Fær milljón vegna tjaldvagns sem hvarf Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. apríl 2017 10:00 Þetta er ekki tjaldvagninn sem hvarf. Vísir/Vilhelm Víkurverki hefur verið gert að greiða eiganda tjaldvagns 720 þúsund krónur, auk 400 þúsund króna í málskostnað vegna tjaldvagns sem settur var í viðgerð og geymslu hjá fyrirtækinu. Tjaldvagninn hvarf og er enn ófundinn. Tjaldvagninn var settur í viðgerð og viðhald til Víkurverks í ágúst 2015. Verkið dróst hins vegar og bauðst fyrirtækið til þess að geyma vagninn án kostnaðar og að viðgerð yrði lokið um áramótin. Eiganda tjaldvagnsins var tilkynnt um að vagninn yrði tekinn úr geymslu 1. apríl 2016. Vagninn var tekinn úr geymslunni þann dag og gerði Víkurverk ráð fyrir því að vagninn yrði sóttur um það leyti, enda viðgerð lokið. Þegar sækja átti vagninn, í júli 2016, kom hins vegar í ljós að vagninn var horfinn. Hvarfið var tilkynnt til lögreglu. Ekkert bólar þó á vagninum og er hann enn ófundinn. Málsaðilum greindi á um það hvor þeirra hafði haft vagninn í vörslu sinni þegar hann hvarf. Byggði Víkurverk á því að sá sem átti vagninn hefði látið undir höfuð leggjast að sækja vagninn á umsömdum tíma, eigandinn hefði borið ábyrgð á honum eftir að vagninn var settu á útisvæði til afhendingar, þann 1. apríl. Eigandi vagnsins taldi þó að Víkurverk bæri ábyrgð á vagninum, enda hafi hann verið í vörslu fyrirtækisins frá því að vagninn kom til viðgerðar, í ágúst árið 2015.Í dómi Héraðsdóms Reykjaness segir að um verulegt aðgæslu- og andvaraleysi sem fella megi undir gáleysi stefna hafi verið að ræða og rekja megi orsakir hvarfs tjaldvagnsins til þessa. Var Víkurverki því gert að greiða eiganda tjaldvagnsins 720 þúsund krónur í skaðabætur, auk málskostnaðar, 400 þúsund krónur. Dómsmál Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira
Víkurverki hefur verið gert að greiða eiganda tjaldvagns 720 þúsund krónur, auk 400 þúsund króna í málskostnað vegna tjaldvagns sem settur var í viðgerð og geymslu hjá fyrirtækinu. Tjaldvagninn hvarf og er enn ófundinn. Tjaldvagninn var settur í viðgerð og viðhald til Víkurverks í ágúst 2015. Verkið dróst hins vegar og bauðst fyrirtækið til þess að geyma vagninn án kostnaðar og að viðgerð yrði lokið um áramótin. Eiganda tjaldvagnsins var tilkynnt um að vagninn yrði tekinn úr geymslu 1. apríl 2016. Vagninn var tekinn úr geymslunni þann dag og gerði Víkurverk ráð fyrir því að vagninn yrði sóttur um það leyti, enda viðgerð lokið. Þegar sækja átti vagninn, í júli 2016, kom hins vegar í ljós að vagninn var horfinn. Hvarfið var tilkynnt til lögreglu. Ekkert bólar þó á vagninum og er hann enn ófundinn. Málsaðilum greindi á um það hvor þeirra hafði haft vagninn í vörslu sinni þegar hann hvarf. Byggði Víkurverk á því að sá sem átti vagninn hefði látið undir höfuð leggjast að sækja vagninn á umsömdum tíma, eigandinn hefði borið ábyrgð á honum eftir að vagninn var settu á útisvæði til afhendingar, þann 1. apríl. Eigandi vagnsins taldi þó að Víkurverk bæri ábyrgð á vagninum, enda hafi hann verið í vörslu fyrirtækisins frá því að vagninn kom til viðgerðar, í ágúst árið 2015.Í dómi Héraðsdóms Reykjaness segir að um verulegt aðgæslu- og andvaraleysi sem fella megi undir gáleysi stefna hafi verið að ræða og rekja megi orsakir hvarfs tjaldvagnsins til þessa. Var Víkurverki því gert að greiða eiganda tjaldvagnsins 720 þúsund krónur í skaðabætur, auk málskostnaðar, 400 þúsund krónur.
Dómsmál Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira