Guardiola vill fá strákinn til City en nú hefur Chelsea líka áhuga | Hvað gerir hann í kvöld? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. febrúar 2017 11:30 Thomas Lemar. Vísir/Getty Chelsea og Manchester City verða í aðalhlutverki í kapphlaupinu um hinn 21 árs gamla Frakka Thomas Lemar sem hefur slegið í gegn hjá Mónakó-liðinu. Franska blaðið L'Equipe segir frá bæði ensku liðin hafi mikinn áhuga á því að kaupa strákinn í sumar. Thomas Lemar mætir með félögum sínum á Etihad-leikvanginn í kvöld þegar Manchester City og Mónakó spila fyrri leikinn sinn í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Eftir fréttina hjá L'Equipe er ljós að margir munu horfa sérstaklega á hvað strákurinn gerir í leiknum í kvöld. Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, er hrifinn af Lemar en spænski stjórinn er ekki sá eini. Þannig gæti eftirspurnin aukist standi Lemar sig vel í þessum stóra sýningaglugga sem leikurinn er í kvöld. Thomas Lemar er með sjö mörk og sex stoðsendingar í 22 leikjum með Mónakó í frönsku deildinni í vetur og þá hefur hann skorað tvö mörk í sex leikjum í Meistaradeildinni. L'Equipe segir einnig að þótt að mestar líkur séu á því að Lemar fari til Englands þá séu einnig Juventus og Bayern München að fylgjast vel með hinum. Samingur Thomas Lemar og Mónakó rennur ekki út fyrr en árið 2020 og því mun franska liðið reyna að fá meira en 34 milljón punda fyrir hann eða meira en 4,6 milljarða íslenskra króna. Mónakó myndi þá græða vel að stráknum því félagið keypti hann fyrir aðeins þrjár milljónir punda, 414 milljónir íslenskar, frá Caen árið 2015.Leikur Manchester City og Mónakó hefst klukkan 19.45 í kvöld og verður í beinni á Stöð 2 Sport 2 og Stöð 2 Sport 2 HD. Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið Fótbolti Fleiri fréttir Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Karólína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum Þjálfari Botafogo látinn fara Rúnar Alex brákaði bein á fyrstu æfingunni Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fór heim með þrjár treyjur og stuttbuxur Messi Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? EM í dag: Hitabylgja og hrakfarir við komuna til Thun Sex leikmenn Íslands í lyfjapróf Sjá meira
Chelsea og Manchester City verða í aðalhlutverki í kapphlaupinu um hinn 21 árs gamla Frakka Thomas Lemar sem hefur slegið í gegn hjá Mónakó-liðinu. Franska blaðið L'Equipe segir frá bæði ensku liðin hafi mikinn áhuga á því að kaupa strákinn í sumar. Thomas Lemar mætir með félögum sínum á Etihad-leikvanginn í kvöld þegar Manchester City og Mónakó spila fyrri leikinn sinn í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Eftir fréttina hjá L'Equipe er ljós að margir munu horfa sérstaklega á hvað strákurinn gerir í leiknum í kvöld. Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, er hrifinn af Lemar en spænski stjórinn er ekki sá eini. Þannig gæti eftirspurnin aukist standi Lemar sig vel í þessum stóra sýningaglugga sem leikurinn er í kvöld. Thomas Lemar er með sjö mörk og sex stoðsendingar í 22 leikjum með Mónakó í frönsku deildinni í vetur og þá hefur hann skorað tvö mörk í sex leikjum í Meistaradeildinni. L'Equipe segir einnig að þótt að mestar líkur séu á því að Lemar fari til Englands þá séu einnig Juventus og Bayern München að fylgjast vel með hinum. Samingur Thomas Lemar og Mónakó rennur ekki út fyrr en árið 2020 og því mun franska liðið reyna að fá meira en 34 milljón punda fyrir hann eða meira en 4,6 milljarða íslenskra króna. Mónakó myndi þá græða vel að stráknum því félagið keypti hann fyrir aðeins þrjár milljónir punda, 414 milljónir íslenskar, frá Caen árið 2015.Leikur Manchester City og Mónakó hefst klukkan 19.45 í kvöld og verður í beinni á Stöð 2 Sport 2 og Stöð 2 Sport 2 HD.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið Fótbolti Fleiri fréttir Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Karólína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum Þjálfari Botafogo látinn fara Rúnar Alex brákaði bein á fyrstu æfingunni Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fór heim með þrjár treyjur og stuttbuxur Messi Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? EM í dag: Hitabylgja og hrakfarir við komuna til Thun Sex leikmenn Íslands í lyfjapróf Sjá meira