Stjórn Norðurturnsins kvartar undan forstjóra Regins Haraldur Guðmundsson skrifar 1. mars 2017 11:00 Norðurturninn höfðaði dómsmál vegna bílastæða við Smáralind. Vísir/GVA Stjórn Norðurturnsins við Smáralind gagnrýnir orð Helga S. Gunnarssonar, forstjóra Regins, um að verktakafyrirtækið BYGG sé „sprautan á bak við“ deilur eigenda turnsins og Eignarhaldsfélagsins Smáralindar ehf. og að þar ráði „nátttröllsviðhorf“ ríkjum. Harmar stjórnin að Helgi tali með slíkum hætti um „nágranna sína í fjölmiðlum“.Helgi S. Gunnarsson, forstjóri Regins.vísir/gvaÞetta kemur fram í bréfi sem Garðar Þ. Guðgeirsson, stjórnarformaður Norðurturnsins, sendi stjórn Regins, eiganda Smáralindar, og Kópavogsbæ um miðjan febrúar og Markaðurinn hefur undir höndum. Tilefnið er frétt blaðsins frá 8. febrúar þar sem Helgi gaf lítið fyrir stefnu sem Norðurturninn hefur höfðað gegn verslunarmiðstöðinni og Kópavogsbæ vegna bílastæða við Smáralind. Samkvæmt henni vilja eigendur turnsins staðfestingu dómstóla á að kvaðir um samnýtingu stæðanna séu í gildi og að deiliskipulag sem heimilar uppbyggingu íbúðahverfisins 201 Smári verði ógilt. Helgi sagði í frétt Markaðarins að framkvæmdirnar fyrirhuguðu byggðu á faglegri umfjöllun skipulagsyfirvalda og að stefnan kæmi ekki til með að hafa áhrif á framgang verkefnisins. Ríkharð Ottó Ríkharðsson, framkvæmdastjóri Norðurturnsins, sagði þær rýra réttindi turnsins þar sem þær ættu eftir að fækka bílastæðum við suðvesturhorn Smáralindar. Hjúpur, dótturfélag BYGG (Byggingafélags Gylfa og Gunnars), er stærsti eigandi Norðurturnsins með 28 prósenta hlut. Í bréfi Norðurturnsins er tekið fram að Hjúpur eignaðist hlut í byggingunni „löngu eftir að ágreiningur tengdur bílastæðum kom upp“. Allar athugasemdir við deiliskipulagið byggi á málefnalegum sjónarmiðum og séu studdar þinglýstum heimildum. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Norðurturninn höfðar mál út af bílastæðum við Smáralind Eignarhaldsfélaginu Smáralind og Kópavogsbæ hefur verið stefnt vegna áforma um íbúðahverfið 201 Smári. 8. febrúar 2017 07:00 Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Sjá meira
Stjórn Norðurturnsins við Smáralind gagnrýnir orð Helga S. Gunnarssonar, forstjóra Regins, um að verktakafyrirtækið BYGG sé „sprautan á bak við“ deilur eigenda turnsins og Eignarhaldsfélagsins Smáralindar ehf. og að þar ráði „nátttröllsviðhorf“ ríkjum. Harmar stjórnin að Helgi tali með slíkum hætti um „nágranna sína í fjölmiðlum“.Helgi S. Gunnarsson, forstjóri Regins.vísir/gvaÞetta kemur fram í bréfi sem Garðar Þ. Guðgeirsson, stjórnarformaður Norðurturnsins, sendi stjórn Regins, eiganda Smáralindar, og Kópavogsbæ um miðjan febrúar og Markaðurinn hefur undir höndum. Tilefnið er frétt blaðsins frá 8. febrúar þar sem Helgi gaf lítið fyrir stefnu sem Norðurturninn hefur höfðað gegn verslunarmiðstöðinni og Kópavogsbæ vegna bílastæða við Smáralind. Samkvæmt henni vilja eigendur turnsins staðfestingu dómstóla á að kvaðir um samnýtingu stæðanna séu í gildi og að deiliskipulag sem heimilar uppbyggingu íbúðahverfisins 201 Smári verði ógilt. Helgi sagði í frétt Markaðarins að framkvæmdirnar fyrirhuguðu byggðu á faglegri umfjöllun skipulagsyfirvalda og að stefnan kæmi ekki til með að hafa áhrif á framgang verkefnisins. Ríkharð Ottó Ríkharðsson, framkvæmdastjóri Norðurturnsins, sagði þær rýra réttindi turnsins þar sem þær ættu eftir að fækka bílastæðum við suðvesturhorn Smáralindar. Hjúpur, dótturfélag BYGG (Byggingafélags Gylfa og Gunnars), er stærsti eigandi Norðurturnsins með 28 prósenta hlut. Í bréfi Norðurturnsins er tekið fram að Hjúpur eignaðist hlut í byggingunni „löngu eftir að ágreiningur tengdur bílastæðum kom upp“. Allar athugasemdir við deiliskipulagið byggi á málefnalegum sjónarmiðum og séu studdar þinglýstum heimildum.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Norðurturninn höfðar mál út af bílastæðum við Smáralind Eignarhaldsfélaginu Smáralind og Kópavogsbæ hefur verið stefnt vegna áforma um íbúðahverfið 201 Smári. 8. febrúar 2017 07:00 Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Sjá meira
Norðurturninn höfðar mál út af bílastæðum við Smáralind Eignarhaldsfélaginu Smáralind og Kópavogsbæ hefur verið stefnt vegna áforma um íbúðahverfið 201 Smári. 8. febrúar 2017 07:00