Ekki önnur rannsókn nema ný gögn finnist Snærós Sindradóttir skrifar 3. apríl 2017 13:00 Sigríður Á. Andersen Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa ýmist efasemdir um að rannsókn eigi að fara fram á einkavæðingu Landsbankans, eða vilja ekki taka afstöðu til málsins fyrr en eftir að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hefur fjallað um málið. Þingmenn hinna stjórnarflokkanna tveggja eru aftur á móti afgerandi í þeirri afstöðu sinni að rannsaka beri sölu Landsbankans og að skýrsla um aðkomu þýska bankans Hauck & Aufhäuser að sölunni á Búnaðarbankanum gefi fullt tilefni til að fara í saumana á sölunni. „Þessar tvær einkavæðingar fóru fram á svipuðum tíma svo mér finnst full ástæða til að líta frekar á einkavæðingu Landsbankans,“ segir Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, sem situr í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Brynjar Níelssonvísir/anton brinkSamkvæmt greinargerð þingsályktunartillögunnar um rannsókn á erlendri þátttöku í kaupunum á Búnaðarbankanum, ber stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd að afmarka nánar mögulega rannsókn á einkavæðingu Landsbankans og Fjárfestingarbanka atvinnulífsins. Á þetta bentu allir þeir þingmenn Sjálfstæðisflokksins sem Fréttablaðið ræddi við og hafa efasemdir um hvað nákvæmlega ætti að rannsaka. Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra segist til dæmis ekki hafa heyrt nákvæmlega hvað ætti að rannsaka. „Ekki nema það kæmi eitthvað konkret upp sem þyrfti að rannsaka.“ Brynjar Níelsson, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir að ekki sé ástæða til þess að rannsaka sölu Landsbankans nema eitthvað nýtt komi fram sem gefi tilefni til rannsóknar. Nefndin komi til með að lesa rannsókn á einkavæðingu Búnaðarbankans og taka ákvörðun í kjölfarið. Vilhjálmur Bjarnason tekur í sama streng. „Hvað viltu rannsaka í Landsbankasölunni? Það er hægt að rannsaka og rannsaka en hver er spurningin í rannsókninni? Menn verða að leggja af stað með einhverja spurningu. Ég er alveg orðinn uppgefinn á þessari þvælu um að rannsaka og rannsaka.“ Björt Ólafsdóttir og Theódóra S. Þorsteinsdóttir í Bjartri framtíð sögðu afdráttarlaust að þær vildu rannsókn á Landsbankanum. Þingmenn Viðreisnar, Pawel Bartoszek og Hanna Katrín Friðriksson, tóku í sama streng og Jón Steindór og sögðust vilja rannsókn á einkavæðingu Landsbankans. Áður hefur Benedikt Jóhannsson fjármálaráðherra lýst sömu skoðun yfir. Salan á Búnaðarbankanum Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fleiri fréttir Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Sjá meira
Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa ýmist efasemdir um að rannsókn eigi að fara fram á einkavæðingu Landsbankans, eða vilja ekki taka afstöðu til málsins fyrr en eftir að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hefur fjallað um málið. Þingmenn hinna stjórnarflokkanna tveggja eru aftur á móti afgerandi í þeirri afstöðu sinni að rannsaka beri sölu Landsbankans og að skýrsla um aðkomu þýska bankans Hauck & Aufhäuser að sölunni á Búnaðarbankanum gefi fullt tilefni til að fara í saumana á sölunni. „Þessar tvær einkavæðingar fóru fram á svipuðum tíma svo mér finnst full ástæða til að líta frekar á einkavæðingu Landsbankans,“ segir Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, sem situr í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Brynjar Níelssonvísir/anton brinkSamkvæmt greinargerð þingsályktunartillögunnar um rannsókn á erlendri þátttöku í kaupunum á Búnaðarbankanum, ber stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd að afmarka nánar mögulega rannsókn á einkavæðingu Landsbankans og Fjárfestingarbanka atvinnulífsins. Á þetta bentu allir þeir þingmenn Sjálfstæðisflokksins sem Fréttablaðið ræddi við og hafa efasemdir um hvað nákvæmlega ætti að rannsaka. Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra segist til dæmis ekki hafa heyrt nákvæmlega hvað ætti að rannsaka. „Ekki nema það kæmi eitthvað konkret upp sem þyrfti að rannsaka.“ Brynjar Níelsson, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir að ekki sé ástæða til þess að rannsaka sölu Landsbankans nema eitthvað nýtt komi fram sem gefi tilefni til rannsóknar. Nefndin komi til með að lesa rannsókn á einkavæðingu Búnaðarbankans og taka ákvörðun í kjölfarið. Vilhjálmur Bjarnason tekur í sama streng. „Hvað viltu rannsaka í Landsbankasölunni? Það er hægt að rannsaka og rannsaka en hver er spurningin í rannsókninni? Menn verða að leggja af stað með einhverja spurningu. Ég er alveg orðinn uppgefinn á þessari þvælu um að rannsaka og rannsaka.“ Björt Ólafsdóttir og Theódóra S. Þorsteinsdóttir í Bjartri framtíð sögðu afdráttarlaust að þær vildu rannsókn á Landsbankanum. Þingmenn Viðreisnar, Pawel Bartoszek og Hanna Katrín Friðriksson, tóku í sama streng og Jón Steindór og sögðust vilja rannsókn á einkavæðingu Landsbankans. Áður hefur Benedikt Jóhannsson fjármálaráðherra lýst sömu skoðun yfir.
Salan á Búnaðarbankanum Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fleiri fréttir Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Sjá meira