Villi Goði ætlar út á jeppanum sínum að bjarga Jakob Bjarnar skrifar 24. febrúar 2017 12:19 Ef þú ert fastur þá hringir þú í Villa Goða og hann kemur og bjargar málunum. Villi Goði, sem á árum áður var þekkt poppstjarna og kom fram með Todmobile, Buffinu og fleiri böndum, hefur undanfarin ár rekið sitt eigið ferðaþjónustufyrirtæki. Villi sendi út tilkynningu á Facebook í tilefni óveðursins fyrir stundu þar sem hann býður fram aðstoð sína til handa öllum þeim sem kunna að lenda í vandræðum í því óveðri sem nú gengur yfir landið: „ef einhver hér lendir í bílaveseni í ófærðinni í 50 km radíus við Reykjavík þá má hringja í mig og ég jeppast á staðinn og aðstoða. 896-8987 Knús, Villi eirðarlausi.“Fágæt greiðvikni og til eftirbreytni Villi sagðist hafa verið að vinna í tölvunni heima hjá sér og þegar hann sá óveðrið lemja rúðurnar greip hann óþreyja. „Mér fannst leiðinlegt og langaði út að leika. Þetta er fullkomin afsökun til að gera það,“ segir Villi í samtali við Vísi. „Þetta er fullkomin afsökun til að gera það. Svo náttúrlega að hjálpa fólki ef það lendir í veseni, leiðinlegt að vera á Yaris einhvers staðar fastur í snjó. Og ég bara heima á Patról og ´38 tommu dekkjum.“ Villi segir það einstaklega gaman þegar veður eru válynd að fara um á því tæki, fullur öryggis. „Maður gleðst. Rúllar yfir þetta allt án þess að vera í taugaáfalli.“ Þetta er greiðvikni til eftirbreytni, fágæt á þessum síðustu og verstu en Villi spyr: Hvers vegna ekki? „Því meiri kraft sem maður hefur í boði, þeim mun auðmjúkari og miskunnsamari á maður að vera gagnvart öðrum sem minna mega sín. Þeir mættu gá að því heimsleiðtogarnir. En, það eru litlu hlutirnir. Brosa.“„Ef einhver er í vandræðum kem ég og redda því“ Villi segir að hann hafi alltaf heillast af þeim sem fara út og bjarga. „Og mér finnst sjálfum voða gaman að geta hjálpað. Oft lent í því með túrista, þeir halda að þetta sé heimsendir. Fastir einhvers staðar. Þeir sjá ekkert og eru raunverulega skíthræddir. Fyrir lífi sínu. Smáræði, að kippa í með spotta, það er mikið fyrir þá. Þeir halda að allt sé búið. Lífsbjörg fyrir aðra.“ Villi segir að það hafi komið bakslag í þetta með að fara út að bjarga þegar kom á daginn í einhverju máli sem hann reynir að rifja upp að bjargvætturinn sé ábyrgur fyrir skemmdum sem kunna að verða á ökutækjum við björgunaraðgerðirnar. Þá dró úr mönnum en – sem er verra. Nú verði eiginlega að fara fram á það við fólk í nauðum að það verði sjálft að bera þá ábyrgð; en Villi lætur það ekki stoppa sig. Og bíður við símann. Blaðamaður Vísis var fyrstur til að hringja. „Já, eða ... ég bíð ekkert við símann. Ég hef alveg ýmislegt til að lifa fyrir. en, ef það er einhver í vandræðum þá kem ég og redda því.“ Veður Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Fleiri fréttir Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sjá meira
Villi Goði, sem á árum áður var þekkt poppstjarna og kom fram með Todmobile, Buffinu og fleiri böndum, hefur undanfarin ár rekið sitt eigið ferðaþjónustufyrirtæki. Villi sendi út tilkynningu á Facebook í tilefni óveðursins fyrir stundu þar sem hann býður fram aðstoð sína til handa öllum þeim sem kunna að lenda í vandræðum í því óveðri sem nú gengur yfir landið: „ef einhver hér lendir í bílaveseni í ófærðinni í 50 km radíus við Reykjavík þá má hringja í mig og ég jeppast á staðinn og aðstoða. 896-8987 Knús, Villi eirðarlausi.“Fágæt greiðvikni og til eftirbreytni Villi sagðist hafa verið að vinna í tölvunni heima hjá sér og þegar hann sá óveðrið lemja rúðurnar greip hann óþreyja. „Mér fannst leiðinlegt og langaði út að leika. Þetta er fullkomin afsökun til að gera það,“ segir Villi í samtali við Vísi. „Þetta er fullkomin afsökun til að gera það. Svo náttúrlega að hjálpa fólki ef það lendir í veseni, leiðinlegt að vera á Yaris einhvers staðar fastur í snjó. Og ég bara heima á Patról og ´38 tommu dekkjum.“ Villi segir það einstaklega gaman þegar veður eru válynd að fara um á því tæki, fullur öryggis. „Maður gleðst. Rúllar yfir þetta allt án þess að vera í taugaáfalli.“ Þetta er greiðvikni til eftirbreytni, fágæt á þessum síðustu og verstu en Villi spyr: Hvers vegna ekki? „Því meiri kraft sem maður hefur í boði, þeim mun auðmjúkari og miskunnsamari á maður að vera gagnvart öðrum sem minna mega sín. Þeir mættu gá að því heimsleiðtogarnir. En, það eru litlu hlutirnir. Brosa.“„Ef einhver er í vandræðum kem ég og redda því“ Villi segir að hann hafi alltaf heillast af þeim sem fara út og bjarga. „Og mér finnst sjálfum voða gaman að geta hjálpað. Oft lent í því með túrista, þeir halda að þetta sé heimsendir. Fastir einhvers staðar. Þeir sjá ekkert og eru raunverulega skíthræddir. Fyrir lífi sínu. Smáræði, að kippa í með spotta, það er mikið fyrir þá. Þeir halda að allt sé búið. Lífsbjörg fyrir aðra.“ Villi segir að það hafi komið bakslag í þetta með að fara út að bjarga þegar kom á daginn í einhverju máli sem hann reynir að rifja upp að bjargvætturinn sé ábyrgur fyrir skemmdum sem kunna að verða á ökutækjum við björgunaraðgerðirnar. Þá dró úr mönnum en – sem er verra. Nú verði eiginlega að fara fram á það við fólk í nauðum að það verði sjálft að bera þá ábyrgð; en Villi lætur það ekki stoppa sig. Og bíður við símann. Blaðamaður Vísis var fyrstur til að hringja. „Já, eða ... ég bíð ekkert við símann. Ég hef alveg ýmislegt til að lifa fyrir. en, ef það er einhver í vandræðum þá kem ég og redda því.“
Veður Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Fleiri fréttir Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sjá meira