Umfjöllun: Noregur - Ísland 1-1 | Jafntefli í fyrsta leik á Algarve Smári Jökull Jónsson skrifar 1. mars 2017 21:00 Sara Björk Gunnarsdóttir er í byrjunarliðinu. vísir/eyþór Ísland gerði jafntefli við Noreg í fyrsta leik liðsins í Algarve-bikarnum í kvöld. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir skoraði mark Íslands á 8.mínútu leiksins. Ísland tefldi fram óreyndu liði enda hefur Freyr Alexandersson þjálfari liðsins sagt að leikmenn sem minna hafi spilað síðstu misseri fái tækifæri á þessu móti til að vinna sér sæti í liðinu fyrir EM. Leikmenn voru varla búnir að koma sér vel fyrir á vellinum þegar Ada Hegerberg skoraði með ágætu skoti úr teignum. Hún fékk þá boltann utarlega í teignum og átti gott skot sem Sandra Sigurðardóttir réði ekki við. Þær norsku héldu forystunni þó ekki lengi því Gunnhildur Yrsa jafnaði metin með góðu marki fjórum mínútum síðar. Elín Metta Jensen gerði þá vel á hægri kantinum þegar hún lék á varnarmann Noregs og kom boltanum fyrir markið. Þar beið Gunnhildur Yrsa og potaði boltanum í fjærhornið. Á 22.mínútu meiddist síðan Sandra María Jessen þegar hún lenti í samstuði við Ingvald Isaksen. Sandra María var borin af velli og virtist sárþjáð. Vonandi að meiðslin séu ekki alvarleg enda Sandra María verið fastamaður í hópi íslenska liðsins. Noregur var meira með boltann en íslenska miðjan vann gríðarlega vel og þær Sigríður Lára Garðarsdóttir og Sara Björk Gunnarsdóttir létu finna vel fyrir sér. Sigríður Lára var að leika sinn fyrsta alvöru landsleik og var óhrædd og vann boltann í nokkur skipti. Mikilvægi Söru Bjarkar í íslenska liðinu er gríðarlegt en hún skilar boltanum vel frá sér og sýnir mikla vinnusemi. Staðan í hálfleik var 1-1. Leikurinn þróaðist á svipaðan hátt í síðari hálfleik og hann gerði í fyrri. Norska liðið var meira með boltann en tókst ekki að skapa sér mörg færi. Ísland gerði nokkrar breytingar á liði sínu en liðinu gekk fremur illa að halda boltanum innan liðsins og ógnuðu helst með skyndisóknum. Síðustu 10 mínútur leiksins pressuðu Norðmenn svo vel á íslensku vörnina og náðu nokkrum sinnum að skapa hættu. Ingrid Mo Wold fékk besta færið en skot hennar fór rétt framhjá fjærstönginni. Sandra Sigurðardóttir var vel með á nótunum í íslenska markinu og þá var Glódís Perla Viggósdóttir eins og klettur í vörninni. Lokatölur urðu 1-1 og fyrsta stigið í Algarve-bikarnum því í höfn. Næsti leikur íslenska liðsins er á föstudaginn þegar stelpurnar mæta Japan. Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Fótbolti „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM Fótbolti Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Fleiri fréttir Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ „Ég var bara með niðurgang“ Ingibjörg: Gríðarlega svekkjandi „Mér fannst við alveg halda þeim í skefjum“ Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Twitter yfir leiknum gegn Finnlandi: Vonbrigði í Thun Courtois: Trent Alexander-Arnold martröð fyrir markverði Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM „Við erum betra liðið“ Fyrsta byrjunarlið Íslands á EM Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Vissir um að Messi verði áfram í Miami Mamman hefur trú á Sveindísi: „Hún er að fara láta þeim líða hræðilega“ Feðgarnir spenntir fyrir leiknum: „Þá þarf ég að fljúga aftur til Sviss“ „Hún fann það sjálf að hún þyrfti að prófa eitthvað nýtt“ „Ungur og hæfileikaríkur leikmannahópur“ Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM „Verður vonandi langt sumar í Sviss“ Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Þjálfara Finna létt skömmu fyrir fyrsta leik á EM gegn Íslandi „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Sjá meira
Ísland gerði jafntefli við Noreg í fyrsta leik liðsins í Algarve-bikarnum í kvöld. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir skoraði mark Íslands á 8.mínútu leiksins. Ísland tefldi fram óreyndu liði enda hefur Freyr Alexandersson þjálfari liðsins sagt að leikmenn sem minna hafi spilað síðstu misseri fái tækifæri á þessu móti til að vinna sér sæti í liðinu fyrir EM. Leikmenn voru varla búnir að koma sér vel fyrir á vellinum þegar Ada Hegerberg skoraði með ágætu skoti úr teignum. Hún fékk þá boltann utarlega í teignum og átti gott skot sem Sandra Sigurðardóttir réði ekki við. Þær norsku héldu forystunni þó ekki lengi því Gunnhildur Yrsa jafnaði metin með góðu marki fjórum mínútum síðar. Elín Metta Jensen gerði þá vel á hægri kantinum þegar hún lék á varnarmann Noregs og kom boltanum fyrir markið. Þar beið Gunnhildur Yrsa og potaði boltanum í fjærhornið. Á 22.mínútu meiddist síðan Sandra María Jessen þegar hún lenti í samstuði við Ingvald Isaksen. Sandra María var borin af velli og virtist sárþjáð. Vonandi að meiðslin séu ekki alvarleg enda Sandra María verið fastamaður í hópi íslenska liðsins. Noregur var meira með boltann en íslenska miðjan vann gríðarlega vel og þær Sigríður Lára Garðarsdóttir og Sara Björk Gunnarsdóttir létu finna vel fyrir sér. Sigríður Lára var að leika sinn fyrsta alvöru landsleik og var óhrædd og vann boltann í nokkur skipti. Mikilvægi Söru Bjarkar í íslenska liðinu er gríðarlegt en hún skilar boltanum vel frá sér og sýnir mikla vinnusemi. Staðan í hálfleik var 1-1. Leikurinn þróaðist á svipaðan hátt í síðari hálfleik og hann gerði í fyrri. Norska liðið var meira með boltann en tókst ekki að skapa sér mörg færi. Ísland gerði nokkrar breytingar á liði sínu en liðinu gekk fremur illa að halda boltanum innan liðsins og ógnuðu helst með skyndisóknum. Síðustu 10 mínútur leiksins pressuðu Norðmenn svo vel á íslensku vörnina og náðu nokkrum sinnum að skapa hættu. Ingrid Mo Wold fékk besta færið en skot hennar fór rétt framhjá fjærstönginni. Sandra Sigurðardóttir var vel með á nótunum í íslenska markinu og þá var Glódís Perla Viggósdóttir eins og klettur í vörninni. Lokatölur urðu 1-1 og fyrsta stigið í Algarve-bikarnum því í höfn. Næsti leikur íslenska liðsins er á föstudaginn þegar stelpurnar mæta Japan.
Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Fótbolti „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM Fótbolti Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Fleiri fréttir Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ „Ég var bara með niðurgang“ Ingibjörg: Gríðarlega svekkjandi „Mér fannst við alveg halda þeim í skefjum“ Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Twitter yfir leiknum gegn Finnlandi: Vonbrigði í Thun Courtois: Trent Alexander-Arnold martröð fyrir markverði Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM „Við erum betra liðið“ Fyrsta byrjunarlið Íslands á EM Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Vissir um að Messi verði áfram í Miami Mamman hefur trú á Sveindísi: „Hún er að fara láta þeim líða hræðilega“ Feðgarnir spenntir fyrir leiknum: „Þá þarf ég að fljúga aftur til Sviss“ „Hún fann það sjálf að hún þyrfti að prófa eitthvað nýtt“ „Ungur og hæfileikaríkur leikmannahópur“ Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM „Verður vonandi langt sumar í Sviss“ Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Þjálfara Finna létt skömmu fyrir fyrsta leik á EM gegn Íslandi „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Sjá meira