Aldrei færri fasteignir auglýstar til sölu Snærós Sindradóttir skrifar 23. febrúar 2017 07:00 Ekki mun losna um spennu á fasteignamarkaði fyrr en verulegt magn nýrra íbúða kemur á markað, að mati sérfræðings greiningardeildar Arion. vísir/vilhelm Framboð á fasteignum til sölu er í algjöru lágmarki sem bendir til þess að ekki komi til þess í bráð að spenna losni af fasteignamarkaðnum. Samkvæmt hagvísum Seðlabanka Íslands og nýrri skýrslu greiningardeildar Arion banka eru 700 færri eignir til sölu nú en í síðustu lægð, í ágúst 2007. Í skýrslu greiningardeildarinnar kemur fram að í lok janúar hafi 910 fasteignir verið til sölu um allt land. Þegar mest var, í desember 2009, voru tæplega 4.500 fasteignir auglýstar. Í Fréttablaðinu í gær var sagt frá áhyggjum fasteignasala af gríðarlegri spennu á markaði síðastliðnar þrjár vikur, eða allt frá því að greiningardeildin spáði 30 prósenta hækkun á fasteignaverði á næstu þremur árum. Þá var sagt frá því að í miklum mæli væri boðið hærra verð í fasteignir en ásett væri en einnig að sumir seljendur kysu að hunsa ráðleggingar fasteignasala og verðleggja sjálfir fasteignir sínar.Erna Björg Sverrisdóttir, sérfræðingur hjá greiningardeild Arion.Mynd/aðsendSérfræðingur hjá greiningardeild Arion banka, tekur undir með fasteignasölum að seljendamarkaður ríki núna. Hækkun á fasteignaverði hafi þó hlutfallslega verið meiri í nágrannasveitarfélögum við höfuðborgarsvæðið. „Svo virðist sem ungt fólk sé að gefast upp á höfuðborgarsvæðinu og sé að færa sig á Suðurnesin, Selfoss, Hveragerði og upp á Akranes. Við höfum verið að sjá mestar hækkanir á því svæði. Eftirspurnin byrjaði að byggjast upp miðsvæðis en svo dreifist hún út í jaðarsvæði höfuðborgarsvæðisins,“ segir Erna Björg Sverrisdóttir, sérfræðingur hjá greiningardeildinni.Hún segir að vandinn sé fyrst og fremst sá að ekki hafi nógu margar íbúðir verið byggðar á undanförnum árum. Ákveðinn lager hafi myndast fljótlega eftir hrun sem svo hafi gengið á og sé með öllu uppurinn núna. Í fylgiriti Fréttablaðsins í gær kom fram álit Konráðs S. Guðjónssonar, sem einnig er sérfræðingur í greiningardeild Arion banka, um að byggja þyrfti 1.500 til 2.000 íbúðir árlega til að anna eftirspurn. Hjá Reykjavíkurborg er áformað að hefja byggingu 1.239 íbúða á þessu ári og 1.323 íbúða á næsta ári. „Uppbyggingaráform á höfuðborgarsvæðinu hafa gengið illa eftir. Hvenær þetta íbúðamagn kemur loks inn á markaðinn er mjög erfitt að segja til um, hvort það verði 2019 eða 2020. Það fæst ekki séð að í ár eða á næsta ári komi það mikið eignamagn inn á markaðinn sem verði til þess að lækka þrýstinginn. Þótt uppbyggingaráformin séu háleit er ekkert víst hvenær þau koma til með að rætast,“ segir Erna.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Mest lesið „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Viðskipti innlent Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Play er gjaldþrota Viðskipti innlent Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Loka Kristjánsbakaríi Viðskipti innlent Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Viðskipti innlent Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Viðskipti innlent Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Sjá meira
Framboð á fasteignum til sölu er í algjöru lágmarki sem bendir til þess að ekki komi til þess í bráð að spenna losni af fasteignamarkaðnum. Samkvæmt hagvísum Seðlabanka Íslands og nýrri skýrslu greiningardeildar Arion banka eru 700 færri eignir til sölu nú en í síðustu lægð, í ágúst 2007. Í skýrslu greiningardeildarinnar kemur fram að í lok janúar hafi 910 fasteignir verið til sölu um allt land. Þegar mest var, í desember 2009, voru tæplega 4.500 fasteignir auglýstar. Í Fréttablaðinu í gær var sagt frá áhyggjum fasteignasala af gríðarlegri spennu á markaði síðastliðnar þrjár vikur, eða allt frá því að greiningardeildin spáði 30 prósenta hækkun á fasteignaverði á næstu þremur árum. Þá var sagt frá því að í miklum mæli væri boðið hærra verð í fasteignir en ásett væri en einnig að sumir seljendur kysu að hunsa ráðleggingar fasteignasala og verðleggja sjálfir fasteignir sínar.Erna Björg Sverrisdóttir, sérfræðingur hjá greiningardeild Arion.Mynd/aðsendSérfræðingur hjá greiningardeild Arion banka, tekur undir með fasteignasölum að seljendamarkaður ríki núna. Hækkun á fasteignaverði hafi þó hlutfallslega verið meiri í nágrannasveitarfélögum við höfuðborgarsvæðið. „Svo virðist sem ungt fólk sé að gefast upp á höfuðborgarsvæðinu og sé að færa sig á Suðurnesin, Selfoss, Hveragerði og upp á Akranes. Við höfum verið að sjá mestar hækkanir á því svæði. Eftirspurnin byrjaði að byggjast upp miðsvæðis en svo dreifist hún út í jaðarsvæði höfuðborgarsvæðisins,“ segir Erna Björg Sverrisdóttir, sérfræðingur hjá greiningardeildinni.Hún segir að vandinn sé fyrst og fremst sá að ekki hafi nógu margar íbúðir verið byggðar á undanförnum árum. Ákveðinn lager hafi myndast fljótlega eftir hrun sem svo hafi gengið á og sé með öllu uppurinn núna. Í fylgiriti Fréttablaðsins í gær kom fram álit Konráðs S. Guðjónssonar, sem einnig er sérfræðingur í greiningardeild Arion banka, um að byggja þyrfti 1.500 til 2.000 íbúðir árlega til að anna eftirspurn. Hjá Reykjavíkurborg er áformað að hefja byggingu 1.239 íbúða á þessu ári og 1.323 íbúða á næsta ári. „Uppbyggingaráform á höfuðborgarsvæðinu hafa gengið illa eftir. Hvenær þetta íbúðamagn kemur loks inn á markaðinn er mjög erfitt að segja til um, hvort það verði 2019 eða 2020. Það fæst ekki séð að í ár eða á næsta ári komi það mikið eignamagn inn á markaðinn sem verði til þess að lækka þrýstinginn. Þótt uppbyggingaráformin séu háleit er ekkert víst hvenær þau koma til með að rætast,“ segir Erna.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Mest lesið „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Viðskipti innlent Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Play er gjaldþrota Viðskipti innlent Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Loka Kristjánsbakaríi Viðskipti innlent Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Viðskipti innlent Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Viðskipti innlent Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Sjá meira