Fjármagnar sumarnám við Columbia með borðspili Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 6. apríl 2017 15:00 Mun Alexandra komast til Columbia? Mynd/Alexandra Ýr Alexandra Ýr van Erven, nemi í ensku og stjórnmálafræði við Háskóla Íslands stefnir á sumarnám við hinn virta Columbia háskóla í New York. Nám við Columbia er nokkuð dýrt, en skólagjöldin eru 9.780 bandaríkjadalir sem nemur um 1,1 milljón íslenskra króna. Alexandra hefur því brugðið á það ráð að reyna að fjármagna námið með því að gefa út borðspil. „Ég er semsagt að fara í vinnustofu í skapandi skrifum í Columbia og mun svo taka bókmenntakúrsa með,“ segir Alexandra í samtali við Vísi. Komum Alexöndru til Columbia verður einfalt teningaborðspil og á því verða 42 reitir. Byrjunarreiturinn er í Reykjavík og markmiðið er að komast að lokareitnum, Columbia. Á leiðinni verða hin ýmsu óvæntu uppákomur á leiðinni. Komist maður til að mynda í efstu línu kemst maður að Empire State byggingunni, en „booze-cruise“ niður Hudson ána skilar leikmanni aftur á byrjunarreit. Hér má sjá mjög frumstæða útgáfu af spilinu.Mynd/alexandra „Prógrammið er sex vikur og þaðan kom hugmyndin um 42 daga. Það sem ég er núna að leggja upp með er bara skólagjöld, mér fannst ég komin svolítið fram úr sjálfri mér ef ég væri að setja inn húsnæðiskostnað líka.“ Alexandra segist vera að leita til fyrirtækja og stofnana til þess að styrkja sig um einn reit á spilinu. Námið kostar um það bil 25.000 krónur á dag og er það sú upphæð sem hún vonast til þess að fá fyrir hvern reit. „Svo vonast ég til að selja spilið á vefsíðunni þegar það er tilbúið bara á svona smápening, ef fólk hefur áhuga á að styrkja mig um einhverja minni upphæð.“ Námið hefst í byrjun júlí og hefur Alexandra því um það bil þrjá mánuði til stefnu. Hægt er að kynna sér verkefnið hér. Borðspil Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar til laga Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Sjá meira
Alexandra Ýr van Erven, nemi í ensku og stjórnmálafræði við Háskóla Íslands stefnir á sumarnám við hinn virta Columbia háskóla í New York. Nám við Columbia er nokkuð dýrt, en skólagjöldin eru 9.780 bandaríkjadalir sem nemur um 1,1 milljón íslenskra króna. Alexandra hefur því brugðið á það ráð að reyna að fjármagna námið með því að gefa út borðspil. „Ég er semsagt að fara í vinnustofu í skapandi skrifum í Columbia og mun svo taka bókmenntakúrsa með,“ segir Alexandra í samtali við Vísi. Komum Alexöndru til Columbia verður einfalt teningaborðspil og á því verða 42 reitir. Byrjunarreiturinn er í Reykjavík og markmiðið er að komast að lokareitnum, Columbia. Á leiðinni verða hin ýmsu óvæntu uppákomur á leiðinni. Komist maður til að mynda í efstu línu kemst maður að Empire State byggingunni, en „booze-cruise“ niður Hudson ána skilar leikmanni aftur á byrjunarreit. Hér má sjá mjög frumstæða útgáfu af spilinu.Mynd/alexandra „Prógrammið er sex vikur og þaðan kom hugmyndin um 42 daga. Það sem ég er núna að leggja upp með er bara skólagjöld, mér fannst ég komin svolítið fram úr sjálfri mér ef ég væri að setja inn húsnæðiskostnað líka.“ Alexandra segist vera að leita til fyrirtækja og stofnana til þess að styrkja sig um einn reit á spilinu. Námið kostar um það bil 25.000 krónur á dag og er það sú upphæð sem hún vonast til þess að fá fyrir hvern reit. „Svo vonast ég til að selja spilið á vefsíðunni þegar það er tilbúið bara á svona smápening, ef fólk hefur áhuga á að styrkja mig um einhverja minni upphæð.“ Námið hefst í byrjun júlí og hefur Alexandra því um það bil þrjá mánuði til stefnu. Hægt er að kynna sér verkefnið hér.
Borðspil Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar til laga Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Sjá meira