Aðeins sjö prósent líkur á því að Barcelona komist áfram Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. febrúar 2017 15:30 Lionel Messi þarf að töfra eitthvað svakalegt fram í seinni leiknum. Vísir/Getty Fyrri viðureignum sextán liða úrslita Meistaradeildarinnar er nú lokið og eftir mikla markaveislu í flestum leikjanna er ljóst að liðin sextán standa misvel fyrir seinni leikinn. Tölfræðisíðan FiveThirtyEight reiknar alltaf út allskyns sigurlíkur og möguleika íþróttaliða og nú er hægt að skoða hjá þeim líkurnar á því að liðin komist í átta liða úrslitin. Það hefðu örugglega fáir trúað því fyrir þessa leiki að fyrir seinni leikinn væru aðeins sjö prósent líkur á því að Barcelona kæmist áfram þrátt fyrir að sá leikur væri á Nývangi. Paris Saint-Germain vann hinsvegar 4-0 stórsigur á Barcelona í fyrri leiknum og er því í frábærum málum þegar liðið mætir á Nývangi 8. mars næstkomandi. Það eru bara þrjú lið sem eru í verri stöðu en Barcelona og það eru Porto (1 prósent líkur á sæti í 8 liða úrslitum), Arsenal (2 prósent) og Bayer Leverkusen (2 prósent). Arsenal spilaði sig náttúrulega út úr keppninni með því að tapa 5-1 á útivelli á móti Bayern München. Möguleikar Leicester City hækkuðu aðeins þegar Jamie Vardy skoraði mikilvægt útivallarmark undir lokin á móti Sevilla. Manchester City fékk á sig þrjú mörk á heimavelli en er samt í fínum málum þökk sé góðum sóknarleik en liðið skoraði fimm mörk hjá Mónakó og það eru 84 prósent líkur á því að City-liðið komist í átta liða úrslitin. Það er ennfremur tólf prósent líkur á því að Manchester City vinni Meistaradeildina en aðeins þrjú lið eru ofar eða Bayern München (22 prósent), Juventus (17 prósent) og Real Madrid (16 prósent).Liðin sem eru í bestu málunum Juventus 99 prósent Bayern München 98 prósent Atletico Madrid 98 prósent Paris Saint-Germain 93 prósent Real Madrid 84 prósent Manchester Cuty 84 prósent Sevilla 75 prósent Dormund 50 prósent Bendica 50 prósentLiðin sem eru í verstu málunum Porto 1 prósent Arsenal 2 prósent Bayer Leverkusen 2 prósent Barcelona 7 prósent Napoli 16 prósent Mónakó 16 prósent Leicester City 25 prósent Það er hægt skoða meira af sigurlíkum liðanna með því að smella hér. Enski boltinn Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Fótbolti Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM Fótbolti UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Fótbolti „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Fótbolti Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari Fótbolti Fleiri fréttir „Við erum betra liðið“ Fyrsta byrjunarlið Íslands á EM Í beinni: Ísland - Finnland | Fyrsti leikur hjá stelpunum okkar á EM Vissir um að Messi verði áfram í Miami Mamman hefur trú á Sveindísi: „Hún er að fara láta þeim líða hræðilega“ Feðgarnir spenntir fyrir leiknum: „Þá þarf ég að fljúga aftur til Sviss“ „Hún fann það sjálf að hún þyrfti að prófa eitthvað nýtt“ „Ungur og hæfileikaríkur leikmannahópur“ Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM „Verður vonandi langt sumar í Sviss“ Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Þjálfara Finna létt skömmu fyrir fyrsta leik á EM gegn Íslandi „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Karólína Lea orðin leikmaður Inter „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Dortmund mætir Real en Bellingham bræður mætast ekki „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum „Þetta er svekkjandi“ „Engar svakalegar reglur hér“ „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Sjá meira
Fyrri viðureignum sextán liða úrslita Meistaradeildarinnar er nú lokið og eftir mikla markaveislu í flestum leikjanna er ljóst að liðin sextán standa misvel fyrir seinni leikinn. Tölfræðisíðan FiveThirtyEight reiknar alltaf út allskyns sigurlíkur og möguleika íþróttaliða og nú er hægt að skoða hjá þeim líkurnar á því að liðin komist í átta liða úrslitin. Það hefðu örugglega fáir trúað því fyrir þessa leiki að fyrir seinni leikinn væru aðeins sjö prósent líkur á því að Barcelona kæmist áfram þrátt fyrir að sá leikur væri á Nývangi. Paris Saint-Germain vann hinsvegar 4-0 stórsigur á Barcelona í fyrri leiknum og er því í frábærum málum þegar liðið mætir á Nývangi 8. mars næstkomandi. Það eru bara þrjú lið sem eru í verri stöðu en Barcelona og það eru Porto (1 prósent líkur á sæti í 8 liða úrslitum), Arsenal (2 prósent) og Bayer Leverkusen (2 prósent). Arsenal spilaði sig náttúrulega út úr keppninni með því að tapa 5-1 á útivelli á móti Bayern München. Möguleikar Leicester City hækkuðu aðeins þegar Jamie Vardy skoraði mikilvægt útivallarmark undir lokin á móti Sevilla. Manchester City fékk á sig þrjú mörk á heimavelli en er samt í fínum málum þökk sé góðum sóknarleik en liðið skoraði fimm mörk hjá Mónakó og það eru 84 prósent líkur á því að City-liðið komist í átta liða úrslitin. Það er ennfremur tólf prósent líkur á því að Manchester City vinni Meistaradeildina en aðeins þrjú lið eru ofar eða Bayern München (22 prósent), Juventus (17 prósent) og Real Madrid (16 prósent).Liðin sem eru í bestu málunum Juventus 99 prósent Bayern München 98 prósent Atletico Madrid 98 prósent Paris Saint-Germain 93 prósent Real Madrid 84 prósent Manchester Cuty 84 prósent Sevilla 75 prósent Dormund 50 prósent Bendica 50 prósentLiðin sem eru í verstu málunum Porto 1 prósent Arsenal 2 prósent Bayer Leverkusen 2 prósent Barcelona 7 prósent Napoli 16 prósent Mónakó 16 prósent Leicester City 25 prósent Það er hægt skoða meira af sigurlíkum liðanna með því að smella hér.
Enski boltinn Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Fótbolti Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM Fótbolti UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Fótbolti „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Fótbolti Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari Fótbolti Fleiri fréttir „Við erum betra liðið“ Fyrsta byrjunarlið Íslands á EM Í beinni: Ísland - Finnland | Fyrsti leikur hjá stelpunum okkar á EM Vissir um að Messi verði áfram í Miami Mamman hefur trú á Sveindísi: „Hún er að fara láta þeim líða hræðilega“ Feðgarnir spenntir fyrir leiknum: „Þá þarf ég að fljúga aftur til Sviss“ „Hún fann það sjálf að hún þyrfti að prófa eitthvað nýtt“ „Ungur og hæfileikaríkur leikmannahópur“ Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM „Verður vonandi langt sumar í Sviss“ Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Þjálfara Finna létt skömmu fyrir fyrsta leik á EM gegn Íslandi „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Karólína Lea orðin leikmaður Inter „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Dortmund mætir Real en Bellingham bræður mætast ekki „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum „Þetta er svekkjandi“ „Engar svakalegar reglur hér“ „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Sjá meira