Forstjóri Brims ósáttur við neitun um rannsókn á Ufsabergsmálinu Haraldur Guðmundsson skrifar 12. apríl 2017 10:00 Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims, vildi að rannsóknarmenn skoðuðu samruna VSV og Ufsabergs. Mér finnst skrýtið að ráðuneytið skuli hafa dæmt í málinu en við héldum að þeir ættu einungis að skipa rannsóknarmenn. Það er umhugsunarefni hvort minnihlutavernd sé enn við lýði í hlutafélögum á Íslandi,“ segir Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims, um niðurstöðu atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins um að hafna beiðni sjávarútvegsfyrirtækisins um skipan rannsóknarmanna svo rannsaka mætti tiltekna þætti í starfsemi Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum (VSV) og meðferð eigin fjár í tengslum við samruna VSV og útgerðarinnar Ufsabergs sem samþykkt var í október 2014. Guðmundur vill að öðru leyti ekki tjá sig um málið en ráðuneytið sendi eigendum Brims og VSV niðurstöðu sína í fimmtán blaðsíðna greinargerð sem var í kjölfarið birt á vef síðarnefnda fyrirtækisins á föstudag. Brim, sem er í eigu Guðmundar og Hjálmars Kristjánssona, á 33 prósenta hlut í VSV en átök þeirra bræðra og hóps Vestmannaeyinga sem eiga meirihluta í félaginu eiga sér um tíu ára sögu. Deilurnar náðu hámarki þegar VSV keypti hluti í Ufsabergi árin 2008 og 2011 en bræðurnir voru ósáttir við þá ákvörðun og síðar samruna fyrirtækjanna tveggja.Fengu endurupptöku Brim og einkahlutafélagið Stilla útgerð, sem fór þangað til í mars 2016 með 25 prósent af eignarhlut bræðranna í VSV, fóru fram á að ráðuneytið skipaði rannsóknarmenn. Stilla útgerð bar á aðalfundi VSV þann 2. júní 2015 upp tillögu þess efnis að þeir yrðu tilnefndir með vísan til laga um hlutafélög og fékk hún fylgi hluthafa umfram það lágmark sem ákvæði laganna tilgreinir. Í bréfi til ráðuneytisins í lok þess mánaðar fóru bræðurnir fram á að afhending hlutafjár í eigu félagsins til eigenda Ufsabergs yrði rannsökuð sem og verðmat á eignunum í viðskiptunum og hvort hagsmunir félagsins hafi verið fyrir borð bornir. Rúmu ári síðar héldu eigendur Brims því fram, í öðru bréfi til ráðuneytisins, að raunverulegur tilgangur samrunans við Ufsaberg hefði verið að þynna út hlutafjáreign og völd minnihlutans til hagsbóta fyrir aðra hluthafa og aðstandendur þeirra. Bræðurnir höfðu þá farið fram á að málið yrði endurupptekið, vegna niðurstöðu Hæstaréttar í júní 2016 sem heimilaði samrunann. Héraðsdómur Suðurlands hafði áður ógilt samrunann eða í nóvember 2015 og töldu bræðurnir þá niðurstöðu færa enn frekari rök fyrir að tilnefna ætti rannsóknarmenn.Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri VSV, segir ljóst að ráðuneytið hafi ekki talið tilefni til rannsóknar.„Enginn dómur“ Ráðuneytið rökstyður niðurstöðuna um að hafna rannsóknarbeiðni Brims með vísun til álits Umboðsmanns Alþingis á því hvað skuli teljast „nægilegar ástæður“ til þess að fallist sé á tilmæli minni hluthafa um tilnefningu rannsóknarmanna í félagi. Það eigi einungis við þegar fyrir liggur alvarlegur grunur um óviðeigandi eða óréttmæta háttsemi innan félags svo komið sé í veg fyrir að slík rannsókn sé notuð sem almennt úrræði til óskilgreindrar leitar í fyrirtæki eða tæki til hótana. Ekki væru komnar fram nægjanlegar ástæður til að samþykkja tilmæli um tilnefningu rannsóknarmanna. „Ráðuneytið segir að það sé ekkert tilefni til að fá að þessu rannsóknarmenn. Þetta er enginn dómur heldur einungis niðurstaða. Við höfum komið með öll gögn og allt upp á borðið og ráðuneytið telur einfaldlega ekki tilefni til rannsóknar,“ segir Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri VSV, í samtali við Markaðinn.Hluturinn þynntist Brim eignaðist þriðjungshlutinn í VSV um miðjan mars í fyrra þegar Guðmundur og Hjálmar færðu öll bréf Stillu útgerðar, og önnur sem þeir áttu, í félaginu yfir á sjávarútvegsfyrirtæki sitt. Bræðurnir höfðu skömmu áður keypt tæpan tveggja prósenta hlut í VSV. Í árslok 2015 áttu þeir 25 prósent í VSV í gegnum Stillu og átti Guðmundur þar að auki fjögur prósent í eigin nafni og Hjálmar 1,85 prósent í gegnum KG Fiskverkun ehf. Bréf þeirra í fyrirtækinu í Vestmannaeyjum voru fyrir ári metin á 11,5 milljarða króna. Bræðurnir stefndu í kjölfarið að tveimur stjórnarsætum í VSV og einum manni í varastjórn. Guðmundur sagði þá í samtali við DV að eigendur Brims hefðu talið að áherslur meirihlutaeigenda fyrirtækisins hefðu ekki verið réttar og það því dregist aftur úr öðrum stórum sjávarútvegsfyrirtækjum. Þegar sameining VSV og Ufsabergs gekk svo í gegn í júní í fyrra þynntist eignarhlutur Brims úr um 34 prósentum í 32,88. Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum hafnaði í ágúst í fyrra kröfu Brims um lögbann á hluthafafund VSV sem haldinn var í lok þess mánaðar. Á þeim fundi var ný stjórn félagsins kjörin en krafan um lögbann átti rætur að rekja til deilna um stjórnarkjör á aðalfundi VSV þann 6. júlí sama ár. Þar náðu eigendur Brims einungis inn einum aðalmanni í stjórn og gerðu í kjölfarið athugasemdir við hvernig staðið var að stjórnarkjörinu. Stjórn VSV samþykkti í kjölfarið að boða til hluthafafundarins og var skipan hennar óbreytt í kjölfarið. Ingvar Eyfjörð, eigandi Álftavíkur ehf., var fulltrúi eigenda Brims í stjórn VSV frá ágúst í fyrra og þangað til í síðustu viku. Guðmundur Kristjánsson var þá aftur kjörinn í stjórn félagsins í stað Ingvars.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Birtist í Fréttablaðinu Markaðir Mest lesið Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Viðskipti innlent Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Viðskipti innlent Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Viðskipti innlent Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Sjá meira
Mér finnst skrýtið að ráðuneytið skuli hafa dæmt í málinu en við héldum að þeir ættu einungis að skipa rannsóknarmenn. Það er umhugsunarefni hvort minnihlutavernd sé enn við lýði í hlutafélögum á Íslandi,“ segir Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims, um niðurstöðu atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins um að hafna beiðni sjávarútvegsfyrirtækisins um skipan rannsóknarmanna svo rannsaka mætti tiltekna þætti í starfsemi Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum (VSV) og meðferð eigin fjár í tengslum við samruna VSV og útgerðarinnar Ufsabergs sem samþykkt var í október 2014. Guðmundur vill að öðru leyti ekki tjá sig um málið en ráðuneytið sendi eigendum Brims og VSV niðurstöðu sína í fimmtán blaðsíðna greinargerð sem var í kjölfarið birt á vef síðarnefnda fyrirtækisins á föstudag. Brim, sem er í eigu Guðmundar og Hjálmars Kristjánssona, á 33 prósenta hlut í VSV en átök þeirra bræðra og hóps Vestmannaeyinga sem eiga meirihluta í félaginu eiga sér um tíu ára sögu. Deilurnar náðu hámarki þegar VSV keypti hluti í Ufsabergi árin 2008 og 2011 en bræðurnir voru ósáttir við þá ákvörðun og síðar samruna fyrirtækjanna tveggja.Fengu endurupptöku Brim og einkahlutafélagið Stilla útgerð, sem fór þangað til í mars 2016 með 25 prósent af eignarhlut bræðranna í VSV, fóru fram á að ráðuneytið skipaði rannsóknarmenn. Stilla útgerð bar á aðalfundi VSV þann 2. júní 2015 upp tillögu þess efnis að þeir yrðu tilnefndir með vísan til laga um hlutafélög og fékk hún fylgi hluthafa umfram það lágmark sem ákvæði laganna tilgreinir. Í bréfi til ráðuneytisins í lok þess mánaðar fóru bræðurnir fram á að afhending hlutafjár í eigu félagsins til eigenda Ufsabergs yrði rannsökuð sem og verðmat á eignunum í viðskiptunum og hvort hagsmunir félagsins hafi verið fyrir borð bornir. Rúmu ári síðar héldu eigendur Brims því fram, í öðru bréfi til ráðuneytisins, að raunverulegur tilgangur samrunans við Ufsaberg hefði verið að þynna út hlutafjáreign og völd minnihlutans til hagsbóta fyrir aðra hluthafa og aðstandendur þeirra. Bræðurnir höfðu þá farið fram á að málið yrði endurupptekið, vegna niðurstöðu Hæstaréttar í júní 2016 sem heimilaði samrunann. Héraðsdómur Suðurlands hafði áður ógilt samrunann eða í nóvember 2015 og töldu bræðurnir þá niðurstöðu færa enn frekari rök fyrir að tilnefna ætti rannsóknarmenn.Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri VSV, segir ljóst að ráðuneytið hafi ekki talið tilefni til rannsóknar.„Enginn dómur“ Ráðuneytið rökstyður niðurstöðuna um að hafna rannsóknarbeiðni Brims með vísun til álits Umboðsmanns Alþingis á því hvað skuli teljast „nægilegar ástæður“ til þess að fallist sé á tilmæli minni hluthafa um tilnefningu rannsóknarmanna í félagi. Það eigi einungis við þegar fyrir liggur alvarlegur grunur um óviðeigandi eða óréttmæta háttsemi innan félags svo komið sé í veg fyrir að slík rannsókn sé notuð sem almennt úrræði til óskilgreindrar leitar í fyrirtæki eða tæki til hótana. Ekki væru komnar fram nægjanlegar ástæður til að samþykkja tilmæli um tilnefningu rannsóknarmanna. „Ráðuneytið segir að það sé ekkert tilefni til að fá að þessu rannsóknarmenn. Þetta er enginn dómur heldur einungis niðurstaða. Við höfum komið með öll gögn og allt upp á borðið og ráðuneytið telur einfaldlega ekki tilefni til rannsóknar,“ segir Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri VSV, í samtali við Markaðinn.Hluturinn þynntist Brim eignaðist þriðjungshlutinn í VSV um miðjan mars í fyrra þegar Guðmundur og Hjálmar færðu öll bréf Stillu útgerðar, og önnur sem þeir áttu, í félaginu yfir á sjávarútvegsfyrirtæki sitt. Bræðurnir höfðu skömmu áður keypt tæpan tveggja prósenta hlut í VSV. Í árslok 2015 áttu þeir 25 prósent í VSV í gegnum Stillu og átti Guðmundur þar að auki fjögur prósent í eigin nafni og Hjálmar 1,85 prósent í gegnum KG Fiskverkun ehf. Bréf þeirra í fyrirtækinu í Vestmannaeyjum voru fyrir ári metin á 11,5 milljarða króna. Bræðurnir stefndu í kjölfarið að tveimur stjórnarsætum í VSV og einum manni í varastjórn. Guðmundur sagði þá í samtali við DV að eigendur Brims hefðu talið að áherslur meirihlutaeigenda fyrirtækisins hefðu ekki verið réttar og það því dregist aftur úr öðrum stórum sjávarútvegsfyrirtækjum. Þegar sameining VSV og Ufsabergs gekk svo í gegn í júní í fyrra þynntist eignarhlutur Brims úr um 34 prósentum í 32,88. Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum hafnaði í ágúst í fyrra kröfu Brims um lögbann á hluthafafund VSV sem haldinn var í lok þess mánaðar. Á þeim fundi var ný stjórn félagsins kjörin en krafan um lögbann átti rætur að rekja til deilna um stjórnarkjör á aðalfundi VSV þann 6. júlí sama ár. Þar náðu eigendur Brims einungis inn einum aðalmanni í stjórn og gerðu í kjölfarið athugasemdir við hvernig staðið var að stjórnarkjörinu. Stjórn VSV samþykkti í kjölfarið að boða til hluthafafundarins og var skipan hennar óbreytt í kjölfarið. Ingvar Eyfjörð, eigandi Álftavíkur ehf., var fulltrúi eigenda Brims í stjórn VSV frá ágúst í fyrra og þangað til í síðustu viku. Guðmundur Kristjánsson var þá aftur kjörinn í stjórn félagsins í stað Ingvars.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Birtist í Fréttablaðinu Markaðir Mest lesið Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Viðskipti innlent Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Viðskipti innlent Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Viðskipti innlent Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Sjá meira