Erfitt að komast frá Ísafirði til Reykjavíkur á morgun án þess að lenda í vondu veðri Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 16. apríl 2017 22:47 Stór ferðadagur er á morgun en best er að hafa veðurspána á hreinu áður en lagt er í hann. Vísir/Vilhelm „Seinnipartinn á morgun þá er í raun ekkert ferðaveður á Vestfjörðum og Norðurlandi vegna þess að heiðarnar verða skelfilegar. Það stefnir eiginlega allt í það,“ segir Óli Þór Árnason, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við Vísi. Hann segir að erfitt verði að komast frá Ísafirði til Reykjavíkur á morgun án þess að lenda í vondu veðri, nema með því að keyra í nótt eða mjög snemma í fyrramálið. Stór ferðadagur er framundan, enda margir sem ferðast um páskahelgina. „Það eru náttúrulega margir sem ætla sér að komast heim frá Ísafirði á morgun,“ segir Óli Þór. „Ef út í það er farið þá er erfitt að komast frá Ísafirði til Reykjavíkur án þess að lenda í vondu veðri nema að vera að keyra annaðhvort í nótt eða mjög snemma í fyrramálið.“ Hann segir að heiðarnar verði líklega færar annað kvöld, en að seinni partinn á morgun verði í raun ekkert ferðaveður. „Svo eru þau sem eru að koma einhversstaðar af norðurlandinu þá er Holtavörðuheiðin, fljótlega upp úr hádegi fer hún að verða slæm. Það er snjór svona í kring um og á heiðinni þannig að það verður skafrenningur sérstaklega þangað til úrkoman kemur. Þannig að hún er ekki eins slæm,“ segir Óli Þór. „Hellisheiðin verður orðin fær einhvern tíman seinni partinn eða undir kvöld þegar nægilega hlýtt loft verður komið inn á suðvesturhornið þannig það hætti sem slydda og snjókma og fari yfir í rigningu. Það er ekki víst það það verði fyrr en eftir kvöldmat á morgun.“Veðurútlit fyrir nokkrar leiðir á morgun annan páskadag:Hellisheiði: Fer að snjóa á milli kl. 9 og 10. Hvessir og frá því um hádegi verður hríðarveður og lítið skyggni á háheiðinni fram undir kvöld, en hlánar síðan.Holtavörðuheiði: Hvessir síðdegis, einkum eftir kl. 16. Vindhraði 16-18 m/s og snjóar. 20-23 m/s um tíma annað kvöld og þá mjög blint.Steingrímsfjarðarheiði og Klettsháls: Bærilegasta veður verður fram á miðjan dag en hvessir og með ofanhríð. Kafaldsbylur í eftirmiðdaginn og fram á kvöld. Austan 17-22 m/s og skyggni mjög lítið.Öxnadalsheiði: Fínasta veður fram eftir degi, en snjóar frá um kl. 17-18. Hvasst og með skafrenningi og blindu síðdegis og annað kvöld.Hafnarfjall og utanvert Kjalarnes: Frá um kl. 14 til 15 er reiknað með hviðum allt að 35-40 m/s. Vindur verður í hámarki um kl. 18. Eins á norðanverðu Snæfellsnesi. Veður Tengdar fréttir Ekkert ferðaveður á morgun Vísara að nýta daginn í dag í ferðalög. 16. apríl 2017 08:43 Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Erlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Fleiri fréttir Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Sjá meira
„Seinnipartinn á morgun þá er í raun ekkert ferðaveður á Vestfjörðum og Norðurlandi vegna þess að heiðarnar verða skelfilegar. Það stefnir eiginlega allt í það,“ segir Óli Þór Árnason, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við Vísi. Hann segir að erfitt verði að komast frá Ísafirði til Reykjavíkur á morgun án þess að lenda í vondu veðri, nema með því að keyra í nótt eða mjög snemma í fyrramálið. Stór ferðadagur er framundan, enda margir sem ferðast um páskahelgina. „Það eru náttúrulega margir sem ætla sér að komast heim frá Ísafirði á morgun,“ segir Óli Þór. „Ef út í það er farið þá er erfitt að komast frá Ísafirði til Reykjavíkur án þess að lenda í vondu veðri nema að vera að keyra annaðhvort í nótt eða mjög snemma í fyrramálið.“ Hann segir að heiðarnar verði líklega færar annað kvöld, en að seinni partinn á morgun verði í raun ekkert ferðaveður. „Svo eru þau sem eru að koma einhversstaðar af norðurlandinu þá er Holtavörðuheiðin, fljótlega upp úr hádegi fer hún að verða slæm. Það er snjór svona í kring um og á heiðinni þannig að það verður skafrenningur sérstaklega þangað til úrkoman kemur. Þannig að hún er ekki eins slæm,“ segir Óli Þór. „Hellisheiðin verður orðin fær einhvern tíman seinni partinn eða undir kvöld þegar nægilega hlýtt loft verður komið inn á suðvesturhornið þannig það hætti sem slydda og snjókma og fari yfir í rigningu. Það er ekki víst það það verði fyrr en eftir kvöldmat á morgun.“Veðurútlit fyrir nokkrar leiðir á morgun annan páskadag:Hellisheiði: Fer að snjóa á milli kl. 9 og 10. Hvessir og frá því um hádegi verður hríðarveður og lítið skyggni á háheiðinni fram undir kvöld, en hlánar síðan.Holtavörðuheiði: Hvessir síðdegis, einkum eftir kl. 16. Vindhraði 16-18 m/s og snjóar. 20-23 m/s um tíma annað kvöld og þá mjög blint.Steingrímsfjarðarheiði og Klettsháls: Bærilegasta veður verður fram á miðjan dag en hvessir og með ofanhríð. Kafaldsbylur í eftirmiðdaginn og fram á kvöld. Austan 17-22 m/s og skyggni mjög lítið.Öxnadalsheiði: Fínasta veður fram eftir degi, en snjóar frá um kl. 17-18. Hvasst og með skafrenningi og blindu síðdegis og annað kvöld.Hafnarfjall og utanvert Kjalarnes: Frá um kl. 14 til 15 er reiknað með hviðum allt að 35-40 m/s. Vindur verður í hámarki um kl. 18. Eins á norðanverðu Snæfellsnesi.
Veður Tengdar fréttir Ekkert ferðaveður á morgun Vísara að nýta daginn í dag í ferðalög. 16. apríl 2017 08:43 Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Erlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Fleiri fréttir Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Sjá meira