De Bruyne: Ekki hægt að bera City saman við United og Liverpool Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 21. febrúar 2017 10:30 De Bruyne á blaðamannafundi City í gær. Vísir/Getty Það er ekki hægt að bera sögu Manchester City í Evrópukeppnum við sögu Manchester United og Liverpool. Þetta segir Kevin De Bruyne, leikmaður City sem mætir Monaco í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í ár. City komst alla leið í undanúrslit keppninnar í fyrra. Það var í fyrsta sinn í sögu félagsins sem liðið komst svo langt en liðið féll þá úr leik fyrir verðandi Evrópumeisturum Real Madrid. De Bruyne var hetjan þegar City sló út PSG í 8-liða úrslitum keppninnar í fyrra en þeir bláklæddu mæta nú öðru frönsku liði, Monaco í 16-liða úrslitum keppninnar en fyrri leikur liðanna er klukkan 19.45 í kvöld. Sjá einnig: Fálkinn hefur náð flugi á nýjan leik „Fólk talar um lið eins og Manchester United og Liverpool og sögu þessara félaga,“ sagði Belgíumaðurinn við enska fjölmiðla. „Þetta eru auðvitað frábær lið og það er ekki hægt að bera okkur saman við þau því að við eigum ekki sama bakgrunn í Evrópukeppnum.“ „United og Liverpool hafa spilað í Evrópukeppnum í áraraðir en við í bara 5-6 ár. Við þurfum meiri tíma til að hægt að bera þessi lið saman.“ Sjá einnig: Guardiola: Verðum „drepnir“ ef við töpum De Bruyne segist ekki velta sögunni mikið fyrir sér en að hún skipti marga miklu máli. Þess vegna sé talað öðruvísi um Manchester City og hin stóru liðin. „Það vilja allir í Englandi að ensk lið standi sig vel í Evrópukeppnum. Við viljum leggja okkar af mörkum á þeim vettvangi. Ef okkur tekst það næstu 50 árin og vinnum nokkra Evróputitla verður kannski litið á okkur með öðrum augum.“ Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Sturridge flýgur veikur heim Daniel Sturridge er á leiðinni heim frá La Manga eftir að framherji Liverpool greindist með vírus. Liverpool segir frá þessu á heimasíðu félagsins. 17. febrúar 2017 11:15 Engin leið í gegn fyrir City-menn Huddersfield Town og Manchester City þurfa að mætast aftur í 16-liða úrslitum ensku bikarkeppninnar eftir 0-0 jafntefli á John Smith's Stadium í dag. 18. febrúar 2017 16:45 Fálkinn hefur náð flugi á nýjan leik Radamel Falcao og félagar hans í Monaco eru mættir til Manchester þar sem þeir mæta Manchester City í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. 21. febrúar 2017 06:30 Guardiola: Verðum „drepnir“ ef við töpum Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, segir að sínir menn muni fá það óþvegið komist þeir ekki áfram í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu. 20. febrúar 2017 23:15 Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fótbolti Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Aserar áhugalitlir og völlurinn hálftómur Sport Fleiri fréttir Aserbaísjan - Ísland | Strákarnir okkar verða að sækja sigur í Bakú Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ 23 ára forseti ítalsks félags: „Þú þarft ekki að vera karlmaður til að reka félag“ Franski rapparinn segir deilurnar við Mbappé bara misskilning „Þetta er mjög steikt“ Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Sjáðu Glódísi Perlu tryggja sigur á Evrópumeisturum í tímamótaleik „Veit ekki alveg hvort þetta standist lög og reglur“ Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona EM án Anfield og Old Trafford byrjar í Wales og endar á Wembley Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Sjálfsmark Cecilíu skildi á milli í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Sjá meira
Það er ekki hægt að bera sögu Manchester City í Evrópukeppnum við sögu Manchester United og Liverpool. Þetta segir Kevin De Bruyne, leikmaður City sem mætir Monaco í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í ár. City komst alla leið í undanúrslit keppninnar í fyrra. Það var í fyrsta sinn í sögu félagsins sem liðið komst svo langt en liðið féll þá úr leik fyrir verðandi Evrópumeisturum Real Madrid. De Bruyne var hetjan þegar City sló út PSG í 8-liða úrslitum keppninnar í fyrra en þeir bláklæddu mæta nú öðru frönsku liði, Monaco í 16-liða úrslitum keppninnar en fyrri leikur liðanna er klukkan 19.45 í kvöld. Sjá einnig: Fálkinn hefur náð flugi á nýjan leik „Fólk talar um lið eins og Manchester United og Liverpool og sögu þessara félaga,“ sagði Belgíumaðurinn við enska fjölmiðla. „Þetta eru auðvitað frábær lið og það er ekki hægt að bera okkur saman við þau því að við eigum ekki sama bakgrunn í Evrópukeppnum.“ „United og Liverpool hafa spilað í Evrópukeppnum í áraraðir en við í bara 5-6 ár. Við þurfum meiri tíma til að hægt að bera þessi lið saman.“ Sjá einnig: Guardiola: Verðum „drepnir“ ef við töpum De Bruyne segist ekki velta sögunni mikið fyrir sér en að hún skipti marga miklu máli. Þess vegna sé talað öðruvísi um Manchester City og hin stóru liðin. „Það vilja allir í Englandi að ensk lið standi sig vel í Evrópukeppnum. Við viljum leggja okkar af mörkum á þeim vettvangi. Ef okkur tekst það næstu 50 árin og vinnum nokkra Evróputitla verður kannski litið á okkur með öðrum augum.“
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Sturridge flýgur veikur heim Daniel Sturridge er á leiðinni heim frá La Manga eftir að framherji Liverpool greindist með vírus. Liverpool segir frá þessu á heimasíðu félagsins. 17. febrúar 2017 11:15 Engin leið í gegn fyrir City-menn Huddersfield Town og Manchester City þurfa að mætast aftur í 16-liða úrslitum ensku bikarkeppninnar eftir 0-0 jafntefli á John Smith's Stadium í dag. 18. febrúar 2017 16:45 Fálkinn hefur náð flugi á nýjan leik Radamel Falcao og félagar hans í Monaco eru mættir til Manchester þar sem þeir mæta Manchester City í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. 21. febrúar 2017 06:30 Guardiola: Verðum „drepnir“ ef við töpum Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, segir að sínir menn muni fá það óþvegið komist þeir ekki áfram í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu. 20. febrúar 2017 23:15 Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fótbolti Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Aserar áhugalitlir og völlurinn hálftómur Sport Fleiri fréttir Aserbaísjan - Ísland | Strákarnir okkar verða að sækja sigur í Bakú Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ 23 ára forseti ítalsks félags: „Þú þarft ekki að vera karlmaður til að reka félag“ Franski rapparinn segir deilurnar við Mbappé bara misskilning „Þetta er mjög steikt“ Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Sjáðu Glódísi Perlu tryggja sigur á Evrópumeisturum í tímamótaleik „Veit ekki alveg hvort þetta standist lög og reglur“ Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona EM án Anfield og Old Trafford byrjar í Wales og endar á Wembley Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Sjálfsmark Cecilíu skildi á milli í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Sjá meira
Sturridge flýgur veikur heim Daniel Sturridge er á leiðinni heim frá La Manga eftir að framherji Liverpool greindist með vírus. Liverpool segir frá þessu á heimasíðu félagsins. 17. febrúar 2017 11:15
Engin leið í gegn fyrir City-menn Huddersfield Town og Manchester City þurfa að mætast aftur í 16-liða úrslitum ensku bikarkeppninnar eftir 0-0 jafntefli á John Smith's Stadium í dag. 18. febrúar 2017 16:45
Fálkinn hefur náð flugi á nýjan leik Radamel Falcao og félagar hans í Monaco eru mættir til Manchester þar sem þeir mæta Manchester City í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. 21. febrúar 2017 06:30
Guardiola: Verðum „drepnir“ ef við töpum Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, segir að sínir menn muni fá það óþvegið komist þeir ekki áfram í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu. 20. febrúar 2017 23:15