Fimmti sigur Golden State í röð sem heldur forystu í vestrinu Tómas Þór Þórðarson skrifar 22. mars 2017 07:30 Steph Curry skoraði meira en bróðir sinn. vísir/getty Golden State Warriors lagði Dallas Mavericks, 112-87, í NBA-deildinni í körfubolta í nótt en liðið er að rétta úr kútnum eftir að missa Kevin Durant í slæm meiðsli fyrir nokkrum vikum síðan. Golden State er búið að vinna fimm leiki í röð og heldur þriggja sigra forskoti á San Antonio Spurs í baráttunni um efsta sætið í vestrinu þegar liðin eiga tíu til ellefu leiki eftir í deildarkeppninni. Klay Thompson var stigahæstur hjá gestunum með 23 stig en hann hitti úr fimm af átta þriggja stiga skotum sínum. Steph Curry kom næstur með 17 stig en hann setti þrjá þrista í níu tilraunum. Bróðir Curry, Seth, skoraði tíu stig fyrir Dallas en þeirra stigahæstur var að vanda Dirk Nowitzki sem skoraði 16 stig í leiknum. San Antonio Spurs eltir Golden State eins og skugginn á toppnum í vestrinu en það á eftir einum leik meira en Warriors. Það vann sjö stiga útisigur á Minnesota Timberwolves í nótt, 100-93, þar sem Kawhi Leonard fór á kostum í seinni hálfleik. Leonard skoraði 20 af 22 stigum sínum í seinni hálfleik og þar af mikilvægustu körfu leiksins þegar 54 sekúndur voru eftir en hún kom Spurs yfir á ögurstundu. LaMarcus Aldridge var stigahæstur Spurs-liðsins með 26 stig.Úrslit næturinnar: Toronto Raptors - Chicago Bulls 122-120 Brooklyn Nets - Detroit Pistons 98-96 Miami Heat - Phoenix Suns 112-97 New Orleans Pelicans - Memphis Grizzlies 95-82 Dallas Mavericks - Golden State Warriors 87-112 Minnesota Timberwolves - San Antonio Spurs 93-100 Portland Trail Blazers - Milwaukee Bucks 90-93 LA LAkers - LA Clipers 109-133 NBA Mest lesið Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Handbolti „Þetta var bara skita“ Handbolti Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Fótbolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Fleiri fréttir „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Sjá meira
Golden State Warriors lagði Dallas Mavericks, 112-87, í NBA-deildinni í körfubolta í nótt en liðið er að rétta úr kútnum eftir að missa Kevin Durant í slæm meiðsli fyrir nokkrum vikum síðan. Golden State er búið að vinna fimm leiki í röð og heldur þriggja sigra forskoti á San Antonio Spurs í baráttunni um efsta sætið í vestrinu þegar liðin eiga tíu til ellefu leiki eftir í deildarkeppninni. Klay Thompson var stigahæstur hjá gestunum með 23 stig en hann hitti úr fimm af átta þriggja stiga skotum sínum. Steph Curry kom næstur með 17 stig en hann setti þrjá þrista í níu tilraunum. Bróðir Curry, Seth, skoraði tíu stig fyrir Dallas en þeirra stigahæstur var að vanda Dirk Nowitzki sem skoraði 16 stig í leiknum. San Antonio Spurs eltir Golden State eins og skugginn á toppnum í vestrinu en það á eftir einum leik meira en Warriors. Það vann sjö stiga útisigur á Minnesota Timberwolves í nótt, 100-93, þar sem Kawhi Leonard fór á kostum í seinni hálfleik. Leonard skoraði 20 af 22 stigum sínum í seinni hálfleik og þar af mikilvægustu körfu leiksins þegar 54 sekúndur voru eftir en hún kom Spurs yfir á ögurstundu. LaMarcus Aldridge var stigahæstur Spurs-liðsins með 26 stig.Úrslit næturinnar: Toronto Raptors - Chicago Bulls 122-120 Brooklyn Nets - Detroit Pistons 98-96 Miami Heat - Phoenix Suns 112-97 New Orleans Pelicans - Memphis Grizzlies 95-82 Dallas Mavericks - Golden State Warriors 87-112 Minnesota Timberwolves - San Antonio Spurs 93-100 Portland Trail Blazers - Milwaukee Bucks 90-93 LA LAkers - LA Clipers 109-133
NBA Mest lesið Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Handbolti „Þetta var bara skita“ Handbolti Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Fótbolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Fleiri fréttir „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Sjá meira