Ætla í samkeppni við Nasdaq í sumar og rjúfa einokun Haraldur Guðmundsson skrifar 12. apríl 2017 08:00 Nasdaq verðbréfamiðstöð hf. hefur um árabil haft einokunarstöðu á markaði með skráningu verðbréfa. Vísir/Stefán Eigendur Verðbréfamiðstöðvarinnar hf. skiluðu starfsleyfisumsókn til fjármálaráðuneytisins í síðasta mánuði og vilja hefja rekstur í sumar og þá samkeppni við Nasdaq á Íslandi. Samkvæmt heimildum Markaðarins er búið að kalla inn allt hlutafé félagsins eða 300 milljónir króna en eigendahópurinn samanstendur af Arion banka, Íslandsbanka, fimm lífeyrissjóðum og einkafjárfestum. Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur þrjá mánuði til að fara yfir umsóknina en stefnt hefur verið að opnun nýju verðbréfamiðstöðvarinnar síðan 2015. Búið er að ganga frá kaupum og innleiðingu á tölvukerfi félagsins. Verðbréfamiðstöðin mun sjá um útgáfu, vörslu og uppgjör verðbréfa fyrir lífeyrissjóði, fjármálafyrirtæki og hið opinbera eða veita sömu þjónustu og Nasdaq verðbréfamiðstöð hf. býður nú. Einar S. Sigurjónsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Verðbréfaskráningar Íslands á árunum 1998 til 2013, og Arnar Arinbjarnarson, fjárfestir og fyrrverandi yfirmaður viðskiptaþróunar MP banka, eiga samtals um 20 prósenta hlut í félaginu og lögmennirnir Daði Bjarnason og Jóhann Tómasson um tíu prósent í gegnum félag sitt Lagahvol slf. Hluthafarnir eru alls tíu talsins og eiga allir álíka mikið en þar má einnig finna Lífeyrissjóð verslunarmanna, Gildi-lífeyrissjóð, Almenna lífeyrissjóðinn, Sameinaða lífeyrissjóðinn og Lífsverk. Samkvæmt upplýsingum Markaðarins leita þeir nú að hentugu húsnæði undir starfsemina. Stjórn Verðbréfamiðstöðvarinnar er skipuð þeim Gísla Kr. Heimissyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra rekstrarsviðs MP banka, Vilmundi Jósefssyni, fyrrverandi formanni Samtaka atvinnulífsins og stjórnarmanni í Vodafone, og Sigþrúði Ármann, lögfræðingi og framkvæmdastjóra EXEDRA. Einar er framkvæmdastjóri félagsins en ekki náðist í hann við vinnslu fréttarinnar. Hluthafarnir ætla sér í beina samkeppni við Nasdaq verðbréfamiðstöð hf. sem er aftur í eigu bandarísku kauphallarsamstæðunnar NasdaqOMX. Ekkert annað félag hér á landi er nú með starfsleyfi sem verðbréfamiðstöð samkvæmt lögum um rafræna eignaskráningu verðbréfa og Nasdaq því í einokunarstöðu. Eigendur félagsins hafa hagnast verulega á rekstri þess á undanförnum árum en afkoma þess eftir skatta árið 2015 batnaði um 60 milljónir króna milli ára og nam samtals tæplega 328 milljónum. Það jafngilti um 54 prósenta ávöxtun eigin fjár en það var 607 milljónir í árslok 2015.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Birtist í Fréttablaðinu Markaðir Mest lesið Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Viðskipti innlent Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Viðskipti innlent Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Viðskipti innlent Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Sjá meira
Eigendur Verðbréfamiðstöðvarinnar hf. skiluðu starfsleyfisumsókn til fjármálaráðuneytisins í síðasta mánuði og vilja hefja rekstur í sumar og þá samkeppni við Nasdaq á Íslandi. Samkvæmt heimildum Markaðarins er búið að kalla inn allt hlutafé félagsins eða 300 milljónir króna en eigendahópurinn samanstendur af Arion banka, Íslandsbanka, fimm lífeyrissjóðum og einkafjárfestum. Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur þrjá mánuði til að fara yfir umsóknina en stefnt hefur verið að opnun nýju verðbréfamiðstöðvarinnar síðan 2015. Búið er að ganga frá kaupum og innleiðingu á tölvukerfi félagsins. Verðbréfamiðstöðin mun sjá um útgáfu, vörslu og uppgjör verðbréfa fyrir lífeyrissjóði, fjármálafyrirtæki og hið opinbera eða veita sömu þjónustu og Nasdaq verðbréfamiðstöð hf. býður nú. Einar S. Sigurjónsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Verðbréfaskráningar Íslands á árunum 1998 til 2013, og Arnar Arinbjarnarson, fjárfestir og fyrrverandi yfirmaður viðskiptaþróunar MP banka, eiga samtals um 20 prósenta hlut í félaginu og lögmennirnir Daði Bjarnason og Jóhann Tómasson um tíu prósent í gegnum félag sitt Lagahvol slf. Hluthafarnir eru alls tíu talsins og eiga allir álíka mikið en þar má einnig finna Lífeyrissjóð verslunarmanna, Gildi-lífeyrissjóð, Almenna lífeyrissjóðinn, Sameinaða lífeyrissjóðinn og Lífsverk. Samkvæmt upplýsingum Markaðarins leita þeir nú að hentugu húsnæði undir starfsemina. Stjórn Verðbréfamiðstöðvarinnar er skipuð þeim Gísla Kr. Heimissyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra rekstrarsviðs MP banka, Vilmundi Jósefssyni, fyrrverandi formanni Samtaka atvinnulífsins og stjórnarmanni í Vodafone, og Sigþrúði Ármann, lögfræðingi og framkvæmdastjóra EXEDRA. Einar er framkvæmdastjóri félagsins en ekki náðist í hann við vinnslu fréttarinnar. Hluthafarnir ætla sér í beina samkeppni við Nasdaq verðbréfamiðstöð hf. sem er aftur í eigu bandarísku kauphallarsamstæðunnar NasdaqOMX. Ekkert annað félag hér á landi er nú með starfsleyfi sem verðbréfamiðstöð samkvæmt lögum um rafræna eignaskráningu verðbréfa og Nasdaq því í einokunarstöðu. Eigendur félagsins hafa hagnast verulega á rekstri þess á undanförnum árum en afkoma þess eftir skatta árið 2015 batnaði um 60 milljónir króna milli ára og nam samtals tæplega 328 milljónum. Það jafngilti um 54 prósenta ávöxtun eigin fjár en það var 607 milljónir í árslok 2015.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Birtist í Fréttablaðinu Markaðir Mest lesið Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Viðskipti innlent Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Viðskipti innlent Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Viðskipti innlent Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Sjá meira