VÍS komið með 25 prósent í Kviku eftir kaup á hlut Seðlabankans Hörður Ægisson skrifar 12. apríl 2017 07:30 VÍS og stórir hluthafar í félaginu eiga núna 40% í Kviku. Fréttablaðið/GVA Tryggingafélagið VÍS hefur gengið frá kaupum á 3,06 prósenta hlut Eignasafns Seðlabanka Íslands (ESÍ) í Kviku, samkvæmt heimildum Markaðarins. Eftir kaupin á VÍS liðlega 25 prósenta hlut og er langsamlega stærsti einstaki hluthafi fjárfestingabankans. Hlutur ESÍ var auglýstur til sölu um miðjan síðasta mánuð. Áður hafði VÍS staðið fyrir kaupum á tæplega 22 prósenta hlut í Kviku í ársbyrjun og nam heildarkaupverðið þá um 1.655 milljónum króna. Ekki fást staðfestar upplýsingar um hvað félagið greiddi fyrir hlut Seðlabankans í Kviku en ef gengið var hið sama og í janúar síðastliðnum, þegar VÍS keypti bréf í bankanum fyrir 5,4 krónur á hlut, þá nemur kaupverðið um 230 milljónum króna. Í hluthafahópi Kviku eru jafnframt tveir stærstu einkafjárfestarnir í VÍS með samanlagt fimmtán prósenta hlut. Hjónin Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir og Guðmundur Örn Þórðarson, fyrrverandi aðaleigendur Skeljungs, eignuðust þannig ríflega átta prósenta hlut í bankanum í desember 2016 auk þess sem félagið Grandier ehf., sem er í eigu Sigurðar Bollasonar og meðfjárfesta, keypti á sama tíma um sjö prósent. VÍS og stórir hluthafar í félaginu eiga því núna samanlagt um 40 prósenta hlut í Kviku banka. Svanhildur Nanna var sem kunnugt er kjörin stjórnarformaður VÍS þann 15. mars síðastliðinn og tveimur vikum síðar tilkynnti Herdís Dröfn Fjeldsted, sem hafði áður gegnt starfi stjórnarformanns, að hún hefði ákveðið að segja sig úr stjórn félagsins. Þá var Guðmundur Örn jafnframt kjörinn í stjórn Kviku banka fyrir skemmstu. Fram kom í fréttaskýringu Markaðarins í síðustu viku, þar sem greint var frá því hvernig einkafjárfestar í hluthafahópi VÍS væru búnir að ná völdum í stjórn tryggingafyrirtækisins, að með þeim breytingum sem orðið hafa á stjórn þess væru auknar líkur á því að félagið muni áður en langt um líður falast eftir meirihluta í Kviku. Þannig er vitað að helstu einkafjárfestar VÍS, sem eiga núna þrjá af fjórum fulltrúum í stjórn félagsins, hafa talað hvað mest fyrir sameiningu eða frekari kaupum í Kviku, meðal annars í því skyni að ná fram samlegðaráhrifum í eignastýringarstarfsemi. Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Birtist í Fréttablaðinu Markaðir Mest lesið Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Viðskipti innlent Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Viðskipti innlent Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Viðskipti erlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Fleiri fréttir Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Sjá meira
Tryggingafélagið VÍS hefur gengið frá kaupum á 3,06 prósenta hlut Eignasafns Seðlabanka Íslands (ESÍ) í Kviku, samkvæmt heimildum Markaðarins. Eftir kaupin á VÍS liðlega 25 prósenta hlut og er langsamlega stærsti einstaki hluthafi fjárfestingabankans. Hlutur ESÍ var auglýstur til sölu um miðjan síðasta mánuð. Áður hafði VÍS staðið fyrir kaupum á tæplega 22 prósenta hlut í Kviku í ársbyrjun og nam heildarkaupverðið þá um 1.655 milljónum króna. Ekki fást staðfestar upplýsingar um hvað félagið greiddi fyrir hlut Seðlabankans í Kviku en ef gengið var hið sama og í janúar síðastliðnum, þegar VÍS keypti bréf í bankanum fyrir 5,4 krónur á hlut, þá nemur kaupverðið um 230 milljónum króna. Í hluthafahópi Kviku eru jafnframt tveir stærstu einkafjárfestarnir í VÍS með samanlagt fimmtán prósenta hlut. Hjónin Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir og Guðmundur Örn Þórðarson, fyrrverandi aðaleigendur Skeljungs, eignuðust þannig ríflega átta prósenta hlut í bankanum í desember 2016 auk þess sem félagið Grandier ehf., sem er í eigu Sigurðar Bollasonar og meðfjárfesta, keypti á sama tíma um sjö prósent. VÍS og stórir hluthafar í félaginu eiga því núna samanlagt um 40 prósenta hlut í Kviku banka. Svanhildur Nanna var sem kunnugt er kjörin stjórnarformaður VÍS þann 15. mars síðastliðinn og tveimur vikum síðar tilkynnti Herdís Dröfn Fjeldsted, sem hafði áður gegnt starfi stjórnarformanns, að hún hefði ákveðið að segja sig úr stjórn félagsins. Þá var Guðmundur Örn jafnframt kjörinn í stjórn Kviku banka fyrir skemmstu. Fram kom í fréttaskýringu Markaðarins í síðustu viku, þar sem greint var frá því hvernig einkafjárfestar í hluthafahópi VÍS væru búnir að ná völdum í stjórn tryggingafyrirtækisins, að með þeim breytingum sem orðið hafa á stjórn þess væru auknar líkur á því að félagið muni áður en langt um líður falast eftir meirihluta í Kviku. Þannig er vitað að helstu einkafjárfestar VÍS, sem eiga núna þrjá af fjórum fulltrúum í stjórn félagsins, hafa talað hvað mest fyrir sameiningu eða frekari kaupum í Kviku, meðal annars í því skyni að ná fram samlegðaráhrifum í eignastýringarstarfsemi. Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Birtist í Fréttablaðinu Markaðir Mest lesið Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Viðskipti innlent Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Viðskipti innlent Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Viðskipti erlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Fleiri fréttir Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Sjá meira