Sá litli nálgast risana Michael Jordan og Kobe Bryant Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. mars 2017 23:00 Isaiah Thomas. Vísir/Getty Isaiah Thomas hefur farið á kostum með liði Boston Celtics í NBA-deildinni á þessu tímabili og svo vel að hann nálgast nú tvo af mestu og stöðugust skorurum deildarinnar í gegnum tíðina. Isaiah Thomas hefur skorað 30,8 stig að meðaltali með Boston Celtics liðinu og er á góðri leið með að bæta met Larry Bird yfir flest stig að meðaltali hjá Boston Celtics á einu tímabili. Enginn leikmaður Boston hefur verið með yfir 30 stig að meðaltali í leik. Það er þó önnur tölfræði sem hefur komið Isaiah Thomas í hóp með stöðugustu skorunum sem NBA-deildin hefur séð síðan NBA og ABA deildirnar sameinuðust á áttunda áratugnum. Isaiah Thomas var stigahæstur í 117-104 sigri Boston á Minnesota Timberwolves í nótt en hann skoraði þá 27 stig eða sjö stigum meira en næsti maður. Þetta var 32. leikurinn í röð sem Isaiah Thomas er stigahæstur hjá Boston-liðinu og aðeins Michael Jordan og Kobe Bryant hafa verið stigahæstir hjá sínu liði í fleiri leikjum í röð. Isaiah Thomas er stutt frá því að ná að komast yfir Kobe Bryant og inn á topp tvö listann með sjálfum Michael Jordan. Jordan er reyndar í í nokkrum sér flokki enda með tvo spretti í efstu tveimur sætunum. Jordan var stigahæstur hjá Chicago Bulls í 66 leikjum í röð 1987-88 tímabilið og í 41 leik í röð tímabilið á undan. Isaiah Thomas þarf að vera stigahæstur í tveimur leikjum í röð til að jafna Kobe Bryant í þriðja sætinu. Bryant var stigahæstur í 34 leikjum í röð hjá Los Angeles Lakers tímabilið 2005-06. Það var margt á móti Isaiah Thomas, hann er aðeins 175 sentímetrar á hæð og var valinn sextugasti í nýliðavalinu 2011. Síðan hefur hann unnið sig upp í að vera einn af bestu leikmönnum deildarinnar. Lykilatriðið var að komast til Boston Celtics en þar hefur strákurinn sprungið út og er nú á góðri leið með að slá stigamet Larry Bird. Hann hefur þegar tekið önnur met hjá félaginu og þetta tímabil hjá Isaiah Thomas því löngu orðið sögulegt í Boston Garden. Isaiah Thomas had 27 Pts tonight to lead the Celtics in outright scoring for the 32nd straight game. He's in elite company, via @EliasSports pic.twitter.com/wmfBBqGoBG— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) March 16, 2017 NBA Mest lesið Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Handbolti „Þetta var bara skita“ Handbolti Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Fótbolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Fleiri fréttir „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Sjá meira
Isaiah Thomas hefur farið á kostum með liði Boston Celtics í NBA-deildinni á þessu tímabili og svo vel að hann nálgast nú tvo af mestu og stöðugust skorurum deildarinnar í gegnum tíðina. Isaiah Thomas hefur skorað 30,8 stig að meðaltali með Boston Celtics liðinu og er á góðri leið með að bæta met Larry Bird yfir flest stig að meðaltali hjá Boston Celtics á einu tímabili. Enginn leikmaður Boston hefur verið með yfir 30 stig að meðaltali í leik. Það er þó önnur tölfræði sem hefur komið Isaiah Thomas í hóp með stöðugustu skorunum sem NBA-deildin hefur séð síðan NBA og ABA deildirnar sameinuðust á áttunda áratugnum. Isaiah Thomas var stigahæstur í 117-104 sigri Boston á Minnesota Timberwolves í nótt en hann skoraði þá 27 stig eða sjö stigum meira en næsti maður. Þetta var 32. leikurinn í röð sem Isaiah Thomas er stigahæstur hjá Boston-liðinu og aðeins Michael Jordan og Kobe Bryant hafa verið stigahæstir hjá sínu liði í fleiri leikjum í röð. Isaiah Thomas er stutt frá því að ná að komast yfir Kobe Bryant og inn á topp tvö listann með sjálfum Michael Jordan. Jordan er reyndar í í nokkrum sér flokki enda með tvo spretti í efstu tveimur sætunum. Jordan var stigahæstur hjá Chicago Bulls í 66 leikjum í röð 1987-88 tímabilið og í 41 leik í röð tímabilið á undan. Isaiah Thomas þarf að vera stigahæstur í tveimur leikjum í röð til að jafna Kobe Bryant í þriðja sætinu. Bryant var stigahæstur í 34 leikjum í röð hjá Los Angeles Lakers tímabilið 2005-06. Það var margt á móti Isaiah Thomas, hann er aðeins 175 sentímetrar á hæð og var valinn sextugasti í nýliðavalinu 2011. Síðan hefur hann unnið sig upp í að vera einn af bestu leikmönnum deildarinnar. Lykilatriðið var að komast til Boston Celtics en þar hefur strákurinn sprungið út og er nú á góðri leið með að slá stigamet Larry Bird. Hann hefur þegar tekið önnur met hjá félaginu og þetta tímabil hjá Isaiah Thomas því löngu orðið sögulegt í Boston Garden. Isaiah Thomas had 27 Pts tonight to lead the Celtics in outright scoring for the 32nd straight game. He's in elite company, via @EliasSports pic.twitter.com/wmfBBqGoBG— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) March 16, 2017
NBA Mest lesið Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Handbolti „Þetta var bara skita“ Handbolti Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Fótbolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Fleiri fréttir „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Sjá meira