Vilja fella Bandaríkin með kjarnorkueldi Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 12. apríl 2017 07:00 Flugmóðurskipið Carl Vinson. vísir/epa Ríkisfréttastofa Norður-Kóreu (KCNA) greindi í gær frá því að Bandaríkjamenn mættu eiga von á gagnaðgerðum eftir að Carl Vinson-flotadeild bandaríska sjóhersins var siglt upp að Kóreuskaga. Eru skipin þar staðsett til að bregðast við eldflaugatilraunum Norður-Kóreu. „Við grátbiðjum aldrei um frið en við munum beita hörðustu gagnaðgerðum gegn þessum ögrandi aðgerðum Bandaríkjamanna. Við munum verja okkur með miklu vopnaafli,“ segir í frétt KCNA sem birt var á ensku. Vísað var í starfsmann utanríkisráðuneytis ríkisins. „Við munum sjá til þess að Bandaríkjamenn beri ábyrgð á hörmulegum afleiðingum sem munu verða vegna svívirðilegra gjörða þeirra,“ segir enn fremur. Í kóreskri útgáfu fréttarinnar kemur fram að ríkið muni ekki missa af tækifærinu til þess að fella heimsveldið með „réttlátum eldi kjarnorkunnar“. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tjáði sig um Norður-Kóreu á Twitter í gær. Sagðist hann hafa látið Xi Jinping, forseta Kína, vita að væntanlegur fríverslunarsamningur ríkjanna yrði betri ef Kínverjar „hjálpuðu til við að leysa Norður-Kóreuvandann“. Trump fundaði með Xi í síðustu viku. „Norður-Kórea er að leita eftir vandræðum. Ef Kínverjar ákveða að hjálpa væri það frábært. Ef ekki þá munum við leysa málin án þeirra!“ segir í tísti Trumps frá því í gær. Þá greindu erlendir miðlar frá því í gær að kínverski herinn hefði sent 150.000 hermenn að landamærunum við Norður-Kóreu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir N-Kóreumenn hóta að varpa kjarnorkusprengju á Bandaríkin Norður-Kóreumenn hóta að varpa kjarnorkusprengju á bandarískt meginland vegna herskipa sem sigla í átt að Kóreuskaganum. 11. apríl 2017 21:57 Skipum Bandaríkjahers siglt í átt að Kóreuskaga Ákvörðunin er sögð tekin vegna vaxandi ógnar vegna kjarnorkuáætlunar Norður-Kóreu. 9. apríl 2017 08:21 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Sjá meira
Ríkisfréttastofa Norður-Kóreu (KCNA) greindi í gær frá því að Bandaríkjamenn mættu eiga von á gagnaðgerðum eftir að Carl Vinson-flotadeild bandaríska sjóhersins var siglt upp að Kóreuskaga. Eru skipin þar staðsett til að bregðast við eldflaugatilraunum Norður-Kóreu. „Við grátbiðjum aldrei um frið en við munum beita hörðustu gagnaðgerðum gegn þessum ögrandi aðgerðum Bandaríkjamanna. Við munum verja okkur með miklu vopnaafli,“ segir í frétt KCNA sem birt var á ensku. Vísað var í starfsmann utanríkisráðuneytis ríkisins. „Við munum sjá til þess að Bandaríkjamenn beri ábyrgð á hörmulegum afleiðingum sem munu verða vegna svívirðilegra gjörða þeirra,“ segir enn fremur. Í kóreskri útgáfu fréttarinnar kemur fram að ríkið muni ekki missa af tækifærinu til þess að fella heimsveldið með „réttlátum eldi kjarnorkunnar“. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tjáði sig um Norður-Kóreu á Twitter í gær. Sagðist hann hafa látið Xi Jinping, forseta Kína, vita að væntanlegur fríverslunarsamningur ríkjanna yrði betri ef Kínverjar „hjálpuðu til við að leysa Norður-Kóreuvandann“. Trump fundaði með Xi í síðustu viku. „Norður-Kórea er að leita eftir vandræðum. Ef Kínverjar ákveða að hjálpa væri það frábært. Ef ekki þá munum við leysa málin án þeirra!“ segir í tísti Trumps frá því í gær. Þá greindu erlendir miðlar frá því í gær að kínverski herinn hefði sent 150.000 hermenn að landamærunum við Norður-Kóreu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir N-Kóreumenn hóta að varpa kjarnorkusprengju á Bandaríkin Norður-Kóreumenn hóta að varpa kjarnorkusprengju á bandarískt meginland vegna herskipa sem sigla í átt að Kóreuskaganum. 11. apríl 2017 21:57 Skipum Bandaríkjahers siglt í átt að Kóreuskaga Ákvörðunin er sögð tekin vegna vaxandi ógnar vegna kjarnorkuáætlunar Norður-Kóreu. 9. apríl 2017 08:21 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Sjá meira
N-Kóreumenn hóta að varpa kjarnorkusprengju á Bandaríkin Norður-Kóreumenn hóta að varpa kjarnorkusprengju á bandarískt meginland vegna herskipa sem sigla í átt að Kóreuskaganum. 11. apríl 2017 21:57
Skipum Bandaríkjahers siglt í átt að Kóreuskaga Ákvörðunin er sögð tekin vegna vaxandi ógnar vegna kjarnorkuáætlunar Norður-Kóreu. 9. apríl 2017 08:21