Star Wars voru frábær kaup Björn Berg Gunnarsson skrifar 22. febrúar 2017 14:00 George Lucas fékk hátt í 500 milljarða króna í vasann þegar hann seldi Lucasfilm til Disney. Ríflega fjórum árum síðar er komin ágætis reynsla á yfirtökuna og virðist Disney hafa gert afar góð kaup.Marvel og Pixar settu tóninn Star Wars smellpassar í viðskiptalíkan Disney. Þar á bæ er leitað að vörumerkjum sem hægt er að nýta í hinum fjölmörgu dreifileiðum fyrirtækisins, svo sem í kvikmyndahúsum, skemmtigörðum, sjónvarpsstöðvunum ABC og Disney Channel, leikfanga- og fataverslunum og tölvuleikjum. Þar liggja tækifærin og reynslan af slíkum viðskiptum er góð. Myndasöguframleiðandinn Marvel er endalaus uppspretta efnis sem og Pixar, sem var einmitt upphaflega stofnað af Lucas. Disney getur gert meira úr Star Wars en Lucas gat gert sjálfur, nóg er að bera saman umfang kynningar Star Wars Episode I, II og III í kringum aldamótin og tveggja síðustu mynda. En þetta er bara rétt að byrja. Talað er um að ný kvikmynd verði gefin út árlega og brátt munum við geta lifað okkur enn betur inn í hugarheim Lucas því tveir Star Wars Land skemmtigarðar verða opnaðir við garða Disney í Kaliforníu og Flórída eftir tvö ár.Hluthafarnir kætast Þegar George Lucas tók við 500 milljörðunum sínum árið 2012 virtist hann hafa dottið í lukkupottinn en segja má að hluthafar Disney svamli þar með honum þar sem hlutabréfaverðið hefur frá þeim tíma ríflega tvöfaldast. Fimm söluhæstu kvikmyndir síðasta árs voru allar í nafni Disney og þar sem Rogue One: A Star Wars Story skilaði framleiðslukostnaði fimmfalt til baka í bíóhúsum lítur út fyrir að nýjar kynslóðir fái að kynnast Han Solo og Boba Fett um ókomna tíð og reyndar bláa fílnum og Jar Jar Binks líka.Greinin birtist í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Berg Gunnarsson Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Sjá meira
George Lucas fékk hátt í 500 milljarða króna í vasann þegar hann seldi Lucasfilm til Disney. Ríflega fjórum árum síðar er komin ágætis reynsla á yfirtökuna og virðist Disney hafa gert afar góð kaup.Marvel og Pixar settu tóninn Star Wars smellpassar í viðskiptalíkan Disney. Þar á bæ er leitað að vörumerkjum sem hægt er að nýta í hinum fjölmörgu dreifileiðum fyrirtækisins, svo sem í kvikmyndahúsum, skemmtigörðum, sjónvarpsstöðvunum ABC og Disney Channel, leikfanga- og fataverslunum og tölvuleikjum. Þar liggja tækifærin og reynslan af slíkum viðskiptum er góð. Myndasöguframleiðandinn Marvel er endalaus uppspretta efnis sem og Pixar, sem var einmitt upphaflega stofnað af Lucas. Disney getur gert meira úr Star Wars en Lucas gat gert sjálfur, nóg er að bera saman umfang kynningar Star Wars Episode I, II og III í kringum aldamótin og tveggja síðustu mynda. En þetta er bara rétt að byrja. Talað er um að ný kvikmynd verði gefin út árlega og brátt munum við geta lifað okkur enn betur inn í hugarheim Lucas því tveir Star Wars Land skemmtigarðar verða opnaðir við garða Disney í Kaliforníu og Flórída eftir tvö ár.Hluthafarnir kætast Þegar George Lucas tók við 500 milljörðunum sínum árið 2012 virtist hann hafa dottið í lukkupottinn en segja má að hluthafar Disney svamli þar með honum þar sem hlutabréfaverðið hefur frá þeim tíma ríflega tvöfaldast. Fimm söluhæstu kvikmyndir síðasta árs voru allar í nafni Disney og þar sem Rogue One: A Star Wars Story skilaði framleiðslukostnaði fimmfalt til baka í bíóhúsum lítur út fyrir að nýjar kynslóðir fái að kynnast Han Solo og Boba Fett um ókomna tíð og reyndar bláa fílnum og Jar Jar Binks líka.Greinin birtist í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál