Óvænt risaskipti í NBA-deildinni | Vandræðabarnið orðið Pelíkani Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. febrúar 2017 09:00 DeMarcus Cousins. Vísir/AP DeMarcus Cousins, einn besti og fyrirferðamesti stóri maður NBA-deildinni, er á leið í nýtt félag í NBA-deildinni í körfubolta eftir að Sacramento Kings og New Orleans Pelicans sættust á leikmannaskipti í nótt. Með þessum risaskiptum liðanna munu tveir stórir stjörnuleikmenn spila hlið við hlið því fyrir hjá New Orleans Pelicans er Anthony Davis sem í nótt setti stigamet með því að skora 52 stig í Stjörnuleiknum sem fór einmitt fram í New Orleans. Sacramento Kings lætur DeMarcus Cousins og Omri Casspi frá sér en fær í staðinn Buddy Hield, Tyreke Evans og Langston Galloway auk tveggja valrétta í fyrstu og annarri umferð nýliðavalsins í sumar. ESPN segir meðal annars frá. Sacramento Kings hefur þar með endanlega gefist upp á DeMarcus Cousins sem er mesti vandræðagemlingur deildarinnar. Það efast enginn um hæfileikana þar á bæ en vandamálin eru í kringum samskipti hans við aðra í liðinu ekki síst þjálfarana sem hafa komið og farið hjá Sacramento Kings á undanförnum árum. DeMarcus Cousins hefur skorað 27,8 stig að meðaltali í leik með Sacramento Kings á tímabilinu sem er það þriðja hæsta hjá leikmanni sem lið lætur fara í sögu NBA. Hinir tveir eru Wilt Chamberlain (38,9 1964-65) og Allen Iverson (31,2 2006-07). Cousins er einnig með 10,7 fráköst, 4,9 stoðsendingar og 1,3 varin skot í leik og hefur einnig bætt þriggja sitga nýtingu sína. Það er ljóst að það verður ekkert grín að eiga við þá Anthony Davis og DeMarcus Cousins sem eru eini leikmennirnir í NBA sem hafa verið með 20 stig og 10 frák0st á síðustu fjórum tímabilum. Þeir eru líka ásamt Russell Westbrook þeir einu sem eru með að minnsta kosti 25 stig og 10 fráköst í leik á þessu tímabili. Lið Sacramento Kings vann aðeins 35 prósent leikja sinna þessi tæpu sjö tímabil sem DeMarcus Cousins lék með liðinu og nú var greinilega komið á endastöð að mati manna þar á bæ. Stanslausar útistöður hans við dómara voru ekki að gera mönnum lífið auðveldlega og menn gáfust upp á því að bíða eftir að hann þroskaðist.DeMarcus Cousins Since 2010-11, leads NBA in ... Technical fouls 105 Times fouling out 46 Ejections 12 — ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) February 20, 2017 Það fréttist af miklum áhuga New Orleans Pelicans til að fá meiri hjálp fyrir Anthony Davis í sóknarleiknum og liðið var að skoða aðra möguleika. Það að þeir skuli hafa náð í DeMarcus Cousins er mjög athyglisvert en það sýnir kannski svart á hvítu hversu erfitt samlífið hefur verið hjá Sacramento Kings að félagið er tilbúið að láta langbesta leikmanninn sinn fara. NBA Mest lesið Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Handbolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Markið hjá Messi kom eftir 18 sendinga sókn Barca - myndband Fótbolti „Þetta var bara skita“ Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Sjá meira
DeMarcus Cousins, einn besti og fyrirferðamesti stóri maður NBA-deildinni, er á leið í nýtt félag í NBA-deildinni í körfubolta eftir að Sacramento Kings og New Orleans Pelicans sættust á leikmannaskipti í nótt. Með þessum risaskiptum liðanna munu tveir stórir stjörnuleikmenn spila hlið við hlið því fyrir hjá New Orleans Pelicans er Anthony Davis sem í nótt setti stigamet með því að skora 52 stig í Stjörnuleiknum sem fór einmitt fram í New Orleans. Sacramento Kings lætur DeMarcus Cousins og Omri Casspi frá sér en fær í staðinn Buddy Hield, Tyreke Evans og Langston Galloway auk tveggja valrétta í fyrstu og annarri umferð nýliðavalsins í sumar. ESPN segir meðal annars frá. Sacramento Kings hefur þar með endanlega gefist upp á DeMarcus Cousins sem er mesti vandræðagemlingur deildarinnar. Það efast enginn um hæfileikana þar á bæ en vandamálin eru í kringum samskipti hans við aðra í liðinu ekki síst þjálfarana sem hafa komið og farið hjá Sacramento Kings á undanförnum árum. DeMarcus Cousins hefur skorað 27,8 stig að meðaltali í leik með Sacramento Kings á tímabilinu sem er það þriðja hæsta hjá leikmanni sem lið lætur fara í sögu NBA. Hinir tveir eru Wilt Chamberlain (38,9 1964-65) og Allen Iverson (31,2 2006-07). Cousins er einnig með 10,7 fráköst, 4,9 stoðsendingar og 1,3 varin skot í leik og hefur einnig bætt þriggja sitga nýtingu sína. Það er ljóst að það verður ekkert grín að eiga við þá Anthony Davis og DeMarcus Cousins sem eru eini leikmennirnir í NBA sem hafa verið með 20 stig og 10 frák0st á síðustu fjórum tímabilum. Þeir eru líka ásamt Russell Westbrook þeir einu sem eru með að minnsta kosti 25 stig og 10 fráköst í leik á þessu tímabili. Lið Sacramento Kings vann aðeins 35 prósent leikja sinna þessi tæpu sjö tímabil sem DeMarcus Cousins lék með liðinu og nú var greinilega komið á endastöð að mati manna þar á bæ. Stanslausar útistöður hans við dómara voru ekki að gera mönnum lífið auðveldlega og menn gáfust upp á því að bíða eftir að hann þroskaðist.DeMarcus Cousins Since 2010-11, leads NBA in ... Technical fouls 105 Times fouling out 46 Ejections 12 — ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) February 20, 2017 Það fréttist af miklum áhuga New Orleans Pelicans til að fá meiri hjálp fyrir Anthony Davis í sóknarleiknum og liðið var að skoða aðra möguleika. Það að þeir skuli hafa náð í DeMarcus Cousins er mjög athyglisvert en það sýnir kannski svart á hvítu hversu erfitt samlífið hefur verið hjá Sacramento Kings að félagið er tilbúið að láta langbesta leikmanninn sinn fara.
NBA Mest lesið Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Handbolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Markið hjá Messi kom eftir 18 sendinga sókn Barca - myndband Fótbolti „Þetta var bara skita“ Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Sjá meira