætu aðilar vinnumarkaðarins ekki bara tekið málið til sín og sagt að ef þingið getur ekki ráðið við þetta þá semjum við um að hafa hlutina með þessum hætti? Ef það ekki líka að mörgu leyti eðlilegi farvegurinn fyrir svona mál, að það sé samið um það á vinnumarkaði um að nýta þetta tæki til þess að sjá til þess að lögin séu uppfyllt,“ sagði húnÓlíklegt að lögin fæli fyrirtæki frá ráðningum Þá sagði Þorsteinn aðspurður að lögin nái til 1400 fyrirtækja og stofnana og um 70 prósent launþega á vinnumarkaði, þannig að þau dekki stærstan hluta vinnumarkaðarins. Frumvarpið kveður á um að öll fyrirtæki og stofnanir í landinu með 25 starfsmenn eða fleiri þurfi að undirgangast ferli til að greina kynbundinn launamun, og aðspurður sagðist Þorsteinn ekki hafa áhyggjur af því að lögin fæli fyrirtæki frá ráðningum. „Það dreg ég stórlega í efa,“ sagði hann. Samkvæmt skýrslu á vegum velferðarráðuneytisins frá 2015 er launamunur kynjanna 7,6 prósent hjá vinnumarkaðnum í heild.
Alþingi Tengdar fréttir Efasemdir um jafnlaunavottun innan stjórnarandstöðunnar Frumvarp ríkisstjórnarinnar um jafnlaunavottun fær líklega brautargengi á Alþingi þrátt fyrir efasemdaraddir innan stjórnarandstöðunnar. Fulltrúar allra flokka eru sammála um að markmið frumvarpsins sé göfugt. 7. apríl 2017 06:00 Brynjar mun ekki greiða atkvæði með jafnlaunavottun Þorsteins Jafnlaunavottunin setur Sjálfstæðismenn í bobba. 5. apríl 2017 15:51 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Fleiri fréttir Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Sjá meira
Efasemdir um jafnlaunavottun innan stjórnarandstöðunnar Frumvarp ríkisstjórnarinnar um jafnlaunavottun fær líklega brautargengi á Alþingi þrátt fyrir efasemdaraddir innan stjórnarandstöðunnar. Fulltrúar allra flokka eru sammála um að markmið frumvarpsins sé göfugt. 7. apríl 2017 06:00
Brynjar mun ekki greiða atkvæði með jafnlaunavottun Þorsteins Jafnlaunavottunin setur Sjálfstæðismenn í bobba. 5. apríl 2017 15:51