„Skylda mín að standa með almenningi en ekki erlendum stórfyrirtækjum“ Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 18. apríl 2017 13:30 Björt nefnir fjóra þætti sem þarf að skoða áður en að rekstur verksmiðjunnar geti haldið áfram. Vísir „Ég hef miklar áhyggjur af starfsemi þessarar verksmiðju, og hef haft þær áhyggjur lengi,“ segir Björt Ólafsdóttir Umhverfisráðherra. „Ég hef hvatt Umhverfisstofnun, mína undirstofnun, til þess að beita ítrustu varúð þegar hún er að höndla málefni verksmiðjunnar.“ Skoðun ráðherra er sú að þegar allir vankantar eru skoðaðir og þeir þættir komi saman þurfi greinilega að loka verksmiðjunni tímabundið. Hún nefnir sérstaklega fjóra þætti. „Í fyrsta lagi þarf að útskýra af hverju íbúar í grennd upplifi einkenni sem að mengunarmælingar mæla ekki. Það þarf þá að kanna vinnuaðstæður sérstaklega. Hversu mikilli mengun starfsmenn eru að verða fyrir hverju sinni. Síðan þarf að skoða öryggisaðstæður við þennan bruna í nótt.“Sjá einnig: Eldur á þremur hæðum í Kísilveri United Silicon Þá telur hún að skoða þurfi fjárhag verksmiðjunnar sérstaklega. „Það liggur ljóst fyrir að reksturinn hefur gengið á afturfótunum og United Silicon er augljóslega fjárþurfi,“ segir hún. „Ég hef áhyggjur af því hvort það séu almennir fjárfestar, til dæmis lífeyrissjóðirnir, sem ætli að hlaupa undir bagga þarna. Ef þeir ætla að fjárfesta í fyrirtækinu væri það að mínu viti slæm fjárfesting fyrir lífeyri almennings,“ segir Björt. Átta íslenskir lífeyrissjóðir eru meðal hluthafa í United Silicon. Ketill Sigurjónsson, sérfræðingur í orkumálum, sagðist í samtali við Fréttablaðið í fyrra furða sig á að lífeyrissjóðirnir leggi fé í jafn áhættusaman rekstur og kísiliðnað. „Þarna er mikil óvissa og áhættan mikil, þess vegna er ég mjög undrandi á að lífeyrissjóðir séu að taka þátt í þessu,“ sagði hann.Sjá einnig: Milljarðafjárfestingar í kísiliðnaði þrátt fyrir verðfall Björt segir það þá í höndum Umhverfisstofnunar að fara með lokunarferli verksmiðjunnar komi til þess. „Umhverfisstofnun fer með lokunarheimildir og hefur haldið vel á málum, hefur gætt ítrustu varúðar og verið með verksmiðjuna í hálfgerðri gjörgæslu. Það er svo skylda mín sem stjórnmálamanns og ráðherra að standa með almenningi í landinu en ekki erlendum stórfyrirtækjum og ég vil styðja Umhverfisstofnun til að beita öllum sínum ráðum til að búa svo um hnútana að þessir þættir sem ég taldi upp áðan verða allir kannaðir áður en að verksmiðjan getur haldið áfram að ganga.“ United Silicon Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Sjá meira
„Ég hef miklar áhyggjur af starfsemi þessarar verksmiðju, og hef haft þær áhyggjur lengi,“ segir Björt Ólafsdóttir Umhverfisráðherra. „Ég hef hvatt Umhverfisstofnun, mína undirstofnun, til þess að beita ítrustu varúð þegar hún er að höndla málefni verksmiðjunnar.“ Skoðun ráðherra er sú að þegar allir vankantar eru skoðaðir og þeir þættir komi saman þurfi greinilega að loka verksmiðjunni tímabundið. Hún nefnir sérstaklega fjóra þætti. „Í fyrsta lagi þarf að útskýra af hverju íbúar í grennd upplifi einkenni sem að mengunarmælingar mæla ekki. Það þarf þá að kanna vinnuaðstæður sérstaklega. Hversu mikilli mengun starfsmenn eru að verða fyrir hverju sinni. Síðan þarf að skoða öryggisaðstæður við þennan bruna í nótt.“Sjá einnig: Eldur á þremur hæðum í Kísilveri United Silicon Þá telur hún að skoða þurfi fjárhag verksmiðjunnar sérstaklega. „Það liggur ljóst fyrir að reksturinn hefur gengið á afturfótunum og United Silicon er augljóslega fjárþurfi,“ segir hún. „Ég hef áhyggjur af því hvort það séu almennir fjárfestar, til dæmis lífeyrissjóðirnir, sem ætli að hlaupa undir bagga þarna. Ef þeir ætla að fjárfesta í fyrirtækinu væri það að mínu viti slæm fjárfesting fyrir lífeyri almennings,“ segir Björt. Átta íslenskir lífeyrissjóðir eru meðal hluthafa í United Silicon. Ketill Sigurjónsson, sérfræðingur í orkumálum, sagðist í samtali við Fréttablaðið í fyrra furða sig á að lífeyrissjóðirnir leggi fé í jafn áhættusaman rekstur og kísiliðnað. „Þarna er mikil óvissa og áhættan mikil, þess vegna er ég mjög undrandi á að lífeyrissjóðir séu að taka þátt í þessu,“ sagði hann.Sjá einnig: Milljarðafjárfestingar í kísiliðnaði þrátt fyrir verðfall Björt segir það þá í höndum Umhverfisstofnunar að fara með lokunarferli verksmiðjunnar komi til þess. „Umhverfisstofnun fer með lokunarheimildir og hefur haldið vel á málum, hefur gætt ítrustu varúðar og verið með verksmiðjuna í hálfgerðri gjörgæslu. Það er svo skylda mín sem stjórnmálamanns og ráðherra að standa með almenningi í landinu en ekki erlendum stórfyrirtækjum og ég vil styðja Umhverfisstofnun til að beita öllum sínum ráðum til að búa svo um hnútana að þessir þættir sem ég taldi upp áðan verða allir kannaðir áður en að verksmiðjan getur haldið áfram að ganga.“
United Silicon Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði