Sjúklingar fá ekki lyf sem læknar vilja ávísa Sveinn Arnarsson skrifar 27. apríl 2017 07:00 Sjúklingar geta ekki beðið endalaust eftir nýjum lyfjum að mati lækna. vísir/anton brink „Ég sá hvað krabbameinslæknirinn hennar mömmu var leiður yfir því að vera settur í þá stöðu að þurfa að segja sjúklingum þetta, að ný og betri lyf verði ekki tiltæk á þessu ári,“ segir Linda Hlín Þórðardóttir, dóttir krabbameinsveikrar konu sem er í eftirmeðferð á krabbameinsdeild LSH eftir að hafa greinst með erfitt krabbamein haustið 2014. „Ég fann að þolinmæði hans var á þrotum. Þegar við ræddum um ný lyf, þá sagði læknirinn að það væri ekki búið að innleiða ný lyf og það væri ekki búið að gera ráð fyrir fjármagni á þessu ári til nýrra lyfja. Við erum langt á eftir hinum Norðurlöndunum þegar kemur að þessu,“ bætir Linda Hlín við. „Starfsfólk LSH er auðvitað fyrsta flokks en lyfin ekki. Ég einhvern veginn fylltist vonleysi og reiði.“Linda Hlín ÞórðardóttirSvo virðist sem krabbameinslæknar á Landspítala geti ekki gefið krabbameinssjúkum þau lyf sem þeir vilja vegna þess að ekki er til fjármagn til að taka upp ný krabbameinslyf. Örvar Gunnarsson, krabbameinslæknir á LSH, segir þolinmæði krabbameinslækna á þrotum og staðfestir að til séu lyf sem hann væri til í að nota í meðferðir en geti það ekki vegna fjárskorts. „Ég held að flestir krabbameinslæknar séu þeirrar skoðunar. Við erum langt á eftir Norðurlöndunum og sjúklingar geta ekki beðið eftir þessu endalaust. Þolinmæðin er á þrotum,“ segir Örvar. Ríkisstjórnin samþykkti á fundi um miðjan febrúar að tryggja upptöku nýrra lyfja á þessu ári. Hins vegar hefur lítið gerst og fjármunum hefur ekki enn verið varið til málaflokksins þrátt fyrir gefið loforð.Óttarr ProppéÁkvörðun ríkisstjórnar var að fela mér og fjármálaráðherra að fara yfir málið. Það var fyrirséð að mikil vöntun á fjármagni væri í málaflokknum miðað við fjárlög sem samþykkt voru í desember. Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra segir málið í farvegi innan ráðuneytis velferðarmála, fjármála- og efnahagsráðuneytis og hjá lyfjagreiðslunefnd. „Ákvörðun ríkisstjórnar var að fela mér og fjármálaráðherra að fara yfir málið. Það var fyrirséð að mikil vöntun á fjármagni væri í málaflokknum miðað við fjárlög sem samþykkt voru í desember,“ segir Óttarr. „Við höfum verið að vinna í því og verið í samtali við formann lyfjagreiðslunefndar að skoða stöðuna og sjá hvernig við getum tryggt innleiðingu nýrra lyfja. Síðan erum við í samráði við fjármálaráðuneytið að meta fjármálahlið málsins.“ Svandís Svavarsdóttir, þingkona VG, hefur spurst fyrir um málið í skriflegri fyrirspurn til ráðherra. Hún brýnir hann til góðra verka. „Heilbrigðisráðherra verður að hafa bein í nefinu til að taka á þessu vandamáli sem fyrst. Það skiptir miklu máli að menn fari eftir því sem sagt var fyrir kosningar, að heilbrigðismál verði sett í forgang.“ Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Fleiri fréttir „Reyndum að láta hana bíta okkur“ Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Sjá meira
„Ég sá hvað krabbameinslæknirinn hennar mömmu var leiður yfir því að vera settur í þá stöðu að þurfa að segja sjúklingum þetta, að ný og betri lyf verði ekki tiltæk á þessu ári,“ segir Linda Hlín Þórðardóttir, dóttir krabbameinsveikrar konu sem er í eftirmeðferð á krabbameinsdeild LSH eftir að hafa greinst með erfitt krabbamein haustið 2014. „Ég fann að þolinmæði hans var á þrotum. Þegar við ræddum um ný lyf, þá sagði læknirinn að það væri ekki búið að innleiða ný lyf og það væri ekki búið að gera ráð fyrir fjármagni á þessu ári til nýrra lyfja. Við erum langt á eftir hinum Norðurlöndunum þegar kemur að þessu,“ bætir Linda Hlín við. „Starfsfólk LSH er auðvitað fyrsta flokks en lyfin ekki. Ég einhvern veginn fylltist vonleysi og reiði.“Linda Hlín ÞórðardóttirSvo virðist sem krabbameinslæknar á Landspítala geti ekki gefið krabbameinssjúkum þau lyf sem þeir vilja vegna þess að ekki er til fjármagn til að taka upp ný krabbameinslyf. Örvar Gunnarsson, krabbameinslæknir á LSH, segir þolinmæði krabbameinslækna á þrotum og staðfestir að til séu lyf sem hann væri til í að nota í meðferðir en geti það ekki vegna fjárskorts. „Ég held að flestir krabbameinslæknar séu þeirrar skoðunar. Við erum langt á eftir Norðurlöndunum og sjúklingar geta ekki beðið eftir þessu endalaust. Þolinmæðin er á þrotum,“ segir Örvar. Ríkisstjórnin samþykkti á fundi um miðjan febrúar að tryggja upptöku nýrra lyfja á þessu ári. Hins vegar hefur lítið gerst og fjármunum hefur ekki enn verið varið til málaflokksins þrátt fyrir gefið loforð.Óttarr ProppéÁkvörðun ríkisstjórnar var að fela mér og fjármálaráðherra að fara yfir málið. Það var fyrirséð að mikil vöntun á fjármagni væri í málaflokknum miðað við fjárlög sem samþykkt voru í desember. Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra segir málið í farvegi innan ráðuneytis velferðarmála, fjármála- og efnahagsráðuneytis og hjá lyfjagreiðslunefnd. „Ákvörðun ríkisstjórnar var að fela mér og fjármálaráðherra að fara yfir málið. Það var fyrirséð að mikil vöntun á fjármagni væri í málaflokknum miðað við fjárlög sem samþykkt voru í desember,“ segir Óttarr. „Við höfum verið að vinna í því og verið í samtali við formann lyfjagreiðslunefndar að skoða stöðuna og sjá hvernig við getum tryggt innleiðingu nýrra lyfja. Síðan erum við í samráði við fjármálaráðuneytið að meta fjármálahlið málsins.“ Svandís Svavarsdóttir, þingkona VG, hefur spurst fyrir um málið í skriflegri fyrirspurn til ráðherra. Hún brýnir hann til góðra verka. „Heilbrigðisráðherra verður að hafa bein í nefinu til að taka á þessu vandamáli sem fyrst. Það skiptir miklu máli að menn fari eftir því sem sagt var fyrir kosningar, að heilbrigðismál verði sett í forgang.“
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Fleiri fréttir „Reyndum að láta hana bíta okkur“ Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Sjá meira