Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - FH 20-19 | Valsmenn áfram eftir dramatískan sigur Stefán Árni Pálsson í Laugardalshöll skrifar 24. febrúar 2017 14:22 Valur vann frábæran sigur, 20-19, á FH í undanúrslitum Coca Cola bikars karla í handleik. Leikurinn var æsispennandi alveg til loka og réðust úrslitin á loka andartaka leiksins. FH fékk möguleika á því að jafna leikinn en liðið náði varla skoti á marki.Eyþór Árnason, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í Laugardalshöllinni í kvöld og tók meðfylgjandi myndir. Valsmenn byrjuðu þennan leik betur og þá sérstaklega varnarlega en liðið gaf enginn færi á sér og voru FH-ingar í stökustu vandræðum. Sóknarleikur FH var hræðilegur fyrstu þrjátíu mínútur leiksins og ekki var sóknarleikur Vals uppá marga fiska. Vörn vinnur leiki og það sást heldur betur í fyrri hálfleiknum. Þegar flautað var til hálfleiks var staðan 9-6 fyrir Val. FH skoraði aðeins sex mörk á þrjátíu mínútum. Lið sem skorar sex mörk í einum hálfleik á aldrei skilið að vinna en það kom annað FH-lið út í þann síðari. Þegar 13 mínútur voru liðnar af þeim síðar var staðan 14-12 fyrir Val og FH strax búið að skora þessi sex mörk. Gríðarlegt jafnræði var á liðunum út leikinn og þegar um sjö mínútur voru eftir var staðan 18-18. FH hafði þá tekið í gegn sóknarleik sinn og allt annað sjá til liðsins. Næstu mínútur voru heldur betur spennandi og var jafnt á öllum tölum. Þegar undir ein mínúta var eftir af leiknum var staðan 20-19 fyrir Val og Valur með boltann. Liðið mistókst að skora mark og FH brunaði í sóknina með sjö menn í sókn. Liðið náðu aftur á móti varla skoti á markið, vörn Valsmanna var stórbrotin undir lokin. Valur mætir því Haukum eða Aftureldingu á morgun. Óðinn Þór Ríkharðsson var flottur í liði FH og skoraði sex mörk. Anton Rúnarsson skoraði fimm fyrir Val. Orri: Alltaf krafa á bikar í Val„Þetta var mikill varnarsigur hjá okkur í dag,“ segir Orri Freyr Gíslason, fyrirliði Vals, eftir leikinn. „Mér fannst við reyndar bara frekar lélegir síðasta korterið og þeir komust alltof mikið inn í leikinn. Við keyrðum tempóið vel upp í fyrri hálfleiknum og náðum ekki að halda því áfram í þeim síðari.“ Orri segir að það hafi í raun verið eðlilegt að FH hafi náð þessu áhlaupi, þeir hafi verið orðnir það þreyttir. FH skoraði bara sex mörk í fyrri hálfleiknum og Valsmenn stálu boltanum hvað eftir frá FH-ingum í opnum leik. „Við fengum samt á okkur of mörg mörk í seinni hálfleiknum en heilt yfir er ég rosalega sáttur með okkar leik varnarlega. Við viljum alltaf vera aggresívir og reynum alltaf að stela boltanum af anstæðingum okkar.“ Orri segir að það sé alltaf krafa á titil í Val. „Mér fannst við vera frekar mikið talaðir niður fyrir þennan leik og það hjálpaði okkur,“ segir Orri og bætir við að hann eigi sér ekki óskamótherja. Óðinn: Það gat enginn neitt hjá okkur„Við höfum verið á fínu skriði fyrir þennan leik en í dag getur enginn neitt,“ segir Óðinn Þór Ríkharðsson, leikmaður FH, sem var þeirra besti í dag. „Ég á eftir að sjá þennan fyrri hálfleik betur en þeir ná að hægja á leiknum og við fundum okkur ekki. Fyrir leikinn fannst mér spennustigið vera flott hjá okkur en það var það greinilega ekki.“ Óðinn fékk eitt algjört dauðafæri í leiknum þegar enginn markvörður var í marki Vals. „Bubbi kom bara hlaupandi og var einhvern veginn í markinu og ekki í markinu og ég vissi bara ekki alveg hvað ég átti að gera,“ segir Óðinn sem reyndi að vippa boltanum í netið og Hlynur Morthens náði að koma höndunum í boltann, í raun ótrúlegt atvik. „Ég átti tvö færi í seinni hálfleiknum og ég tek bara þetta tap á mig.“ FH gat jafnað metin í loka sókninni og var liðið þá sjö á móti sex. „Við fórum svo rosalega illa með þessa sókn og náum í raun ekki að gera neitt. Það þorði enginn að taka af skarið.“ Guðlaugur: Erum að spila hrikalega flottan varnarleik„Þessi leikur vannst á frábærri vörn og gríðarlegum karakter,“ segir Guðlaugur Arnarsson, annar þjálfari Vals, eftir sigurinn. „Þessi vörn er í raun bara áframhald á því það sem við vorum að sýna um síðustu helgi út í Svartfjallalandi. Í síðari hálfleik vantaði kannski aðeins upp á hlaupagetuna en fyrst og fremst var þetta liðsheildin sem skóp þennan sigur.“ Hann segir að liðið þurfi vissulega að skerpa á sóknarleiknum fyrir morgundaginn. „Við eigum meira inni sóknarlega og heildin þarf að spila aðeins betur þar. Við vorum aðeins og þungir þar. Fyrst og fremst var þetta mikill karakter sigur hjá okkur.“ Guðlaugur hefur enga óskamótherja. „Nei mér er alveg sama hvaða liði við mætum á morgun. Það eru bæði frábær lið.“ Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Sjá meira
Valur vann frábæran sigur, 20-19, á FH í undanúrslitum Coca Cola bikars karla í handleik. Leikurinn var æsispennandi alveg til loka og réðust úrslitin á loka andartaka leiksins. FH fékk möguleika á því að jafna leikinn en liðið náði varla skoti á marki.Eyþór Árnason, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í Laugardalshöllinni í kvöld og tók meðfylgjandi myndir. Valsmenn byrjuðu þennan leik betur og þá sérstaklega varnarlega en liðið gaf enginn færi á sér og voru FH-ingar í stökustu vandræðum. Sóknarleikur FH var hræðilegur fyrstu þrjátíu mínútur leiksins og ekki var sóknarleikur Vals uppá marga fiska. Vörn vinnur leiki og það sást heldur betur í fyrri hálfleiknum. Þegar flautað var til hálfleiks var staðan 9-6 fyrir Val. FH skoraði aðeins sex mörk á þrjátíu mínútum. Lið sem skorar sex mörk í einum hálfleik á aldrei skilið að vinna en það kom annað FH-lið út í þann síðari. Þegar 13 mínútur voru liðnar af þeim síðar var staðan 14-12 fyrir Val og FH strax búið að skora þessi sex mörk. Gríðarlegt jafnræði var á liðunum út leikinn og þegar um sjö mínútur voru eftir var staðan 18-18. FH hafði þá tekið í gegn sóknarleik sinn og allt annað sjá til liðsins. Næstu mínútur voru heldur betur spennandi og var jafnt á öllum tölum. Þegar undir ein mínúta var eftir af leiknum var staðan 20-19 fyrir Val og Valur með boltann. Liðið mistókst að skora mark og FH brunaði í sóknina með sjö menn í sókn. Liðið náðu aftur á móti varla skoti á markið, vörn Valsmanna var stórbrotin undir lokin. Valur mætir því Haukum eða Aftureldingu á morgun. Óðinn Þór Ríkharðsson var flottur í liði FH og skoraði sex mörk. Anton Rúnarsson skoraði fimm fyrir Val. Orri: Alltaf krafa á bikar í Val„Þetta var mikill varnarsigur hjá okkur í dag,“ segir Orri Freyr Gíslason, fyrirliði Vals, eftir leikinn. „Mér fannst við reyndar bara frekar lélegir síðasta korterið og þeir komust alltof mikið inn í leikinn. Við keyrðum tempóið vel upp í fyrri hálfleiknum og náðum ekki að halda því áfram í þeim síðari.“ Orri segir að það hafi í raun verið eðlilegt að FH hafi náð þessu áhlaupi, þeir hafi verið orðnir það þreyttir. FH skoraði bara sex mörk í fyrri hálfleiknum og Valsmenn stálu boltanum hvað eftir frá FH-ingum í opnum leik. „Við fengum samt á okkur of mörg mörk í seinni hálfleiknum en heilt yfir er ég rosalega sáttur með okkar leik varnarlega. Við viljum alltaf vera aggresívir og reynum alltaf að stela boltanum af anstæðingum okkar.“ Orri segir að það sé alltaf krafa á titil í Val. „Mér fannst við vera frekar mikið talaðir niður fyrir þennan leik og það hjálpaði okkur,“ segir Orri og bætir við að hann eigi sér ekki óskamótherja. Óðinn: Það gat enginn neitt hjá okkur„Við höfum verið á fínu skriði fyrir þennan leik en í dag getur enginn neitt,“ segir Óðinn Þór Ríkharðsson, leikmaður FH, sem var þeirra besti í dag. „Ég á eftir að sjá þennan fyrri hálfleik betur en þeir ná að hægja á leiknum og við fundum okkur ekki. Fyrir leikinn fannst mér spennustigið vera flott hjá okkur en það var það greinilega ekki.“ Óðinn fékk eitt algjört dauðafæri í leiknum þegar enginn markvörður var í marki Vals. „Bubbi kom bara hlaupandi og var einhvern veginn í markinu og ekki í markinu og ég vissi bara ekki alveg hvað ég átti að gera,“ segir Óðinn sem reyndi að vippa boltanum í netið og Hlynur Morthens náði að koma höndunum í boltann, í raun ótrúlegt atvik. „Ég átti tvö færi í seinni hálfleiknum og ég tek bara þetta tap á mig.“ FH gat jafnað metin í loka sókninni og var liðið þá sjö á móti sex. „Við fórum svo rosalega illa með þessa sókn og náum í raun ekki að gera neitt. Það þorði enginn að taka af skarið.“ Guðlaugur: Erum að spila hrikalega flottan varnarleik„Þessi leikur vannst á frábærri vörn og gríðarlegum karakter,“ segir Guðlaugur Arnarsson, annar þjálfari Vals, eftir sigurinn. „Þessi vörn er í raun bara áframhald á því það sem við vorum að sýna um síðustu helgi út í Svartfjallalandi. Í síðari hálfleik vantaði kannski aðeins upp á hlaupagetuna en fyrst og fremst var þetta liðsheildin sem skóp þennan sigur.“ Hann segir að liðið þurfi vissulega að skerpa á sóknarleiknum fyrir morgundaginn. „Við eigum meira inni sóknarlega og heildin þarf að spila aðeins betur þar. Við vorum aðeins og þungir þar. Fyrst og fremst var þetta mikill karakter sigur hjá okkur.“ Guðlaugur hefur enga óskamótherja. „Nei mér er alveg sama hvaða liði við mætum á morgun. Það eru bæði frábær lið.“
Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Sjá meira
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti