Settu fókus á eitt ár Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 10. mars 2017 09:45 Haukur veltir fyrir sér hverju Íslendingar sóttust eftir í erlendu samstarfi á kaldastríðsárunum. Vísir/Stefán Það fólk sem tekur þátt í málstofunni 1957 á hugvísindaþinginu er annað hvort í doktorsnámi eða hefur nýlokið því eða mastersprófi,“ segir Haukur Ingvarsson bókmenntafræðingur. Þar er um að ræða þau Auði Aðalsteinsdóttur, Ásdísi Sigmundsdóttur, Gísla Magnússon, Jórunni Sigurðardóttur og Kristínu Svövu Tómasdóttur auk hans sjálfs. Í stað þess að taka fyrir ákveðna fræðigrein eða langt tímabil segir Haukur hópinn hafa sett fókus á eitt ár í bókmenntasögunni, valið af handahófi árið 1957 og fundið þar sitthvað forvitnilegt. „Jórunn fjallar um hvernig bókmenntum var miðlað í útvarpi. Hún fann fullt af þýddu efni á dagskrá íslenska útvarpsins á þessum tíma og umræður um bókmenntir sem var ekki endilega verið að fjalla um í rituðu máli. Útvarpið nær til fólks hvar sem er og hefur kannski átt meiri þátt í útbreiðslu hugmynda en margt annað. Kristín Svava skoðar norska skáldsögu, Sönginn um roðasteininn eftir Agnar Mykle, sem sló í gegn á Norðurlöndunum en þótti mjög klámfengin. Hér vildu menn þýða hana á íslensku en yfirvöld lögðu blátt bann við því. Hins vegar var bókin í mikilli dreifingu hér á Norðurlandamálum og seldist í um 2.000 eintökum. Það er spennandi á öllum tímum að vita hvað er leyfilegt og hvað ekki. Auður hefur rannsakað bókmenntagagnrýni á Íslandi á 20. öld og í erindi sínu fjallar hún um hvað einkenndi stíl Drífu Viðar sem bókmenntagagnrýnanda, hvaða erlendu fyrirmyndir hún hefur haft og fleira því tengt. Ásdís er í sínu erindi að skoða þýtt efni í kvennatímaritum árið 1957 og velta fyrir sér áhrifum þess. Gísli Magnússon lýsir dönskum ferðabókum frá miðri síðustu öld sem fjalla um Ísland. Danskir fræðimenn töldu dregna þar upp neikvæða mynd af Íslendingum en Halldór Laxness og fleiri Íslendingar voru jákvæðir í garð þessara bóka. Gísli veltir vöngum yfir því hvers vegna menn skildu bækurnar á svona ólíka vegu.“ Sjálfur kveðst Haukur vera í kaldastríðspælingum í sínu innleggi. „Mikið hefur verið rannsakað hvað vinstrimenn voru að fást við en ég spái í það sem hægrimenn voru að gera, Almenna bókafélagið, Gunnar Gunnarsson og Tómas Guðmundsson,“ segir hann og heldur áfram: „Það voru mikil átök í menningarlífinu á 6. áratugnum og menn höfðu alla anga úti til að reyna að ná undirtökum í því. Átakalínur urðu til hvar sem drepið var niður.“ Málstofan 1957 er á dagskrá í dag, föstudag, frá klukkan 13 til 16.30 í aðalbyggingu Háskóla Íslands. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 11. mars 2017 Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Laufey á lista Obama Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Lífið Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Menning Fleiri fréttir Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Sjá meira
Það fólk sem tekur þátt í málstofunni 1957 á hugvísindaþinginu er annað hvort í doktorsnámi eða hefur nýlokið því eða mastersprófi,“ segir Haukur Ingvarsson bókmenntafræðingur. Þar er um að ræða þau Auði Aðalsteinsdóttur, Ásdísi Sigmundsdóttur, Gísla Magnússon, Jórunni Sigurðardóttur og Kristínu Svövu Tómasdóttur auk hans sjálfs. Í stað þess að taka fyrir ákveðna fræðigrein eða langt tímabil segir Haukur hópinn hafa sett fókus á eitt ár í bókmenntasögunni, valið af handahófi árið 1957 og fundið þar sitthvað forvitnilegt. „Jórunn fjallar um hvernig bókmenntum var miðlað í útvarpi. Hún fann fullt af þýddu efni á dagskrá íslenska útvarpsins á þessum tíma og umræður um bókmenntir sem var ekki endilega verið að fjalla um í rituðu máli. Útvarpið nær til fólks hvar sem er og hefur kannski átt meiri þátt í útbreiðslu hugmynda en margt annað. Kristín Svava skoðar norska skáldsögu, Sönginn um roðasteininn eftir Agnar Mykle, sem sló í gegn á Norðurlöndunum en þótti mjög klámfengin. Hér vildu menn þýða hana á íslensku en yfirvöld lögðu blátt bann við því. Hins vegar var bókin í mikilli dreifingu hér á Norðurlandamálum og seldist í um 2.000 eintökum. Það er spennandi á öllum tímum að vita hvað er leyfilegt og hvað ekki. Auður hefur rannsakað bókmenntagagnrýni á Íslandi á 20. öld og í erindi sínu fjallar hún um hvað einkenndi stíl Drífu Viðar sem bókmenntagagnrýnanda, hvaða erlendu fyrirmyndir hún hefur haft og fleira því tengt. Ásdís er í sínu erindi að skoða þýtt efni í kvennatímaritum árið 1957 og velta fyrir sér áhrifum þess. Gísli Magnússon lýsir dönskum ferðabókum frá miðri síðustu öld sem fjalla um Ísland. Danskir fræðimenn töldu dregna þar upp neikvæða mynd af Íslendingum en Halldór Laxness og fleiri Íslendingar voru jákvæðir í garð þessara bóka. Gísli veltir vöngum yfir því hvers vegna menn skildu bækurnar á svona ólíka vegu.“ Sjálfur kveðst Haukur vera í kaldastríðspælingum í sínu innleggi. „Mikið hefur verið rannsakað hvað vinstrimenn voru að fást við en ég spái í það sem hægrimenn voru að gera, Almenna bókafélagið, Gunnar Gunnarsson og Tómas Guðmundsson,“ segir hann og heldur áfram: „Það voru mikil átök í menningarlífinu á 6. áratugnum og menn höfðu alla anga úti til að reyna að ná undirtökum í því. Átakalínur urðu til hvar sem drepið var niður.“ Málstofan 1957 er á dagskrá í dag, föstudag, frá klukkan 13 til 16.30 í aðalbyggingu Háskóla Íslands. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 11. mars 2017
Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Laufey á lista Obama Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Lífið Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Menning Fleiri fréttir Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Sjá meira