Guðmundar- og Geirfinnsmálin: Fimm mál tekin upp að nýju sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 24. febrúar 2017 14:03 vísir Endurupptökunefnd í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum svokölluðu hefur ákveðið að mál fimm sakborninga af sex verði tekin til meðferðar fyrir dómstólum að nýju. Mál Erlu Bolladóttur verður ekki tekið fyrir á ný, samkvæmt nýbirtum úrskurði nefndarinnar. Sakborningarnir hlutu árið 1980 eins til sautján ára fangelsisdóma fyrir aðild þeirra að málinu. Nefndin birti ákvörðun sína á vef endurupptökunefndar nú klukkan tvö, en hún hefur tekið sér þrjú ár í að komast að niðurstöðu. Hvað varðar mál Guðmundar Einarssonar hefur endurupptökunefnd fallist á að mál Kristjáns Viðars Júlíussonar, Sævars Ciesielski og Tryggva Rúnars Leifssonar verði tekin fyrir nýju, en þau voru sakfelld fyrir að hafa ráðið Guðmundi bana. Varðandi Albert Klahn Skaftason var fallist á endurupptöku vegna sakfellingar fyrir að hafa veitt fyrrnefndu liðsinni við að fjarlægja og koma líki Guðmundar fyrir á ókunnum stað og þannig leitast við að afmá ummerki brotsins. Í Geirfinnsmálinu er fallist á að mál Guðjóns Skarphéðinssonar, Kristjáns Viðars Júlíussonar og Sævars Ciesielski, sem sakfelldir voru fyrir að hafa orðið Geirfinni að bana, verði tekið fyrir að nýju. Beiðni Erlu Bolladóttur, Kristjáns Viðars og Sævars, sem sakfelld voru fyrir að hafa borið rangar sakargiftir á fjóra einstaklinga, var hafnað.Halda fram sakleysi sínu Sakborningarnir hafa haldið fram sakleysi sínu í málinu en árið 2014 fóru tveir þeirra; Erla Bolladóttir og Guðjón Skarphéðinsson, fram að málið yrði tekið upp að nýju. Þyngstan dóm hlaut Sævar Marinó Ciesielski, eða sautján ár. Kristján Viðar Viðarsson fékk sextán ára fangelsisdóm, Tryggvi Rúnar Leifsson þrettán ár og Guðjón Skarphéðinsson tíu ára fangelsi. Erla Bolladóttir fékk þriggja ára fangelsisdóm og Albert Klahn Skaftason eins árs dóm. Nýjar ábendingar bárust lögreglu í fyrra sem gætu hafa varpað nýju ljósi á málið því lögreglan á Austurlandi tók skýrslu af karlmanni sem taldi sig hafa nýjar upplýsingar varðandi málið. Tveir karlmenn voru handteknir og yfirheyrðir vegna rannsóknar á þætti málsins sem varðar Guðmund Einarsson, en þeir voru látnir lausir að lokinni yfirheyrslu.Hurfu sporlaust Guðmundur Einarsson sást síðast í Hafnarfirði aðfaranótt 27.janúar 1974 eftir dansleik í Alþýðuhúsinu í Hafnarfirði. Eiginkona Geirfinns Einarssonar sá hann síðast klukkan 22.30 í nóvember sama ár. Næstu árin fór fram mikil rannsókn á málinu. Um sex árum frá hvarfi þeirra var hópur ungmenna fundinn sekur um að hafa myrt Guðmund og Geirfinn og hlutu þau öll þunga dóma. Sem fyrr segir fer mál fimm þeirra aftur fyrir dómstóla. Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Fleiri fréttir Fellaskóli sigraði Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Sjá meira
Endurupptökunefnd í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum svokölluðu hefur ákveðið að mál fimm sakborninga af sex verði tekin til meðferðar fyrir dómstólum að nýju. Mál Erlu Bolladóttur verður ekki tekið fyrir á ný, samkvæmt nýbirtum úrskurði nefndarinnar. Sakborningarnir hlutu árið 1980 eins til sautján ára fangelsisdóma fyrir aðild þeirra að málinu. Nefndin birti ákvörðun sína á vef endurupptökunefndar nú klukkan tvö, en hún hefur tekið sér þrjú ár í að komast að niðurstöðu. Hvað varðar mál Guðmundar Einarssonar hefur endurupptökunefnd fallist á að mál Kristjáns Viðars Júlíussonar, Sævars Ciesielski og Tryggva Rúnars Leifssonar verði tekin fyrir nýju, en þau voru sakfelld fyrir að hafa ráðið Guðmundi bana. Varðandi Albert Klahn Skaftason var fallist á endurupptöku vegna sakfellingar fyrir að hafa veitt fyrrnefndu liðsinni við að fjarlægja og koma líki Guðmundar fyrir á ókunnum stað og þannig leitast við að afmá ummerki brotsins. Í Geirfinnsmálinu er fallist á að mál Guðjóns Skarphéðinssonar, Kristjáns Viðars Júlíussonar og Sævars Ciesielski, sem sakfelldir voru fyrir að hafa orðið Geirfinni að bana, verði tekið fyrir að nýju. Beiðni Erlu Bolladóttur, Kristjáns Viðars og Sævars, sem sakfelld voru fyrir að hafa borið rangar sakargiftir á fjóra einstaklinga, var hafnað.Halda fram sakleysi sínu Sakborningarnir hafa haldið fram sakleysi sínu í málinu en árið 2014 fóru tveir þeirra; Erla Bolladóttir og Guðjón Skarphéðinsson, fram að málið yrði tekið upp að nýju. Þyngstan dóm hlaut Sævar Marinó Ciesielski, eða sautján ár. Kristján Viðar Viðarsson fékk sextán ára fangelsisdóm, Tryggvi Rúnar Leifsson þrettán ár og Guðjón Skarphéðinsson tíu ára fangelsi. Erla Bolladóttir fékk þriggja ára fangelsisdóm og Albert Klahn Skaftason eins árs dóm. Nýjar ábendingar bárust lögreglu í fyrra sem gætu hafa varpað nýju ljósi á málið því lögreglan á Austurlandi tók skýrslu af karlmanni sem taldi sig hafa nýjar upplýsingar varðandi málið. Tveir karlmenn voru handteknir og yfirheyrðir vegna rannsóknar á þætti málsins sem varðar Guðmund Einarsson, en þeir voru látnir lausir að lokinni yfirheyrslu.Hurfu sporlaust Guðmundur Einarsson sást síðast í Hafnarfirði aðfaranótt 27.janúar 1974 eftir dansleik í Alþýðuhúsinu í Hafnarfirði. Eiginkona Geirfinns Einarssonar sá hann síðast klukkan 22.30 í nóvember sama ár. Næstu árin fór fram mikil rannsókn á málinu. Um sex árum frá hvarfi þeirra var hópur ungmenna fundinn sekur um að hafa myrt Guðmund og Geirfinn og hlutu þau öll þunga dóma. Sem fyrr segir fer mál fimm þeirra aftur fyrir dómstóla.
Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Fleiri fréttir Fellaskóli sigraði Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Sjá meira