Systurnar þurfa ekki að dúsa bak við lás og slá Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. apríl 2017 12:51 Hólmgeir Elías Flosason, verjandi Malínar, Malín Brand, Kolbrún Garðarsdóttir, verjandi Hlínar, og Hlín Einarsdóttir í dómasal þegar málið var þingfest. vísir/eyþór Systurnar Hlín Einarsdóttir og Malín Brand, sem dæmdar voru í tólf mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun, munu ekki þurfa að afplána dóm sinn í fangelsi. Samkvæmt lögum um fullnustu refsinga er heimilt að fullnusta allt að tólf mánaða óskilorðsbundinni fangelsisrefsingu með ólaunaðri samfélagsþjónustu - minnst 40 klukkustundum og mest 480 klukkustundir. Dómur systranna er innan þessa marka. Hólmgeir Elías Flosason, verjandi Malínar, segir í samtali við Vísi að dómurinn sé að hans mati of þungur og mikil vonbrigði. Í ljós verði að koma hvort dómnum verði áfrýjað til Hæstaréttar. Níu mánuðir af tólf mánaða dóm systranna var bundinn skilorði en þrír ekki. Því má gera ráð fyrir að systurnar kjósi frekar að sinna samfélagsþjónustu í nokkrar vikur en að sitja inni í þrjá mánuði. Þær þurfa að sækja um samfélagsþjónustuna skriflega til Fangelsismálastofnunar ekki seinna en viku áður en afplánun á að hefjast.Sá sem óskar eftir að fá að sinna samfélagsþjónustu þarf bæði að teljast hæfur til þess og má ekki vera sakborningur í öðru máli fyrir dómstólum. Nánar má lesa um samfélagsþjónustu í stað fangelsisrefsingar hér.Tilraun og fullframin fjárkúgunSysturnar voru dæmdar fyrir að hafa gert tilraun til að kúga fé út úr Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, þáverandi forsætisráðherra, í maí 2015. Þá voru þær jafnframt dæmdar fyrir fullframda fjárkúgun gegn Helga Jean Claessen en þær kúguðu 700.000 krónur út úr honum með því að hóta því að kæra hann fyrir nauðgun. Dómur var kveðinn upp í máli systranna nú í hádeginu en aðalmeðferð málsins fór fram í seinasta mánuði. Þinghald í málinu var lokað en við þingfestingu þess í nóvember síðastliðnum játaði Hlín að hafa gert tilraun til að kúga fé út úr Sigmundi. Malín neitaði samverknaði en játaði hlutdeild í málinu.Systurnar neituðu hins vegar báðar sök í þeim þætti málsins sem sneri að fjárkúgun á Helga Jean Claessen. Einnig neituðu þær bótakröfu Helga sem hljóðaði upp á 1,7 milljónir króna. Systur kúga fé út úr forsætisráðherra Tengdar fréttir Verjandi Malínar Brand: „Dómurinn of þungur“ Mun á næstu dögum ákveða framhaldið með skjólstæðingi sínum. 7. apríl 2017 12:45 Systurnar dæmdar í 12 mánaða fangelsi Dómur er fallinn í máli ákæruvaldsins gegn systrunum Hlín og Malín. 7. apríl 2017 11:45 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Breytingar á húsaleigulögum samþykktar til laga Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Sjá meira
Systurnar Hlín Einarsdóttir og Malín Brand, sem dæmdar voru í tólf mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun, munu ekki þurfa að afplána dóm sinn í fangelsi. Samkvæmt lögum um fullnustu refsinga er heimilt að fullnusta allt að tólf mánaða óskilorðsbundinni fangelsisrefsingu með ólaunaðri samfélagsþjónustu - minnst 40 klukkustundum og mest 480 klukkustundir. Dómur systranna er innan þessa marka. Hólmgeir Elías Flosason, verjandi Malínar, segir í samtali við Vísi að dómurinn sé að hans mati of þungur og mikil vonbrigði. Í ljós verði að koma hvort dómnum verði áfrýjað til Hæstaréttar. Níu mánuðir af tólf mánaða dóm systranna var bundinn skilorði en þrír ekki. Því má gera ráð fyrir að systurnar kjósi frekar að sinna samfélagsþjónustu í nokkrar vikur en að sitja inni í þrjá mánuði. Þær þurfa að sækja um samfélagsþjónustuna skriflega til Fangelsismálastofnunar ekki seinna en viku áður en afplánun á að hefjast.Sá sem óskar eftir að fá að sinna samfélagsþjónustu þarf bæði að teljast hæfur til þess og má ekki vera sakborningur í öðru máli fyrir dómstólum. Nánar má lesa um samfélagsþjónustu í stað fangelsisrefsingar hér.Tilraun og fullframin fjárkúgunSysturnar voru dæmdar fyrir að hafa gert tilraun til að kúga fé út úr Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, þáverandi forsætisráðherra, í maí 2015. Þá voru þær jafnframt dæmdar fyrir fullframda fjárkúgun gegn Helga Jean Claessen en þær kúguðu 700.000 krónur út úr honum með því að hóta því að kæra hann fyrir nauðgun. Dómur var kveðinn upp í máli systranna nú í hádeginu en aðalmeðferð málsins fór fram í seinasta mánuði. Þinghald í málinu var lokað en við þingfestingu þess í nóvember síðastliðnum játaði Hlín að hafa gert tilraun til að kúga fé út úr Sigmundi. Malín neitaði samverknaði en játaði hlutdeild í málinu.Systurnar neituðu hins vegar báðar sök í þeim þætti málsins sem sneri að fjárkúgun á Helga Jean Claessen. Einnig neituðu þær bótakröfu Helga sem hljóðaði upp á 1,7 milljónir króna.
Systur kúga fé út úr forsætisráðherra Tengdar fréttir Verjandi Malínar Brand: „Dómurinn of þungur“ Mun á næstu dögum ákveða framhaldið með skjólstæðingi sínum. 7. apríl 2017 12:45 Systurnar dæmdar í 12 mánaða fangelsi Dómur er fallinn í máli ákæruvaldsins gegn systrunum Hlín og Malín. 7. apríl 2017 11:45 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Breytingar á húsaleigulögum samþykktar til laga Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Sjá meira
Verjandi Malínar Brand: „Dómurinn of þungur“ Mun á næstu dögum ákveða framhaldið með skjólstæðingi sínum. 7. apríl 2017 12:45
Systurnar dæmdar í 12 mánaða fangelsi Dómur er fallinn í máli ákæruvaldsins gegn systrunum Hlín og Malín. 7. apríl 2017 11:45