Aðgerðir lögreglu í nauðgunarmáli: Hlerun nauðsynleg til að upplýsa alvarlegt brot Snærós Sindradóttir skrifar 13. apríl 2017 07:00 Árni Þór Sigmundsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar. vísir/eyþór Yfirmaður kynferðisbrotadeildar segir að ástæða þess að ráðist sé í umfangsmiklar lögregluaðgerðir sem beinast að þolanda í kynferðisbrotamáli, sé sú trú lögreglu að um alvarlegt brot sé að ræða sem beri að upplýsa. Fréttablaðið greindi frá því í gær að þolandi í nauðgunarmáli upplifði sig sem glæpamann eftir samskipti við lögreglu en lögregla heldur áfram að rannsaka ætlaða nauðgun gegn vilja konunnar. Konan var hleruð á meðan á rannsókn stóð og þá lagði lögregla hald á tölvu í eigu sonar hennar og síma á heimilinu. Konan leitaði á Neyðarmóttöku fyrir þolendur nauðgana eftir kynni sín af manni þann 10. desember síðastliðinn. Þá voru myndaðir miklir áverkar á konunni og tekin af henni skýrsla. Nokkrum dögum síðar dró konan framburð sinn til baka og bar við að menn vopnaðir skotvopnum hefðu mætt heim til hennar vegna málsins. Maðurinn sem grunaður er um að nauðga konunni hefur áður hlotið dóm fyrir nauðgun og var gert að sitja eftirstöðvar dóms síns, samtals 630 daga, en maðurinn var á reynslulausn þegar atvikið átti sér stað.Nokkur vitni voru samtímis leidd til yfirheyrslu á þriðjudag svo þau hefðu ekki tækifæri til að samræma framburð sinn.vísir/anton brink„Það er alltaf hægt að teygja það í allar áttir hvort [aðgerðirnar] eru miklar eða ekki. Við erum að rannsaka mjög alvarlegt brot sem við lítum alvarlegum augum og notum þau úrræði sem við þurfum til þess að upplýsa þannig mál,“ segir Árni Þór Sigmundsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar. „Allt það sem við gerum í þágu rannsóknar eru úrræði sem eru studd dómsákvörðun,“ tekur Árni fram varðandi þá fordæmalausu ákvörðun að hlera þolandann í málinu. Konunni var greint frá hleruninni á þriðjudag en hún stóð yfir í um það bil einn mánuð, frá miðjum desember og fram í miðjan janúar. Konan var eitt nokkurra vitna sem leidd voru til yfirheyrslu samtímis á þriðjudag, aðgerð sem var ráðist í svo vitnin gætu ekki samræmt framburð sinn í málinu. Konan hefur neitað að tjá sig frekar við lögreglu um málið. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að í yfirheyrslum hafi hún sagt atvikið hafa átt sér stað með hennar vilja. „Við rannsökum málin í samræmi við þau gögn sem liggja fyrir hverju sinni. Ef við höfum gögn til að styðjast við þá förum við eins langt og við getum í öllum málum. Rannsókn í þessu máli miðar vel. Við erum að rannsaka mjög alvarlegt brot og gerum það sem við getum til að upplýsa hvað átti sér þarna stað í samræmi við þau gögn sem við höfum,“ segir Árni. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Hrottalegt nauðgunarmál: Konan nýtur verndar en réttargæslumaður fullyrðir að hún sé unnusta hins grunaða Stefán Þór Guðgeirsson hlaut fimm ára dóm fyrir nauðgun árið 2012. Hann var á reynslulausn í desember þegar hann var handtekinn grunaður um hrottalega nauðgun. 28. desember 2016 13:07 Segir einkennilegt að nafn sitt sé dregið inn í greinargerð lögreglu Sveinn Andri Sveinsson segir mikilvægt að réttargæslumenn geti unnið sín störf án „þess að persónur viðkomandi séu gerðar að einhverju atriði.“ 27. desember 2016 22:30 Lögregla hleraði síma brotaþola í nauðgunarmáli Kona sem hefur stöðu brotaþola í nauðgunarmáli segist upplifa sig sem glæpamann vegna þess að hún neitar að tjá sig við lögreglu um málið. Lögreglan hefur haldlagt tölvu og síma í hennar eigu. 12. apríl 2017 05:00 Lögreglan heldur rannsókn á kynferðisofbeldi og frelsissviptingu til streitu Lögregla telur að frásögn konunnar á neyðarmóttöku og áverkar á henni bendi til þess að hún hafi orðið fyrir kynferðisofbeldi. 31. janúar 2017 17:49 Lýsti hrottalegri nauðgun en hætti við að kæra eftir að menn mættu til hennar vopnaðir byssu Karlmaður sem grunaður er um að hafa nauðgað konu og svipt hana frelsi sínu í einbýlishúsi á suðvesturhorninu þarf að afplána 630 daga eftirstöðvar fangelsisrefsingar sinnar. 27. desember 2016 17:30 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Sjá meira
Yfirmaður kynferðisbrotadeildar segir að ástæða þess að ráðist sé í umfangsmiklar lögregluaðgerðir sem beinast að þolanda í kynferðisbrotamáli, sé sú trú lögreglu að um alvarlegt brot sé að ræða sem beri að upplýsa. Fréttablaðið greindi frá því í gær að þolandi í nauðgunarmáli upplifði sig sem glæpamann eftir samskipti við lögreglu en lögregla heldur áfram að rannsaka ætlaða nauðgun gegn vilja konunnar. Konan var hleruð á meðan á rannsókn stóð og þá lagði lögregla hald á tölvu í eigu sonar hennar og síma á heimilinu. Konan leitaði á Neyðarmóttöku fyrir þolendur nauðgana eftir kynni sín af manni þann 10. desember síðastliðinn. Þá voru myndaðir miklir áverkar á konunni og tekin af henni skýrsla. Nokkrum dögum síðar dró konan framburð sinn til baka og bar við að menn vopnaðir skotvopnum hefðu mætt heim til hennar vegna málsins. Maðurinn sem grunaður er um að nauðga konunni hefur áður hlotið dóm fyrir nauðgun og var gert að sitja eftirstöðvar dóms síns, samtals 630 daga, en maðurinn var á reynslulausn þegar atvikið átti sér stað.Nokkur vitni voru samtímis leidd til yfirheyrslu á þriðjudag svo þau hefðu ekki tækifæri til að samræma framburð sinn.vísir/anton brink„Það er alltaf hægt að teygja það í allar áttir hvort [aðgerðirnar] eru miklar eða ekki. Við erum að rannsaka mjög alvarlegt brot sem við lítum alvarlegum augum og notum þau úrræði sem við þurfum til þess að upplýsa þannig mál,“ segir Árni Þór Sigmundsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar. „Allt það sem við gerum í þágu rannsóknar eru úrræði sem eru studd dómsákvörðun,“ tekur Árni fram varðandi þá fordæmalausu ákvörðun að hlera þolandann í málinu. Konunni var greint frá hleruninni á þriðjudag en hún stóð yfir í um það bil einn mánuð, frá miðjum desember og fram í miðjan janúar. Konan var eitt nokkurra vitna sem leidd voru til yfirheyrslu samtímis á þriðjudag, aðgerð sem var ráðist í svo vitnin gætu ekki samræmt framburð sinn í málinu. Konan hefur neitað að tjá sig frekar við lögreglu um málið. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að í yfirheyrslum hafi hún sagt atvikið hafa átt sér stað með hennar vilja. „Við rannsökum málin í samræmi við þau gögn sem liggja fyrir hverju sinni. Ef við höfum gögn til að styðjast við þá förum við eins langt og við getum í öllum málum. Rannsókn í þessu máli miðar vel. Við erum að rannsaka mjög alvarlegt brot og gerum það sem við getum til að upplýsa hvað átti sér þarna stað í samræmi við þau gögn sem við höfum,“ segir Árni.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Hrottalegt nauðgunarmál: Konan nýtur verndar en réttargæslumaður fullyrðir að hún sé unnusta hins grunaða Stefán Þór Guðgeirsson hlaut fimm ára dóm fyrir nauðgun árið 2012. Hann var á reynslulausn í desember þegar hann var handtekinn grunaður um hrottalega nauðgun. 28. desember 2016 13:07 Segir einkennilegt að nafn sitt sé dregið inn í greinargerð lögreglu Sveinn Andri Sveinsson segir mikilvægt að réttargæslumenn geti unnið sín störf án „þess að persónur viðkomandi séu gerðar að einhverju atriði.“ 27. desember 2016 22:30 Lögregla hleraði síma brotaþola í nauðgunarmáli Kona sem hefur stöðu brotaþola í nauðgunarmáli segist upplifa sig sem glæpamann vegna þess að hún neitar að tjá sig við lögreglu um málið. Lögreglan hefur haldlagt tölvu og síma í hennar eigu. 12. apríl 2017 05:00 Lögreglan heldur rannsókn á kynferðisofbeldi og frelsissviptingu til streitu Lögregla telur að frásögn konunnar á neyðarmóttöku og áverkar á henni bendi til þess að hún hafi orðið fyrir kynferðisofbeldi. 31. janúar 2017 17:49 Lýsti hrottalegri nauðgun en hætti við að kæra eftir að menn mættu til hennar vopnaðir byssu Karlmaður sem grunaður er um að hafa nauðgað konu og svipt hana frelsi sínu í einbýlishúsi á suðvesturhorninu þarf að afplána 630 daga eftirstöðvar fangelsisrefsingar sinnar. 27. desember 2016 17:30 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Sjá meira
Hrottalegt nauðgunarmál: Konan nýtur verndar en réttargæslumaður fullyrðir að hún sé unnusta hins grunaða Stefán Þór Guðgeirsson hlaut fimm ára dóm fyrir nauðgun árið 2012. Hann var á reynslulausn í desember þegar hann var handtekinn grunaður um hrottalega nauðgun. 28. desember 2016 13:07
Segir einkennilegt að nafn sitt sé dregið inn í greinargerð lögreglu Sveinn Andri Sveinsson segir mikilvægt að réttargæslumenn geti unnið sín störf án „þess að persónur viðkomandi séu gerðar að einhverju atriði.“ 27. desember 2016 22:30
Lögregla hleraði síma brotaþola í nauðgunarmáli Kona sem hefur stöðu brotaþola í nauðgunarmáli segist upplifa sig sem glæpamann vegna þess að hún neitar að tjá sig við lögreglu um málið. Lögreglan hefur haldlagt tölvu og síma í hennar eigu. 12. apríl 2017 05:00
Lögreglan heldur rannsókn á kynferðisofbeldi og frelsissviptingu til streitu Lögregla telur að frásögn konunnar á neyðarmóttöku og áverkar á henni bendi til þess að hún hafi orðið fyrir kynferðisofbeldi. 31. janúar 2017 17:49
Lýsti hrottalegri nauðgun en hætti við að kæra eftir að menn mættu til hennar vopnaðir byssu Karlmaður sem grunaður er um að hafa nauðgað konu og svipt hana frelsi sínu í einbýlishúsi á suðvesturhorninu þarf að afplána 630 daga eftirstöðvar fangelsisrefsingar sinnar. 27. desember 2016 17:30