Ákærður fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttur Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. mars 2017 15:24 Maðurinn var úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald í dag en myndin er úr safni. vísir/eyþór Héraðssaksóknari hefur ákært Thomas Møller Olsen, 25 ára Grænlending, fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttur. Þetta staðfestir Ólafur Þór Hauksson, héraðssaksóknari, í samtali við Vísi. Ákæran var tekin með í tengslum við kröfu embættisins um áframhaldandi fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir Thomasi sem tekin var fyrir við Héraðsdóm Reykjaness í dag. Féllst dómurinn á að hann skuli áfram sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli almannahagsmuna. Thomas er annars vegar ákærður fyrir manndráp, samkvæmt 211. grein almennra hegningarlaga, og hins vegar fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot, samkvæmt 173. grein a) almennra hegningarlaga, þar sem hann hugðist smygla 20 kílóum af hassi með grænlenska togaranum Polar Nanoq en hann var skipverji á togaranum.Neitar sök varðandi manndrápið en hefur játað smyglið Refsiramminn fyrir manndráp samkvæmt hegningarlögum er ævilangt fangelsi en algengast er að menn séu dæmdir í 16 ára fangelsi séu þeir fundnir sekir um manndráp. Þá gæti Thomas fengið lengri fangelsisdóm, verði hann fundinn sekur, þar sem hann er einnig ákærður fyrir smyglið en við því liggur allt að 12 ára fangelsi. Við yfirheyrslur hefur Thomas haldið fram sakleysi sínu varðandi morðið á Birnu en játað smyglið. Thomasi hefur ekki verið birt ákæran þar sem hann var ekki viðstaddur fyrirtökuna fyrir dómi í dag. Hann hefur sætt gæsluvarðhaldi síðan 19. janúar síðastliðinn, fyrst á grundvelli rannsóknarhagsmuna en síðan á grundvelli almannahagsmuna. Annar maður var einnig úrskurðaður í gæsluvarðhald á sínum tíma, það er þann 19. janúar, í tvær vikur en honum var svo sleppt að þeim tíma liðnum. Hann hafði þó áfram réttarstöðu sakbornings en sætir ekki ákæru í málinu.Birna Brjánsdóttir fæddist 28. nóvember 1996. Hún hvarf aðfaranótt laugardagsins 14. janúar en hún sást síðast í eftirlitsmyndavélum við Laugaveg 31 klukkan 05:25 þá nótt. Lík Birnu fannst svo átta dögum síðar, þann 22. janúar, í fjörunni við Selvogsvita í Ölfusi. Hún var því aðeins tvítug þegar hún lést. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Vilja varpa ljósi á ásetning skipverjans Lögreglan rannsakaði hvort Birna Brjánsdóttir hefði orðið fyrir kynferðisofbeldi skömmu áður en hún lést, en vill ekki gefa upp niðurstöðu þeirrar rannsóknar. Aðeins lokayfirheyrsla yfir hinum grunaða er eftir, áður en málið verðu 16. mars 2017 07:00 Skipverjinn fluttur á Hólmsheiði til að verjast ofbeldi Áhyggjur fangelsismálastofnunar af öryggi skipverjans leiddu til þess að ákveðið hefur verið að vista hann í fangelsinu á Hólmsheiði. Stemningin á Litla Hrauni benti til þess að þar væri öryggi hans ógnað. Sex vikna einangrunarvist mannsins lauk í dag. 28. febrúar 2017 17:18 Lífsýni úr skipverjanum tengja hann beint við Birnu Maðurinn var í dag úrskurðaður í áframhaldandi fjögurra vikna gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna. 2. mars 2017 18:22 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Fleiri fréttir Fellaskóli sigraði Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Sjá meira
Héraðssaksóknari hefur ákært Thomas Møller Olsen, 25 ára Grænlending, fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttur. Þetta staðfestir Ólafur Þór Hauksson, héraðssaksóknari, í samtali við Vísi. Ákæran var tekin með í tengslum við kröfu embættisins um áframhaldandi fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir Thomasi sem tekin var fyrir við Héraðsdóm Reykjaness í dag. Féllst dómurinn á að hann skuli áfram sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli almannahagsmuna. Thomas er annars vegar ákærður fyrir manndráp, samkvæmt 211. grein almennra hegningarlaga, og hins vegar fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot, samkvæmt 173. grein a) almennra hegningarlaga, þar sem hann hugðist smygla 20 kílóum af hassi með grænlenska togaranum Polar Nanoq en hann var skipverji á togaranum.Neitar sök varðandi manndrápið en hefur játað smyglið Refsiramminn fyrir manndráp samkvæmt hegningarlögum er ævilangt fangelsi en algengast er að menn séu dæmdir í 16 ára fangelsi séu þeir fundnir sekir um manndráp. Þá gæti Thomas fengið lengri fangelsisdóm, verði hann fundinn sekur, þar sem hann er einnig ákærður fyrir smyglið en við því liggur allt að 12 ára fangelsi. Við yfirheyrslur hefur Thomas haldið fram sakleysi sínu varðandi morðið á Birnu en játað smyglið. Thomasi hefur ekki verið birt ákæran þar sem hann var ekki viðstaddur fyrirtökuna fyrir dómi í dag. Hann hefur sætt gæsluvarðhaldi síðan 19. janúar síðastliðinn, fyrst á grundvelli rannsóknarhagsmuna en síðan á grundvelli almannahagsmuna. Annar maður var einnig úrskurðaður í gæsluvarðhald á sínum tíma, það er þann 19. janúar, í tvær vikur en honum var svo sleppt að þeim tíma liðnum. Hann hafði þó áfram réttarstöðu sakbornings en sætir ekki ákæru í málinu.Birna Brjánsdóttir fæddist 28. nóvember 1996. Hún hvarf aðfaranótt laugardagsins 14. janúar en hún sást síðast í eftirlitsmyndavélum við Laugaveg 31 klukkan 05:25 þá nótt. Lík Birnu fannst svo átta dögum síðar, þann 22. janúar, í fjörunni við Selvogsvita í Ölfusi. Hún var því aðeins tvítug þegar hún lést.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Vilja varpa ljósi á ásetning skipverjans Lögreglan rannsakaði hvort Birna Brjánsdóttir hefði orðið fyrir kynferðisofbeldi skömmu áður en hún lést, en vill ekki gefa upp niðurstöðu þeirrar rannsóknar. Aðeins lokayfirheyrsla yfir hinum grunaða er eftir, áður en málið verðu 16. mars 2017 07:00 Skipverjinn fluttur á Hólmsheiði til að verjast ofbeldi Áhyggjur fangelsismálastofnunar af öryggi skipverjans leiddu til þess að ákveðið hefur verið að vista hann í fangelsinu á Hólmsheiði. Stemningin á Litla Hrauni benti til þess að þar væri öryggi hans ógnað. Sex vikna einangrunarvist mannsins lauk í dag. 28. febrúar 2017 17:18 Lífsýni úr skipverjanum tengja hann beint við Birnu Maðurinn var í dag úrskurðaður í áframhaldandi fjögurra vikna gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna. 2. mars 2017 18:22 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Fleiri fréttir Fellaskóli sigraði Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Sjá meira
Vilja varpa ljósi á ásetning skipverjans Lögreglan rannsakaði hvort Birna Brjánsdóttir hefði orðið fyrir kynferðisofbeldi skömmu áður en hún lést, en vill ekki gefa upp niðurstöðu þeirrar rannsóknar. Aðeins lokayfirheyrsla yfir hinum grunaða er eftir, áður en málið verðu 16. mars 2017 07:00
Skipverjinn fluttur á Hólmsheiði til að verjast ofbeldi Áhyggjur fangelsismálastofnunar af öryggi skipverjans leiddu til þess að ákveðið hefur verið að vista hann í fangelsinu á Hólmsheiði. Stemningin á Litla Hrauni benti til þess að þar væri öryggi hans ógnað. Sex vikna einangrunarvist mannsins lauk í dag. 28. febrúar 2017 17:18
Lífsýni úr skipverjanum tengja hann beint við Birnu Maðurinn var í dag úrskurðaður í áframhaldandi fjögurra vikna gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna. 2. mars 2017 18:22