Þjóðgarðurinn álíka og 2-3 skuttogarar Kristján Már Unnarsson skrifar 4. apríl 2017 10:18 Mikil uppbygging á sér nú stað í ferðaþjónustu á utanverðu Snæfellsnesi og er áætlað að ný fjárfesting í hótelum, veitingahúsum og afþreyingarþjónustu undir Jökli nálgist tvo milljarða króna. Í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér að ofan, var rætt við Kristin Jónasson, bæjarstjóra Snæfellsbæjar, og Jón Björnsson, þjóðgarðsvörð Snæfellsjökuls. Umsvifin sjást vel á Arnarstapa þar sem gröfur og aðrar vinnuvélar eru á fullu þessa dagana. Norðan vegar reisir Prímus kaffi nýjan veitingaskála og sunnan vegar reisir Hótel Arnarstapi nýtt 36 herbergja hótel og þjónustumiðstöð. Á Hellnum er verið að undirbúa hótelbyggingu og áformað er að stækka Hótel Búðir. Á Staðarsveit er nýbúið að tvöfalda sveitagistinguna á Langaholti upp í fjörutíu herbergi og á Lýsuhóli rís reiðhöll með veitingastað til að þjóna ferðamönnum.Vonast er til að framkvæmdir við nýja þjóðgarðsmiðstöð Snæfellsjökuls hefjist á Hellissandi í haust.Mynd/Arkís arkitektar.Og ekki veitir af til að mæta fjölgun ferðamanna. Jón Björnsson þjóðgarðsvörður segir að borið hafi á því í vetur að talsvert hafi vantað upp á þjónustu. Gestirnir vilji til dæmis komast á veitingastaði. Bæjarstjóri Snæfellsbæjar, Kristinn Jónasson, áætlar að nýjar fjárfestingar í ferðaþjónustu í sveitarfélaginu nálgist tvo milljarða króna. Þetta vegi upp þá fækkun starfa sem orðið hafi í sjávarútvegi vegna tæknivæðingar. Í ferðaþjónustunni þurfi allsstaðar fólk, eins og í gistingu, matreiðslu og flutningum. Á Hellissandi er verið að reisa nýja álmu við Sjóminjasafnið til að bæta þjónustu við gestina og þar við hliðina er Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull einnig að fara að byggja, þar er búið að taka fyrstu skóflustungu að þjóðgarðsmiðstöð.Jón Björnsson þjóðgarðsvörður.Stöð 2/Sigurjón Ólason.„Ég gæti alveg trúað að svona þjóðgarður sé að velta inn í nærsamfélagið svona svipað og tveir til þrír skuttogarar, sem dæmi, ef við myndum vilja hafa samlíkingu,“ segir þjóðgarðsvörðurinn. Bæjarstjórinn tekur undir það að þjóðgarðurinn eigi þátt í auknum ferðamannastraumi út á Nesið ásamt þeirri almennu aukningu sem er til landsins. Kristinn Jónasson segir ferðamenn sækja í þjóðgarða því þar hljóti að vera eitthvað áhugavert að skoða. Það hjálpi mikið til. Nánar var fjallað um ferðaþjónustuna undir Jökli í þættinum „Um land allt" á Stöð 2. Snæfellsbær Um land allt Þjóðgarðar Tengdar fréttir Bændagistingin stækkar upp í 40 herbergja hótel Litla bændagistingin, sem byrjaði í einu herbergi á sveitabæ, er orðin að fjörutíu herbergja hóteli og einum stærsta vinnustað Staðarsveitar. 1. apríl 2017 21:45 Fiski og frönskum undir Jökli fylgir teppi að láni Söluvagn sem býður fisk og franskar er nýjasti útiveitingastaðurinn á Arnarstapa á Snæfellsnesi. 25. mars 2017 21:45 Spá hálfri milljón gesta í þjóðgarð Snæfellsjökuls Gestafjöldinn fyrstu þrjá mánuðina er orðinn meiri en hann var allt fyrsta rekstrarár þjóðgarðsins. 2. apríl 2017 21:30 Löngufjörur skópu þörf fyrir reiðhöll Svo vinsæll er íslenski hesturinn meðal útlendinga að bændurnir á Lýsuhóli á Snæfellsnesi eru búnir að reisa þúsund fermeta reiðhöll til að sýna erlendum ferðamönnum hestinn. 31. mars 2017 12:30 Veitingaskáli og hótel í smíðum á Arnarstapa Þessi 400 milljóna króna uppbygging er sú mesta í sögu þessa litla þorps, með 36 herbergja hóteli og þjónustumiðstöð. 1. desember 2016 20:30 Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Fleiri fréttir Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Sjá meira
Mikil uppbygging á sér nú stað í ferðaþjónustu á utanverðu Snæfellsnesi og er áætlað að ný fjárfesting í hótelum, veitingahúsum og afþreyingarþjónustu undir Jökli nálgist tvo milljarða króna. Í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér að ofan, var rætt við Kristin Jónasson, bæjarstjóra Snæfellsbæjar, og Jón Björnsson, þjóðgarðsvörð Snæfellsjökuls. Umsvifin sjást vel á Arnarstapa þar sem gröfur og aðrar vinnuvélar eru á fullu þessa dagana. Norðan vegar reisir Prímus kaffi nýjan veitingaskála og sunnan vegar reisir Hótel Arnarstapi nýtt 36 herbergja hótel og þjónustumiðstöð. Á Hellnum er verið að undirbúa hótelbyggingu og áformað er að stækka Hótel Búðir. Á Staðarsveit er nýbúið að tvöfalda sveitagistinguna á Langaholti upp í fjörutíu herbergi og á Lýsuhóli rís reiðhöll með veitingastað til að þjóna ferðamönnum.Vonast er til að framkvæmdir við nýja þjóðgarðsmiðstöð Snæfellsjökuls hefjist á Hellissandi í haust.Mynd/Arkís arkitektar.Og ekki veitir af til að mæta fjölgun ferðamanna. Jón Björnsson þjóðgarðsvörður segir að borið hafi á því í vetur að talsvert hafi vantað upp á þjónustu. Gestirnir vilji til dæmis komast á veitingastaði. Bæjarstjóri Snæfellsbæjar, Kristinn Jónasson, áætlar að nýjar fjárfestingar í ferðaþjónustu í sveitarfélaginu nálgist tvo milljarða króna. Þetta vegi upp þá fækkun starfa sem orðið hafi í sjávarútvegi vegna tæknivæðingar. Í ferðaþjónustunni þurfi allsstaðar fólk, eins og í gistingu, matreiðslu og flutningum. Á Hellissandi er verið að reisa nýja álmu við Sjóminjasafnið til að bæta þjónustu við gestina og þar við hliðina er Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull einnig að fara að byggja, þar er búið að taka fyrstu skóflustungu að þjóðgarðsmiðstöð.Jón Björnsson þjóðgarðsvörður.Stöð 2/Sigurjón Ólason.„Ég gæti alveg trúað að svona þjóðgarður sé að velta inn í nærsamfélagið svona svipað og tveir til þrír skuttogarar, sem dæmi, ef við myndum vilja hafa samlíkingu,“ segir þjóðgarðsvörðurinn. Bæjarstjórinn tekur undir það að þjóðgarðurinn eigi þátt í auknum ferðamannastraumi út á Nesið ásamt þeirri almennu aukningu sem er til landsins. Kristinn Jónasson segir ferðamenn sækja í þjóðgarða því þar hljóti að vera eitthvað áhugavert að skoða. Það hjálpi mikið til. Nánar var fjallað um ferðaþjónustuna undir Jökli í þættinum „Um land allt" á Stöð 2.
Snæfellsbær Um land allt Þjóðgarðar Tengdar fréttir Bændagistingin stækkar upp í 40 herbergja hótel Litla bændagistingin, sem byrjaði í einu herbergi á sveitabæ, er orðin að fjörutíu herbergja hóteli og einum stærsta vinnustað Staðarsveitar. 1. apríl 2017 21:45 Fiski og frönskum undir Jökli fylgir teppi að láni Söluvagn sem býður fisk og franskar er nýjasti útiveitingastaðurinn á Arnarstapa á Snæfellsnesi. 25. mars 2017 21:45 Spá hálfri milljón gesta í þjóðgarð Snæfellsjökuls Gestafjöldinn fyrstu þrjá mánuðina er orðinn meiri en hann var allt fyrsta rekstrarár þjóðgarðsins. 2. apríl 2017 21:30 Löngufjörur skópu þörf fyrir reiðhöll Svo vinsæll er íslenski hesturinn meðal útlendinga að bændurnir á Lýsuhóli á Snæfellsnesi eru búnir að reisa þúsund fermeta reiðhöll til að sýna erlendum ferðamönnum hestinn. 31. mars 2017 12:30 Veitingaskáli og hótel í smíðum á Arnarstapa Þessi 400 milljóna króna uppbygging er sú mesta í sögu þessa litla þorps, með 36 herbergja hóteli og þjónustumiðstöð. 1. desember 2016 20:30 Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Fleiri fréttir Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Sjá meira
Bændagistingin stækkar upp í 40 herbergja hótel Litla bændagistingin, sem byrjaði í einu herbergi á sveitabæ, er orðin að fjörutíu herbergja hóteli og einum stærsta vinnustað Staðarsveitar. 1. apríl 2017 21:45
Fiski og frönskum undir Jökli fylgir teppi að láni Söluvagn sem býður fisk og franskar er nýjasti útiveitingastaðurinn á Arnarstapa á Snæfellsnesi. 25. mars 2017 21:45
Spá hálfri milljón gesta í þjóðgarð Snæfellsjökuls Gestafjöldinn fyrstu þrjá mánuðina er orðinn meiri en hann var allt fyrsta rekstrarár þjóðgarðsins. 2. apríl 2017 21:30
Löngufjörur skópu þörf fyrir reiðhöll Svo vinsæll er íslenski hesturinn meðal útlendinga að bændurnir á Lýsuhóli á Snæfellsnesi eru búnir að reisa þúsund fermeta reiðhöll til að sýna erlendum ferðamönnum hestinn. 31. mars 2017 12:30
Veitingaskáli og hótel í smíðum á Arnarstapa Þessi 400 milljóna króna uppbygging er sú mesta í sögu þessa litla þorps, með 36 herbergja hóteli og þjónustumiðstöð. 1. desember 2016 20:30